Bændablaðið - 26.08.2021, Qupperneq 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021
FRÉTTIR
Stjórn 860+ ljósmyndaklúbbsins, sem sá meðal annars um að koma sýningunni upp, en hún var opnuð formlega
16. júní af Lilju Einarsdóttur, sveitarstjóra Rangárþings eystra. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Baldur Ólafsson,
Anna Björk Magnúsdóttir, Þorsteinn Valsson, Sveinbjörn Jónsson, Björn Á. Guðlaugsson og Snorri Sævarsson.
Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ljósmyndaklúbburinn 860+ í Rangárþingi:
Með útiljósmyndasýningu í allt sumar
Ljósmyndaklúbburinn 860+
í Rangárþingi hefur opnað
glæsilega útiljósmyndasýningu
á miðbæjartúninu á Hvolsvelli
ellefta árið í röð.
Það eru áhugaljósmyndarar
úr sveitarfélaginu og nálægum
sveitum sem standa að sýningunni
og setur sýningin mikinn svip á
Hvolsvöll. Myndirnar tengjast
allar sveitarfélaginu, fólkinu og
náttúrunni á einhvern hátt og gefur
gestum oft nýja sýn á svæðið og
vekur áhuga.
„Sýningarnar okkar hafa alltaf
vakið athygli heimamanna og
ferðamanna enda frábært að geta
farið um miðbæinn og skoðað
sýningu á nóttu eða degi, hún
er jú opinn allan sólarhringinn.
Sýningin í sumar er mjög glæsileg
með fjölbreyttum myndum úr
Rangárvallasýslu þó ég segi sjálfur
frá. Ég hvet fólk til að koma og
skoða sýninguna, það verður
enginn svikin af því,“ segir Baldur
Ólafsson, einn af forsvarsmönnum
sýningarinnar.
/MHH
Myndirnar eru teknar víða um land af áhugaljósmyndurum í klúbbnum.
Stefnt er að því að byggja við núverandi húsnæði Pharmarctica á Grenivík
næsta vor.
Hlutafjáraukning hjá Pharmarctica á Grenivík:
Fyrirhugað að stækka
framleiðsluhúsnæðið
Unnið hefur verið að því
undanfarið að auka hlutafé í
félag inu Pharmarctica á Greni vík
í Grýtubakkahreppi. Ráðist var í
hlutafjáraukningu til að unnt væri
að stækka framleiðslu að stöðu
félagsins. Tveir nýir hluthafar
bættust í hluthafahóp Phar
marctica við þessar breyting ar,
Kjálkanes ehf. og Fjárfestingar
félagið Fjörður ehf. Verkefninu er
að ljúka um þessar mundir
Unnið verður við að fullhanna
nýja húsnæðið á komandi vetri
og eru vonir bundnar við að hægt
verði að hefjast handa við byggingu
þess næsta vor. Stefnt er að því að
húsnæðið verði um 710 fermetrar að
grunnfleti og 910 fermetra gólfflötur.
Pharmarctica hefur nú til umráða um
560 fermetra húsnæði. Starfsmenn
eru 13 talsins.
Aðstaða batnar til muna
Sigurbjörn Þór Jakobsson fram
kvæmdastjóri segir að viðbótar
húsnæðið verði gríðarleg bót á
aðstöðu félagsins. Ekki sé nokkur
vafi á því að Pharmarctica muni
halda áfram að eflast bæði sem
lyfja og snyrtivöruframleiðandi
og verði góður kostur fyrir
vörumerkjaeigendur þegar litið
sé til umhverfis og gæðamála.
Pharmarctica sérhæfir sig í
framleiðslu á snyrtivörum, fæðu
bótarefnum, hár og líkams
sáp um, smyrslum, mixtúrum og
sótthreinsandi lausnum, en fram
leiðslan er í verktakavinnu bæði fyrir
einstaklinga og fyrirtæki.
Pharmarctica, sem var stofnað
árið 2002, hefur byggt upp mikla
þekkingu á sínu sviði og er eina
fyrirtækið á landinu sem býður upp
á heildarþjónustu í þessum geira.
Fyrirtækið býr yfir mannauði og
tækjabúnaði sem gerir því kleift
að þjónusta mjög breitt svið
fyrirtækja, stofnana og einstaklinga.
Pharmarctica er vottað GMP (e. good
manufacturing practice) og hefur
einnig leyfi til framleiðslu á lífrænum
snyrtivörum. /MÞÞ
Sigurbjörn Þór Jakobsson fram
kvæmda stjóri Pharmarctica.
Frá undirritun samningsins, frá vinstri eru Atli Gunnar Arnórsson frá Stoð,
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri, Ásmundur Pálmason frá Steypustöð
Skagafjarðar, Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs,
og Ingvar Páll Ingvarsson tæknifræðingur.
Framkvæmdir við nýja götu á Sauðárkróki:
Nýjar lóðir við Nestún auglýstar í haust
Sveitarfélagið Skagafjörður
hefur samið við Steypustöð
Skagafjarðar að undangengnu
útboði um framkvæmdir við nýja
götu á Sauðárkróki sem mun bera
nafnið Nestún.
