Bændablaðið - 26.08.2021, Qupperneq 1
16. tölublað 2021 ▯ Fimmtudagur 26. ágúst ▯ Blað nr. 593 ▯ 27. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is
Um milljón fjár væntanlegt af fjalli í haust
– Ásett fé hefur ekki verið færra í 160 ár og enn er búist við fækkun – um 60% fjár úr haustsmölun fer til slátrunar
Sauðfjárbændur búa sig nú undir
smölun, en fyrstu leitir og réttir
haustsins verða þann 28. ágúst í
Brunnavallarétt og Kálfafellsrétt í
Suðursveit. Fyrstu stóðréttir verða
svo í Miðfjarðarrétt 4. september.
(Sjá réttalista á bls. 32–34). Búast
má við að með fullorðnu fé og
lömbum, sem borin voru á síðast
liðnu vori, komi yfir milljón fjár
af fjöllum í haust. Af þessum hóp
fer líklega um eða yfir 60% til
slátrunar.
Samkvæmt opinberum tölum
hefur sauðfé ekki verið færra á
Íslandi í 160 ár, eða síðan 1861 þegar
talsverð fækkun varð vegna fjárkláða
og stofninn fór niður í 327.000. Um
síðustu áramót var sauðfé á gjöf
samtals 401.420 samkvæmt nýjustu
tölum úr mælaborði landbúnaðarins.
Sauðfé var 415.847 á árinu 2019
og nam fækkunin á síðasta ári því
um 15.123 fjár á milli ára, eða um
3,63%.
Meiri frjósemi nú
en fyrir 160 árum
Unnsteinn Snorri Snorrason, sauðfjár
bóndi á SyðriFossum í Borgarfirði
og ábyrgða maður sauðfjárræktar hjá
Bænda sam tökum Íslands, bendir á
að hafa beri í huga að með bættum
búskaparháttum og betri ræktun er
frjósemi fjár í dag mun meiri en var
fyrir 160 árum. Algengara er því að
ær verði tvílembdar eða þrílembdar
en áður þekktist og afurðir hafa því
aukist töluvert eftir hverja kind.
Samdráttur í ásetningu þýðir
heildarfækkun fjár á afrétti
Samdráttur í ásetningu fjár að hausti
veldur því samt að heildarfjöldi
fjár á á fjalli hefur verið að dragast
saman þrátt fyrir aukna frjósemi.
Þá hefur gróðri verið að fara mjög
fram á landinu samfara hlýnun og
stóraukinni uppgræðslu þannig að
verulega ætti því að hafa dregið úr
beitarálagi á afréttum.
Meðalþyngd hefur aukist
Meðalþyngd dilka hefur stöðugt verið
að aukast. Sem dæmi var fallþungi á
hverju lambi að meðaltali 16,31 kg
árið 2014, en var komin í 16,89 kg
árið 2020, sem er eitt af bestu árum
hvað varðar fallþunga. Líklegt er
að fallþungi verði nokkuð minni í
haust sem mun þá draga eitthvað
úr framleiðslu. Ef meðalfallþungi
breytist um 100 g þá þýðir það um 50
tonna breytingu á heildar framleiðslu
á dilkakjöti.
Þrátt fyrri ágætan árangur í
ræktunarstarfinu hafa sauðfjár
bændur átt undir högg að sækja
og hafa gagnrýnt lágt afurðaverð
á undanförnum árum. Líkur benda
því til að sauðfé muni áfram fækka
á næstu árum.
Samdráttur í framleiðslu
kindakjöts
Kindakjötsframleiðslan hefur verið
að dragast saman og nam framleiðslan
9.476.691 kg á síðasta ári og hafði
þá dregist saman um 4,3% milli ára.
Þarna er bæði um að ræða framleiðslu
á dilkakjöti og af fullorðnu fé. Er
því spáð að framleiðslan í haust
verði heldur minni en á síðasta ári
ef ekki kemur til frekari fækkunar
fjárstofnsins í landinu. Sömuleiðis er
reiknað með einhverjum samdrætti í
sölu á innanlandsmarkaði.
Vægi kindakjöts dregst saman
á innanlandsmarkaði
Kindakjöt er ekki lengur helsta
kjötfæða Íslendinga þar sem
alifuglakjöt er orðið mun vin sælla.
Þannig voru seld frá afurðastöðvum
á síðasta ári rúm 6.204 tonn af
kindakjöti sem var 12,6% samdráttur
frá árinu 2019. Hins vegar voru seld
tæp 9.039 tonn af alifuglakjöti sem
var þó 7,7% samdráttur á milli ára.
Salan á kindakjötinu var því ekki
nema um 65% af framleiðslunni og
var salan á þessari kjöttegund 2.834
tonnum minni en af alifuglakjöti.
Það þýðir að kinda kjötssalan nam
tæplega 69% af alifuglakjötssölunni.
Að einhverju leyti stafaði neyslu
samdrátturinn 2020 af fækkun
ferðamanna vegna Covid19.
Útflutningur hefur dregist saman
Sveiflum í framleiðslu hefur gjarn an
verið mætt með útflutningi. Hann
nam mest um 4.000 tonnum
árið 2017 samkvæmt hagtölum
sauðfjárræktarinnar, en hefur
síðan dregist verulega saman. Á
síðasta ári nam hann um 2.300
tonnum. Í lok maí 2021 var hann
orðinn um 1.165 kg og hlutfallslega
mest var selt til Noregs, eða 39%.
Meðalverðið á útfluttu kindakjöti
(fob) janúar–maí 2021 var um 800
krónur á kílóið, en það var innan
við 700 krónur á síðasta ári.
Mest hefur salan verið í bitum
sem seljast illa hérlendis eins og
frampörtum. /HKr.
Blái herinn hefur á undanförnum árum farið eins og hvítur stormsveipur um fjörur landsins undir dyggri stjórn Tómasar Knútssonar. Nýverið fór hann ásamt vöskum hópi 22 sjálfboðaliða
sem tóku sig til við að hreinsa strandlengjuna í Langanesbyggð. Afrakstur þessa mikilvæga hreinsunarstarfs skilaði um fjórum tonnum af rusli af ýmsum toga. Töluvert bar á veiðarfærum og
plasti eins og brúsum, flöskum og forhlöðum, en inn á milli mátti finna fatnað ásamt glundri í glerflöskum. Hér eru liðsmenn Bláa hersins með hluta af trolli sem farið hefur í hafið af einhverju
aflaskipinu. Þó svo að 4 tonn liggi í valnum eftir hreinsunina er enn ógrynni eftir af drasli í fjörum við Langanes að sögn Tómasar. – Sjá nánar á bls. 10. Mynd /Tómas Knútsson
Unnsteinn Snorri Snorrason.
Sauðfé hefur töluvert fækkað á liðnum árum og búist er við að enn fækki í
ásetningu fjár í haust. Mynd / Úr safni
Sala á íslenskum blómum
hefur aukist mjög í
farsóttarástandinu
Aukin verðmætasköpun í
sauðfjárrækt til skoðunar
28–29
Segist vera sveitatútta
en er fædd í borginni
14 30–31