Bændablaðið - 26.08.2021, Síða 20

Bændablaðið - 26.08.2021, Síða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 20 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Samkvæmt tölum Global Carbon fyrir árið 2019 er kolefnislosun einstakra landa í heiminum vegna notkunar jarðefnaeldsneytis ákaflega misjöfn og er Kína þar langstærst, 10,2 milljarða tonna af CO2. Næst koma Bandaríkin sem eru rétt hálfdrættingar með um 5,3 milljarða tonna. Losun um allan heim dróst síðan nokkuð saman á árinu 2020 í Covid- 19 faraldrinum, eða um 7%, en hlut- fallslega mest í Bandaríkjunum, eða um 12,1%. Samdráttur í losun stórveldanna á koltvísýringi skiptir öllu máli fyrir heildarlosun heimsbyggðarinnar. Án samdráttar í öflugustu iðnríkjunum skiptir brölt smærri ríkja harla litlu máli. Þar eru 15 öflugustu iðnríkin að losa ríflega 72% af heildarlosun koltvísýrings út í andrúmsloftið í heiminum. Þetta er mjög heitt pólitískt átaka mál þar sem samdráttur í notkun jarðefnaeldsneytis hefur gríðarleg áhrif á hagvaxtarþróun stórþjóðanna. Í það minnsta þar til ný tækni hefur leyst notkun jarð- efnaneldsneytis af hólmi. Þá er líka ljóst að mesta losun- in stafar af framleiðslu á raforku þar sem eftirspurnin hefur verið að stóraukast, m.a. með orkuskiptum í öllum greinum og aukinni notk- un rafbíla. Virðist stóra spurningin því snúast um hvernig menn ætli að draga úr kolefnislosun vegna aukinnar raforkuframleiðslu auk þess sem stóraukin áhersla hefur verið lögð á framleiðslu á vetni sem orkumiðils, en það er líka framleitt með raforku. Sólar- og vindorka dugar þar ekki til eins og t.d. hefur verið upplýst varðandi Þýskaland. Vandséð er að þetta verði leyst í bráð nema með stóraukinni raf- orkuframleiðslu með kjarnorku sem umhverfissinnuð stjórnmálaöfl hafa barist mjög á móti. Þar breyta upp- hrópanir og heimsendaspár harla litlu. Íslendingar eru peð í heildarsamhenginu og númer 143 á lista yfir losun þjóða á CO2 Kínverjar eru að losa ríflega þrjú þúsund sinnum meira af koltvísýr- ingi út í andrúmsloftið en Ísland vegna brennslu á jarðefnaeldsneyti sam kvæmt tölum GC. Losun Íslands er því um 0,031% af losun Kína. Ef tekið er mið af losun Þýskalands, sem er öflugasti losandinn í Evrópu, þá losar það nær 213 sinnum meira af koltvísýringi en Ísland. Enda er Ísland númer 143 á lista yfir losun CO2 af 221 landi samkvæmt Global Carbon. Heildarlosun þjóða heims vegna brennslu jarðefnaeldsneytis var á árinu 2019 samkvæmt tölum GC rúmlega 36,4 milljarðar tonna að meðtaldri losun frá flugi og skipum. Þessi tala lækkaði í 34,1 milljarð tonna árið 2020. Af heildarlosuninni voru 15 þjóðir með 26,1 milljarðs tonns, eða 72,2% af heildarlosun heims byggðarinnar á árinu 2019. Af þessum fimmtán voru Kína, Banda ríkin og Indland langstærst með samtals 17,6 milljarða tonna. Eftir samdrátt í losun á síðasta ári og fyrrihluta árs 2021, er losun CO2 nú tekin að stíga á ný. Sérkennileg umræða Í umhverfisumræðunni á Íslandi er oft fullyrt