Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2021
ANNA LEA OG BRÓI TAKA VEL Á MÓTI ÞÉR Á KANARÍ
Farastjórarnir okkar á Kanarí eru þau
Anna Lea og Brói. Þau taka vel á móti
farþegum Úrval Útsýn og bjóða upp á
skemmtilega dagskrá fyrir þá sem vilja.
Félagsvist, minigolf, söngstund,
hreyfing og margt fleira í boði.
Fjöldi gistinga í boði á þessu tímabili.
FLUG OG GISTING Í 23 DAGA Á
JARDIN ATLANTICO
VERÐ FRÁ 170.900 KR
VERÐ Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
INNIFALIÐ: FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR,
HANDFARANGUR OG ÍSLENSK FARARSTJÓRN
KANARÍ
03. - 26. JANÚAR / 23 DAGAR
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
Rebekka Líf Ingadóttir
rebekka@mbl.is
Hin ýmsu gjöld hækka nú um ára-
mót hjá ríki og sveitarfélögum eins
og mörg fyrri ár. Gjöld á eldsneyti,
áfengi og tóbak munu til að mynda
hækka um 2,5%, líkt og á síðasta ári,
en um er að ræða verðlagsupp-
færslu. Þá mun kolefnisgjaldið einn-
ig hækka um 2,5% ásamt kílómetra-
gjaldi og bifreiðagjaldi en lágmark
bifreiðagjalds hækkar um 1.000 kr.
til viðbótar við 2,5% hækkun.
Útvarpsgjald verður 18.800 krón-
ur á nýju ári, en er nú 18.300 krónur
og nemur hækkunin 2,5%.
Ýmis þjónusta hjá sveitarfélögum
hækkar í verði um áramótin og má
hjá Reykjavíkurborg nefna m.a.
hækkun á aðgangseyri í sundlaugar,
í Húsdýragarðinn og gjald fyrir
menningarkort borgarinnar. Skrán-
ingargjald hækkar hjá Dýraþjón-
ustu Reykjavíkur um 5,% og árlegt
eftirlitsgjald um 4,1%. Sorphirðu-
gjald á blönduðu sorpi hjá Reykja-
víkurborg hækkar um 17,5%.
Leikskólagjöld í Reykjavík hækka
um 4,1% og fæðisgjöld í leikskólum
sömuleiðis. Þá munu mánaðarlegar
mataráskriftir í grunnskólum í
Reykjavík einnig hækka um 4,1%.
Eldsneyti, áfengi
og tóbak hækkar
Samkvæmt upplýsingum frá Fé-
lagi íslenskra bifreiðaeigenda munu
skattar á bensínlítra hækka um 2,70
krónur um áramótin miðað við bens-
ínverð nú og 2,40 krónur á lítra af
dísilolíu. Skattur af hverjum bensín-
lítra er um þessar mundir um 140
krónur með virðisaukaskatti og 127
krónur af hverjum lítra af dísilolíu að
sögn FÍB.
Gera má ráð fyrir því að hækkun á
áfengisgjaldi þýði að verð á flösku af
algengri tegund af vodka hækki um
129 krónur, verð á rauðvínsflösku
um 32 krónur og hálfs lítra dós af
bjór um 6 krónur. Verð á sígarettu-
kartoni hækkar, miðað við sömu for-
sendur, um 193 krónur og dós af nef-
tóbaki um 54 krónur.
FÖ
S
S
A
R
I
2
0
2
2 Vindlingar
SÍGÓ MEÐ FILTER
YOU DON'T WANT TO
SELL ME DEATH STICKS
Dæmi um fyrirhugaðar verðbreytingar á komandi ári
Dæmi um breytingar á sorphirðugjaldi hjá Sorpu
2,5% hækkun verður
á áfengisgjaldi
10.310 kr. verður
árlegt
eftirlitsgjald Dýraþjónustu
Reykjavíkur sem hækkar
um 4,1%
Persónuafsláttur hækkar
um 6,15% og verður
53.916 kr. í stað
50.792 kr. nú
Verð á kartoni af síga-
rettummun hækka um
1,8% og kostar
þá 10.859
kr. í stað 10.666 kr. nú
Menningarkort Reykjavíkurborgar
hækkar um 4,6% og mun kosta
6.800 kr.
