Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2021
...algjör snilld! Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma
• Klippir plastfilmur og ál
• 35% sparnaður
• Ódýrari áfyllingar
• Má setja í uppþvottavél
Engar flækjur
Ekkert vesen
Ómissandi í eldhúsið
Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni og Húsasmiðjunni
www.danco.is
Heildsöludreifing
Nú liggur fyrir fjárlagafrum-
varp komandi árs og í gær
var á vef Stjórnarráðsins greint frá
skattabreytingum um áramót.
Skattgreiðendur bjuggust ekki við
mjög jákvæðum
tíðindum við þær
breytingar og að
því leyti má segja
að þær hafi staðið
undir væntingum.
Nefna má að
þrepamörk í
tekjuskattskerfi
einstaklinga voru
hækkuð, sem er vissulega jákvætt,
en þó minna en sem nemur vísitölu
launa, sem er síður gott.
- - -
Að fyrirtækjum snýr meðal ann-
ars tryggingagjaldið, sem hef-
ur enn ekki beðið þess bætur að
hafa lent í hækkunarhrinu fyrstu
(og vonandi einu) hreinu vinstri
stjórnarinnar hér á landi.
- - -
Tryggingagjaldið hafði verið
lækkað aðeins sem hluti af að-
gerðum stjórnvalda vegna kórónu-
veirunnar og er 6,10% í ár. Á næsta
ári fer það aftur upp í 6,35% en
lækkuninni í ár hefði að ósekju
mátt halda inni. Þetta gjald er afar
íþyngjandi fyrir atvinnulífið og
dregur úr getu þess til að ráða
starfsfólk, enda er þetta skattur á
laun.
- - -
Eins og áður segir gerðu skatt-
greiðendur sér litlar vonir um
lækkun skatta á næsta ári. Farald-
urinn hefur kallað á mikil útgjöld
ríkisins og þá er sagt að ekkert
„svigrúm“ sé til að lækka skatta.
- - -
Staðreyndin er þó sú að út frá
slíku sjónarmiði er aldrei svig-
rúm til að lækka skatta, því að
báknið kallar sífellt á aukið fé. Eina
leiðin til að lækka skatta er að
lækka skatta og draga úr umsvifum
ríkisins.
Fátt til að gleðja
skattgreiðendur
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti
á þriðjudagskvöld þá ákvörðun sótt-
varnalæknis að fimm einstaklingar
sem greindust með Covid-19 skyldu
sæta einangrun í 10 daga.
Arnar Þór Jónsson, lögmaður ein-
staklinganna, sagði á dögunum í við-
tali við mbl.is að verið væri að láta
reyna á hversu langt sóttvarnalækn-
ir getur gengið gagnvart einkenna-
lausu fólki. Verið væri að knýja fram
efnislega úrlausn um þann vísinda-
lega grunn sem aðgerðir stjórnvalda
eru reistar á.
Er þetta í þriðja sinn sem látið er
reyna á lögmæti ákvörðunar sótt-
varnalæknis um einangrun fyrir
dómi en Héraðsdómur Reykjavíkur
staðfesti einnig ákvörðun sóttvarna-
læknis um einangrun einstaklings
með úrskurði 22. október og sömu-
leiðis í sambærilegu máli með úr-
skurði 13. apríl síðastliðinn, sam-
kvæmt upplýsingum frá heilbrigðis-
ráðuneytinu.
Dómstólar hafa einnig fjallað um
mál einstaklinga sem mótmælt hafa
ákvörðun sóttvarnalæknis um sótt-
kví þeirra. Hafa tíu slík mál farið fyr-
ir héraðsdóm og í öllum þeirra hafa
ákvarðanir sóttvarnalæknis verið
staðfestar.
Arnar Þór segir í samtali við
Morgunblaðið að einn úrskurðanna
verði kærður en hinir fjórir séu ekki
kæranlegir þar sem þeir varði ein-
angrun sem rann út á miðnætti 28.
desember en úrskurðurinn sem
kærður verður varði sóttkví til 3.
janúar. Arnar segist með þessu vilja
sækja efnislega úrlausn á því sem
borið var fram í málinu.
Ákvörðun um einangrun staðfest
Morgunblaðið/Eggert
Sóttkví Starfsmaður á einu af
sóttkvíarhótelunum í Reykjavík.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála hefur hafnað kæru um að
ærslabelgur á Eyrartúni á Ísafirði
verði færður. Tekist hefur verið á
um staðsetningu belgsins í um þrjú
ár.
Með bréfi til úrskurðarnefndar-
innar í sumar kærði eigandi Tún-
götu 5 þá ákvörðun skipulags- og
mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar
að verða ekki við beiðni hans um að
færa ærslabelginn. Var þess krafist
að ákvörðunin yrði felld úr gildi.
Ekki hugað að öryggi
Í málsrökum kæranda er m.a.
bent á að með ákvörðun sinni um að
staðsetja ærslabelg á Eyrartúni og
færa hann nær Túngötu 5 hafi verið
brotið gegn andmælarétti íbúa í
nærumhverfi framkvæmdarinnar
enda hafi ekki farið fram grenndar-
kynning. Ekki hafi verið hugað að
umferðaröryggi eða aðgengi. Þá hafi
ekki verið fengið leyfi hjá Minja-
stofnun fyrir framkvæmdinni á
Eyrartúni, eins og beri að gera sam-
kvæmt lögum um menningarminjar,
en bæði sé Eyrartún friðhelgað
svæði og njóti hverfisverndar.
Gerði ekki athugasemdir
Í málsrökum Ísafjarðarbæjar
kemur fram að rétt sé að Eyrartún
falli undir hverfisvernd, en í henni
felist ekki lögformleg friðun heldur
sé með hverfisvernd verið að leitast
við að varðveita gömul hús sem hafi
verndargildi. Það sé á hendi sveitar-
stjórnar að taka ákvörðun um hverf-
isvernd með skipulagsáætlunum og
að henni sé ekki ætlað að koma í veg
fyrir uppbyggingu og þróun í hverf-
um. Minjastofnun hafi eftirlit með
friðuðum húsum og minjum en Eyr-
artún sé ekki friðað í heild sinni
heldur einungis lóð safnahússins,
húsið sjálft og friðlýstar minjar bæj-
arhólsins. Þá hafi Minjastofnun ver-
ið upplýst um breytingar á deili-
skipulagi svæðisins í nóvember 2018
og engar athugasemdir hafi borist
vegna þessa.
Í samræmi við skipulag
Í niðurstöðum úrskurðarnefndar-
innar kemur m.a. fram að sam-
kvæmt aðalskipulagi teljist Eyrar-
tún opið svæði til sérstakra nota og
falli túnið undir hverfisvernd. Í gild-
andi deiliskipulagi Eyrarinnar á
Ísafirði sé Eyrartún skilgreint sem
leiksvæði og almenningsgarður og
gert sé ráð fyrir sparkvelli næst
gæsluvelli, þar sem ærslabelgurinn
sé nú staðsettur.
„Verður að telja að staðsetning
ærslabelgsins sé í samræmi við gild-
andi aðal- og deiliskipulag svæðis-
ins,“ segir í úrskurðinum.
Ekki þarf að færa
ærslabelg á Ísafirði