Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Qupperneq 19

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Qupperneq 19
Unga fólkið verður ab fá að starfa á sínum eigin forsendum -segja Árni og Kolbrún, leiðbeinendur í BUSLi. Ungt fólk í Sjálfsbjörg hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir að vera ekki nógu sýnilegt innan samtakanna og fyrir að taka ekki nógu mikinn þátt í starfinu sjálfu sem og baráttunni. Gagnrýnin hefur helst komið frá þeim sem eldri eru og horfa til baka til þess tíma þegar Sjálfs- björg var stofnuð, en þá einkenndist félagsandinn af mikl- um baráttuvilja og fórnfýsi í garð samtakanna. Unga fólkið er sakað um að vilja fá allt upp í hendurnar án þess að legg- ja neitt af mörkum og að vilja helst skemmta sér og hafa það gott. Blaðamaður Klifurs leitaði til Árna Salomonssonar og Kolbrúnar Daggar Kristjánsdóttur, sem bæði star- fa sem leiðbeinendur hjá BUSLi, æskulýðsstarfi Sjálfsbjargar, og bað um þeirra álit á þessari gagnrýni á unga fólkið. Árni: „Það er margt gott að gerast meðal unga fólksins, en það er eins og fólk geri sér ekki grein fyrir því. Markmiðið með BUSLi, sem ætlað er krökkum á aldrinum 13-18 ára, og Ný-ung, sem ætlað er 18 ára og eldri, er m.a. að ná til ungs fatlaðs fólks, að efla félagslega færni þess og sjálfstæði og að gefa því tæki- færi til að hitta jafnaldra sína sem eru í svipaðri stöðu. Varðandi það að unga fólkið vilji bara skemmta sér þá finnst mér það bara allt í lagi. Það er ekki hægt að ætlast til þess að ungt fólk stökkvi beint inn í þennan funda- nefnda- og lagafrum- skóg sem hér er, að það kunni allt og geti allt og sé tilbúið til að hella sér út í baráttuna, eins og ekkert sé. Mér finnst að það eigi að fá svigrúm til þess að fóta sig í félaginu fyrst og starfa á sínum eigin forsendum og brenna sig innan síns aldurshóps. Þegar ég sjálfur gerðist félagi í Sjálfsbjörg, um tvítugt, þá hafði ég engan áhuga á baráttunni og mér fannst að eldra fólkið gæti bara séð um hana. Ég vildi helst halda partý sem oftast og skemmta mér sem mest. En núna þegar ég er orðinn 33 ára gamall hefur hugsunarháttur minn breyst og ég sé þörfina fyrir því að berjast. Ég er orðinn eldheit- ur baráttumaður og langar helst að hlekkja mig við hvað sem er til að mótmæla öllu því sem þarf að mót- mæla. Ungt fólk er kannski ekki búið að fá tilfinningu fyrir því að þurfa að berjast, býr jafnvel enn í foreldrahúsum og er undir ákveðn- um verndarvæng og þess vegna finnst mér ekki hægt að ætlast til þess að það verði allt í einu eldheit- ir baráttujaxlar.“ 19

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.