B
A
N
K
I
9,1% hækkun verður á
aðgangseyri í Ás-
mundarsafn sem verður 1.200 kr.4-6% hækk-
un
verður á aðgangi að
sundstöðum í Reykjavík
10 miða kort barna mun
kosta 1.140 kr. og 5.070
kr. fyrir fullorðna
Leiga handklæðis
hækkar um 3,1% og
mun kosta 660 kr.
Blandað sorp, 240 l tunna:
17,5% hækkun úr 29.100 kr.
á ári í 34.200 kr.
Pappír og pappi, 240 l tunna:
10,5% lækkun úr 11.400 kr.
á ári í 10.200 kr.
Lífrænn eldhúsúrgangur, 140 l tunna:
23,4% hækkun úr 10.700 kr.
á ári í 13.200 kr.
4,2% hækkun
verður á
aðgangseyri í Fjölskyldu-
og húsdýragarðinn og
árskort fjölskyldu mun
því kosta 22.300 kr.
2.331 kr. í stað 2.299
kr. mun algeng
tegund af rauðvíni kosta, sem
er hækkun um 1,4%
Algeng tegund af bjór mun kosta
405 kr. í stað 399 kr. nú, sem
er hækkun um 1,5%
Álögur á bensín og
dísilolíu hækka um
2,5% nú um
áramótin
2,70 kr. á bensínlítra
mun vörugjald,
bensíngjald og kolefnisgjald
hækka alls og um 2,40 kr. á
hvern dísilolíulítra
Bifreiðagjald
hækkar einnig
um 2,5% um
áramótin
Ýmis gjöld hækka um áramót
- Áfengisgjald hækkar um 2,5% - Leikskólagjöld hækka - Útvarpsgjaldið komið upp í 18.800 krónur
Mánaðarlaun hækka um áramótin um
17.250 krónur samkvæmt lífskjara-
samningunum svonefndu og lág-
markstaxtar hækka um 25 þúsund
krónur. Drífa Snædal, forseti ASÍ,
telur hækkunina ekki vera „neina of-
rausn“ heldur ein-
ungis milda auk-
inn kostnað.
„Þarna erum
við að halda áfram
á þeirri vegferð
sem samið var um
2019 að hækka
lægstu launin sér-
staklega og reyna
að hífa taxtana
upp til að mæta
því sem kostar að lifa, í því ljósi að það
er allt að hækka núna, hvort sem það
er húsnæði, matur eða samgöngu-
kostnaður,“ segir Drífa. „Launa-
hækkanirnar núna eru engin ofrausn
miðað við ástandið þar sem allt er að
verða dýrara.“
Persónuafsláttur hækkar
Ýmsar skattabreytingar verða um
áramótin. Þannig hækkar persónu-
afsláttur um rúmar 3 þúsund krónur
á mánuði og verður 53.916 krónur,
sem hefur það í för með sér að skatt-
leysismörk tekjuskattsstofns hækka
úr 161.501 krónu í 171.434 krónur.
Þríþættar breytingar á barnabót-
um eru boðaðar um áramótin. Fjár-
hæðir barnabóta munu hækka á
bilinu 5,5% til 5,8%. Þá munu neðri
skerðingarmörk tekjustofns barna-
bóta hækka um 8% og efri skerðing-
armörk tekjustofns barnabóta um
12%.
Þá mun tímabundin lækkun á al-
menna tryggingagjaldinu, sem var
hluti af aðgerðarpakka stjórnvalda
vegna efnahagsáhrifa kórónuveirunn-
ar, renna sitt skeið á enda. Skatthlut-
fall almenns tryggingagjalds mun því
hækka úr 4,65% í 4,9%.
Launahækkanir
„engin ofrausn“
- Skattabreytingar taka gildi á nýju ári
Morgunblaðið/Eggert
Launahækkanir Almenn hækkun
launa á nýju ári nemur 17.250 kr.
Drífa Snædal