Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2021
Bakaríið Vest
Höf. Solja Krapu-Kallio
Les. Þórunn Erna Clausen
Fyrsta málið
Höf. Angela Marsons
Les. Íris Tanja Flygenring
Djöflastjarnan
Höf. Jo Nesbø
Les. Orri Huginn Ágústsson
Vetrarfrí í Hálöndunum
Höf. Sarah Morgan
Les. Álfrún Helga Örnólfsdóttir
Dansarinn
Höf. Óskar Guðmundsson
Les. Daníel Ágúst Haraldsson
Arnaldur Indriðason deyr
Höf. Bragi Páll Sigurðarson
Les. Björn Stefánsson
HJÁLP!
Höf. Fritz Már Jörgensson
Les. Fritz Már Jörgensson
Ævintýrið um jólakortin sjö
Höf. Anthony Horowitz
Les. Felix Bergsson
vi
ka
51
Þögli sjúklingurinn
Höf. Alex Michaelide
Les. Björn Stefánsson
Líf og limir
Höf. Elsebeth Egholm
Les. Sólveig Guðmundsdóttir
TOPP 10 vinsælustu hljóðbækur á Íslandi.
Landspítali tilkynnti í gær að
vegna þess að spítalinn væri kom-
inn á neyðarstig vegna Covid-19
væri ekki hægt að leyfa mökum
eða öðrum aðstandendum að fylgja
konum í ómskoðun á
fósturgreiningardeildum á
Kvennadeild Landspítala né í
Skógarhlíð um óákveðinn tíma.
Segir í tilkynningu á vef spít-
alans að til að tryggja öryggi allra
séu makar og aðstandendur, sem
fylgja konunum á staðinn, beðnir
að bíða úti í bíl en ekki á bið-
stofum. Þá eru heimsóknir til sjúk-
linga á Landspítala bannaðar til
hádegis á gamlársdag. Þann dag
frá kl. 12 og á nýársdag má einn
gestur koma til hvers sjúklings á
dag. Mælst er til þess að gesturinn
sé fullbólusettur eða hafi fengið
Covid-19 á síðustu 6 mánuðum, sé
ekki í sóttkví og ekki með nein
öndunarfæraeinkenni eða hita.
Börn undir 12 ára aldri eiga ekki
að koma í heimsókn nema með
sérstöku leyfi. Þá mega gestir ekki
borða með sjúklingum þar sem þá
þarf að taka niður grímu.
Sjúklingar sem koma á göngu-
deildir, dagdeildir og rannsóknar-
deildir eiga ekki að hafa með sér
fylgdarmann nema það sé al-
gjörlega nauðsynlegt. Leyfi sjúk-
linga eru ekki heimil nema að
fengnu leyfi farsóttanefndar.
Makar og aðstandendur fá ekki að fylgja konum í ómskoðun
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Sú fjárfestingarleið sem gefið hefur
best af sér á líðandi ári hjá Frjálsa
lífeyrissjóðnum er „Frjálsi Áhætta“
og nemur hún ríflega 20%. Raun-
ávöxtunin er því 16,4%. Er það
langt yfir hinni svokölluðu núvirð-
ingarprósentu sem samtrygginga-
deildir lífeyrissjóða notast við þeg-
ar tryggingafræðileg staða þeirra
er metin. Er hún einskonar tilgáta
um hvaða raunávöxtun sé líklegast
að sjóðirnir nái um langa framtíð.
Almenni lífeyrissjóðurinn birtir,
líkt og Frjálsi, nær rauntímagögn
um gengi ólíkra ávöxtunarleiða á
sínum vettvangi. Samkvæmt þeim
nemur 12 mánaða nafnávöxtun
„Ævisafns I“ 19,9%, miðað við 23.
desember sl. og jafngildir það raun-
ávöxtun upp á 14,5%. Aðrar fjár-
festingarleiðir sjóðanna skila minni
ávöxtun en í langflestum tilvikum
er hún langt yfir fyrrnefndri nú-
virðingarprósentu.