að Íslendingar séu einhverjir mestu umhverfissóðar í heimi og alverstir Evrópuþjóða. Þar þykir sæma að deila bæði stað- festum og óstaðfestum losunar- tölum af öllu tagi hér á landi og deila þeim á íbúafjölda þessarar örþjóðar. Inni í því dæmi taka menn gjarnan óstaðfestar tölur án vísindalegra mælinga um losun úr framræstu landi. Einnig er nefnd stóriðja, sem er samt ekki inni í dæminu varðandi Parísarsamkomulagið margfræga. Þannig fá menn út að Íslendingar mengi t.d. mun meira en stóriðnað- arríkið Þýskaland. Aflátsbréfin spila stóra rullu fyrir Ísland en eru samt utan sviga Samkvæmt tölum Orkustofn unar voru Íslendingar vegna sölu afláts- bréfa íslenskra raforku fyrirtækja (upprunavottorða) að losa 7,2 milljónir tonna vegna raforkufram- leiðslu á síðasta ári. Það er fyrir utan alla aðra „raunverulega“ koltvísýringslosun í landinu vegna bruna á jarðefnaeldsneyti. Þessi losun, sem við tökum á okkur á pappírunum til að þóknast við- skiptamódeli kolefnishagkerfisins, þýðir þá líka að við séum að taka á okkur ábyrgð á hluta af losun Þjóðverja og annarra Evrópuríkja. Reikningskúnstir af þess um toga sýna glöggt í hverslags ógöngur kolefnisumræðan á Íslandi er komin. Í tölum Global Carbon er breytilegs mannfjölda hvers lands vissulega getið, en þar á bæ dettur ekki nokkrum lifandi manni í hug að deila losun viðkomandi landa niður á einstaka íbúa eins og íslenskum „loftslagssérfræðing- um“ þykir best henta sínum mál- stað. Nær væri að deila losuninni niður á flatarmál lands. Ísland með 0,47% hlutfall af losun Þjóðverja, en 1,49% ef aflátsbréfin eru talin með Í tölum GC kemur fram að kolefnis losun Íslands á árinu 2019 vegna brennslu jarðefnaeldsneytis hafi verið 3,3 milljónir tonna, en á sama tíma var Þýskaland að losa 702 milljónir tonna. Samkvæmt þessu var Ísland að losa 0,47% hlutfall af heildarlosun Þjóðverja vegna brennslu jarðefna eldsneytis. Ísland er um 103 þúsund ferkíló- metrar en Þýskland um 357 þús- und ferkílómetrar. Ef aflátsbréfin eru tekin inn í myndina hafa Íslendingar verið að losa um 10,5 milljónir tonna af CO2 árið 2019, eða 1,49% af heildarlosun Þjóð- verja vegna brennslu jarðefna- eldsneytis. ESB-ríkin þriðju stærstu losendur CO2 í heimi Evrópusambandsríkin 27 eru þriðju öflugustu losendur á CO2 í heiminum. Þannig voru þau að losa um 2,9 milljarða tonna af CO2 á árinu 2019, en sú losun lækkaði í 2,6 milljarða á árinu 2020, eða um 11,3%. Þá losaði Indland 2,6 milljarða tonna á árinu 2019 sem dróst saman í 2,4 milljarða tonna, eða um 9,1%. Eins og fyrr segir minnkaði losun CO2 í Bandaríkjunum úr 5,3 milljörðum tonna á árinu 2019 í 4,7 milljarða tonna, eða um 12,6%. Reyndar var líka um 2,6% sam- dráttur á kolefnislosun þar í landi á milli áranna 2018 og 2019. Þá var Kína að losa 10,2 millj- arða tonna á árinu 2019 sem var aukning frá fyrra ári um 2,2%. Á árinu 2020 dróst losunin í Kína saman um 1,7% og var þá 10 millj- arðar tonna. FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Ísland