Framkvæmdirnar snúa að gatna
gerð og fráveitu við Nestún og munu
framkvæmdir hefjast á næstu dögum.
Verklok eru í byrjun október og er
áætlað að lóðir við Nestún verði aug
lýstar með haustinu.
Í Nestúni er gert ráð fyrir alls
14 nýjum byggingalóðum fyrir
einbýlishús. Staðsetning götunnar
er ofan við Laugatún og liggur
samsíða henni, með aðkomu af
Túngötu. Gert er ráð fyrir 7 lóðum
hvort sínum megin. Austan götu er
gert ráð fyrir tveggja hæða húsum,
en einnar hæðar húsum vestan
götu. Þetta kemur fram á vefsíðu
Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
/MÞÞ
Uppskeruhorfur víðast hvar góðar í útiræktun:
Sala á íslenskum blómum hefur
aukist mjög í farsóttarástandinu
Uppkeruhorfur í útiræktun græn
metis eru almennt góðar. Kalt
síðasta vor setur þó strik í reikn
inginn þar sem ýmsum tegundum
seinkar talsvert hvað uppskeru
varðar.
Axel Sæland, blómaræktandi
á Espiflöt og formaður Sambands
garðyrkjubænda, segist hafa heyrt í
allnokkrum bændum og það sé sam
hljómur hjá þeim um að það stefni í
ágætis uppskeru. Hann segir að far
sóttarástandið í samfélaginu virð
ist hafa breytt nokkuð landslaginu
í ýmsum greinum garðyrkjunnar;
meira sé selt af innlendum tegundum
og ekki síst af afskornum blómum
þar sem verið hefur mikil söluaukn
ing. „Við seljum til dæmis allt sem
við framleiðum og við erum nýbúin
að stækka garðyrkjustöðina okkar
um 20 prósent í afkastagetu,“ segir
Axel.
Aukning líka í sumarblómum
og garðplöntum
„Ég hef líka heyrt hjá öðrum garð
yrkjustöðvum sem eru í blóma
framleiðslu að síðustu tvö ár hafi
salan rokið upp; til dæmis hjá
þeim sem eru í sumarblóma og
garðplöntuframleiðslu. Umræðan í
samfélaginu hefur verið íslenskum
garðyrkjubændum hagstæð á
þessum tímum, þar sem það hefur
verið hvatt til þess að innlendar
vörur séu frekar keyptar, þar sem
þær hafi mun minna kolefnisspor og
mikilvægt sé að styðja við innlenda
matvælaframleiðslu.
Við finnum það líka greinilega
að það er góð stemning fyrir
íslenska grænmetinu, tala nú ekki
um á þessum árstíma þar sem allar
þessar fersku vörur úr útiræktuninni
eru að koma inn á markað. Allt
sem framleitt er af blómkáli og
spergilkáli á Íslandi er selt um leið
og það er uppskorið. Það vantar
í raun mannskap víða til að anna
eftirspurninni eftir nýrri uppskeru.
Það var mjög kalt víðs vegar í
vor, þannig að útiræktað grænmeti er
nokkrum vikjum á eftir hvað varðar
uppskerutíma í venjulegu árferði.
Seinni partinn í júlí og allan ágúst
hefur hins vegar verið mjög hlýtt
og plönturnar hafa tekið mjög vel
við sér.
Ég heyri það á kartöflubændum
að þeir eru aðeins uggandi yfir
því hversu seint þeir gátu komið
útsæðinu út – því ef það kemur
næturfrost núna í haustbyrjun falla
grösin og kartöflurnar hætta að
vaxa. Það er hins vegar gott útlit
með gulræturnar og rófurnar, þeirra
aðaluppskerutími er í september og
jafnvel fram í október.“
Nýliðunarvandi í garðyrkjunni
Spurður út í stöðu og horfur
varðandi íslenska garðyrkjufram
leiðslu, segir Axel að eins og í
öðrum greinum landbúnaðarins
þá glími garðyrkjan við ákveðinn
nýliðunarvanda.
„Það hafa ekki orðið kynslóða
skipti á þessum garðyrkjustöðvum
og þær hafa verið að leggjast af
frekar en að nýjar kynslóðir
komi inn. Það er mjög erfitt fyrir
nýja aðila að koma inn; bæði
vegna skorts á þekkingu og svo
geta fjárfestingar í tækjum verið
þungar.
Það eru reyndar komnir hærri
styrkir inn í landgreiðsluhlutann,
sumsé fyrir hvern ræktaðan
hektara, sem er kærkomin viðbót
fyrir okkar framleiðendur. En það
virðist þurfa meira til að fá fleiri
inn í greinina. Það er ljóst að það er
mikið svigrúm á markaði fyrir fleiri
íslenska garðyrkjuframleiðendur –
bæði í úti og ylrækt,“segir Axel.
Hann hvetur bændur í öðrum
búgreinum til að gefa því gaum
að blanda garðyrkjunni inn í þeirra
búrekstur. /smh
Axel Sæland, blómaræktandi á Espiflöt og formaður Sambands garðyrkju
bænda. Mynd / smh