Innlend hlutabréf
hækkað mest
„Það sem skýrir stöðuna í ár er
jákvæð þróun á flestum eignaflokk-
um, innlend hlutabréf hafa hækkað
mest en erlendir hlutabréfamark-
aðir hafa einnig verið hagstæðir,“
segir Gunnar Baldvinsson, fram-
kvæmdastjóri Almenna lífeyris-
sjóðsins.
Arnaldur Loftsson tekur í sama
streng og bendir á að heimsvísitala
hlutabréfa (MSCI World Index)
hafi hækkað um 23,1%, mælt í ís-
lenskum krónum, frá 23. desember
í fyrra til sama dags í ár. „Fjárfest-
ingarleiðirnar Frjálsi Áhætta og
Frjálsi I, sem er langstærsta og
fjölmennasta leið sjóðsins, eru þær
leiðir sem eru með mest vægi hluta-
bréfa og skiluðu því hæstu ávöxtun
á árinu,“ bætir hann við.
Arnaldur bendir á að stýrivextir
hafi náð lágmarki í lok síðasta árs
og að hækkunarferli sé nú hafið.
„Ljóst er að markaðsaðilar vænta
þess að vextir haldi áfram að
hækka næstu misseri.“
Gunnar bendir á að með hækk-
andi vaxtastigi megi gera ráð fyrir
lægri ávöxtun á eignamörkuðum.
Vextir haldist áfram lágir
„Vextir eru sögulega lágir núna
og það er margt sem bendir til þess
að þeir verði það áfram til skamms
tíma þrátt fyrir að aukin verðbólga
geti leitt til einhverrar hækkunar,“
segir Gunnar. Spurður út í hvort
við séum að horfa upp á bóluástand
í hagkerfum heimsins nú segir
hann að það þurfi ekki að vera.
„Eignaverð tekur mið af lágum
vöxtum víðast hvar. Ef horft er á V/
H-hlutfall hlutabréfa (e. price-earn-
ings ratio) þá er það tiltölulega
hátt. En ef við berum hlutfallið
saman við þróun á áhættulausum
vöxtum þá er hlutfallið ekki úr takti
við þróun á markaðsvöxtum,“ segir
Gunnar. „En ef og þegar vextir
hækka aftur þá má færa rök fyrir
því að eignaverð sé hátt.“
Kærkomin búbót
Gunnar segir að heilt yfir virðist
lífeyrissjóðum landsins hafa vegnað
vel á yfirstandandi ári. Það sé mjög
af hinu góða, ekki síst í ljósi þess að
nú í desember hafi fjármálaráðu-
neytið fallist á tillögur trygginga-
stærðfræðinga sem taki tillit til
breyttra forsendna við gerð líf-
taflna.
„Nú verður við mat á lífslíkum
haldið áfram að reikna með því að
meðalævi fólks muni lengjast
áfram. Sjóðirnir reikna stöðu sína
út frá því að þeir greiði lífeyri til
æviloka og þessi breytta nálgun
eykur skuldbindingu þeirra um
u.þ.b. 10%.“
Bendir Gunnar á að þessar
breytingar taki gildi nú um áramót-
in en að sjóðirnir fái tvö ár til þess
að laga sig að breyttum forsendum.
„Sjóðirnir standa þokkalega eftir
góða ávöxtun á síðustu árum.“
Hann bendir hins vegar á að
sumir sjóðir hafi nú þegar þurft að
takast á við áskoranir tengdar
lengri lífslíkum. Það eigi t.d. við um
Almenna.
„Við höfum tekið á okkur auka
10% skuldbindingu á síðustu þrem-
ur árum vegna þess að mat á lífs-
lengd okkar sjóðfélaga er að þeir
lifi lengur en meðaltal landsmanna.
Það er í takti við upplýsingar sem
við sjáum um meðalævilengd, t.d.
hjá Hagstofunni. Menntunarstig
sjóðfélaga okkar er tiltölulega hátt
og lífslíkur langskólagengins fólks
eru samkvæmt þessum gögnum
meiri en þeirra sem notið hafa
minni menntunar. Þetta er í takti
við reynslu annarra þjóða á Vestur-
löndum.“
Nafnávöxtunin yfir 20% í einu tilviki
- Hlutabréf víða um heim hafa hækkað um tugi prósenta á árinu - Lífeyrissjóðir fá tvö ár til að laga sig
að nýjum forsendum varðandi lengri lífaldur - Nafnávöxtun óverðtryggðra ríkisskuldabréfa neikvæð
Ávöxtun fjárfestingarleiða frá 23. des. 2020 til 23. des. 2021
Frjálsi Nafnávöxtun Raunávöxtun
Frjálsi Áhætta 21,9% 16,4%
Frjálsi 1 18,1% 12,7%
Frjálsi 2 12,3% 7,2%
Frjálsi 3 7,3% 2,4%
Samtryggingarsjóður 14,4% 9,2%
Almenni Nafnávöxtun Raunávöxtun
Ævisafn I 19,9% 14,5%
Ævisafn II 16,0% 10,7%
Ævisafn III 9,8% 4,8%
Ríkissafn – stutt 0,2% -4,4%
Ríkissafn – langt 5,9% 1,1%
Samtryggingarsjóður 14,8% 9,6%
Arnaldur
Loftsson
Gunnar
Baldvinsson
Álagið hefur aldrei verið meira á
veirufræðideild Landspítalans en nú
þegar um 800 kórónuveirusmit
greinast á dag. Greiningargeta
deildarinnar er 5.000 sýni á dag en
þangað berast um 8.000 sýni á dag.
Þetta gerir það að verkum að svör
um jákvætt eða neikvætt PCR-próf
berast seinna en vant er.
„Við vorum rétt síðasta klukku-
tímann að svara sýnunum sem komu
(á þriðjudag). Það telst nokkuð gott
á alþjóðlegan mælikvarða en auðvit-
að viljum við svara þessu fyrr,“ sagði
Karl G. Kristjánsson, yfirlæknir á
veirufræðideild Landspítalans, við
mbl.is í gær.
Alls greindust 744 með kórónu-
veiruna innanlands á þriðjudag, þar
af voru 298 í sóttkví við greiningu, og
81 á landamærunum. 5.534 voru í
gær í einangrun vegna Covid-19 og
7.710 í sóttkví. 21 lá á Landspítala
vegna sjúkdómsins, þar af sex á
gjörgæslu.
Már Kristjánsson, yfirlæknir á
smitsjúkdómadeild Landspítala,
sagði við mbl.is í gær að spár gerðu
ráð fyrir að um 750 smit greinist á
dag fram í miðjan mars og að gera
mætti ráð fyrir að um 80 þúsund
smit hafi greinst um mánaðamótin
febrúar-mars. Til þessa hafa 26.030
greinst með kórónuveirusmit.
Byggja upp gott ónæmi
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir sagði á upplýsingafundi al-
mannavarna í gær að Íslendingar
væru að byggja upp gott ónæmi
gegn veirunni sem myndi vonandi
koma þjóðinni úr þessari bylgju og
hugsanlega faraldinum án alvarlegra
heilsufarslegra afleiðinga. Fljótlega
kunni að verða hægt að slaka á sótt-
varnaaðgerðum ef það verði áfram
raunin að Ómíkron-afbrigði veirunn-
ar valdi vægari einkennum en önnur
afbrigði.
Þórólfur sagðist þó ekki telja
tímabært að stytta tíma einkenna-
lausra smitaðra í einangrun um
helming líkt og sóttvarnastofnun
Bandaríkjanna hefur ákveðið. Hann
vildi bíða eftir frekari upplýsingum
og mati frá sóttvarnastofnun Evr-
ópusambandsins.
Mikið álag á veiru-
fræðideild Landspítala
- Spár gera ráð fyrir um 750 smitum á dag fram í mars
Ljósmynd/Lögreglan
Upplýsingafundur Þau Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alda Möller
héldu upplýsingafund um stöðu kórónuveirufaraldursins í gær.