losar 0,47% af heildarlosun Þjóðverja af CO2 vegna brennslu á jarðefnaeldsneyti samkvæmt tölum Global Carbon: Kína er öflugast og losar um þrjú þúsund sinnum meira en Ísland – Fimmtán þjóðir með 72,2% af heildarlosun heimsbyggðarinnar og Ísland er númer 143 af 221 þjóð á listanum Heimshlutar/Lönd 2019 2019 2020 2020 Kína 10,2 2.2% -1.7% 10.0 Bandaríkin (BNA) 5,3 -2.6% -12.2% 4,7 ESB 27 2,9 -4.5% -11.3% 2,6 Indland 2,6 1.0% -9.1% 2,4 Svíþjóð nr. 60 á lista af 221 landi 0,043 Noregur nr. 61 0,042 Finnland nr. 63 0,042 Danmörk nr. 77 0,032 Ísland nr. 143 0,0033 Færeyjar nr. 171 0,0007 Grænland nr. 180 0,0005 Öll lönd heims* Samtals: 36.4 0.1% -6.7% 34.1 Heimildir: Friedlingstein et al 2020; Global Carbon Budget 2020 * Innifalið í þessum tölum er losun á CO2 vegna alþjóðaflugs og skipasiglinga sem venjulega er ekki talið með í alþjóðatölum. Losun landa heims á koltvísýringi CO2 vegna brennslu jarðefnaeldsneytis Losun CO2 í milljörðum tonna á ári aukning/minnkun í prósentum aukning/minnkun í prósentum Losun CO2 í milljörðum tonna á ári Kol eru enn undirstaðan í raforkuframleiðslu heimsins – Vesturlandabúar firra sig ábyrgð með því að láta Kínverja framleiða fyrir sig iðnvarning eins og skip, strætisvagna og rafhlöður í bíla Brennsla kola til að knýja raf- orkuver er gríðarleg í heim inum og virðist lítið lát vera á þrátt fyrir fallegt hjal á alþjóða ráðstefnum sem helst virðist stefnt að því að koma inn sam visku biti hjá almenningi. Stórframleið endur raforku halda samt ótrauð ir áfram að nota kol. Á síðasta ári var kolefnisútblástur vegna raf- orkuframleiðslu í heim inum meiri en þegar Parísar sam komulagið var undirritað 2015. Á árinu 2020 var 61% af raf- orkuframleiðslu heimsins búin til með jarðefnaeldsneyti og þá aðal- lega kolum. Raforkueftirspurn dróst lítillega saman í heiminum á árinu 2020, eða um 0,1% samkvæmt tölum EMBER. Það var í fyrsta sinn síðan 2009 að samdráttur var mælanlegur í raforkunotkun. Það stóð þó ekki lengi Því í desember 2020 var eftirspurnin orðin meiri en í desember 2019. Á Indlandi hafði eftirspurnin þá aukist um 5%, um 2% í Evrópusambandsríkjunum, um 3% í Japan, um 2% í Suður-Kóreu, um 3% í Tyrklandi og um 2% í Bandaríkjunum (BNA). Aukin eftirspurn eftir raforku í Kína á árinu 2020 leiddi til 2% aukningar á framleiðslu raforku með kolum þar í landi. Þannig var raforkueftirspurnin í Kína um 33% meiri á árinu 2020 en á árinu 2015. Aukningin nam meiru en öll eft- irspurnin á Indlandi á árinu 2020. Kína ber nú ábyrgð á 53% af allri raforku sem framleidd er með kolum á heimsvísu, en það hlutfall var 44% árið 2015. Kínverjar taka á sig skömmina fyrir aðrar þjóðir Þessi raforkuframleiðsla með kolum í Kína er þó langt í frá til að þókn- ast eingöngu aukinni eftirspurn Kínverja sjálfra. Mjög drjúgan skerf af þessari auknu eftirspurn má rekja til iðnaðarframleiðslu fyrir aðra jarðarbúa. Þannig geta aðrar þjóðir sagst minnka sinn útblástur á CO2 með því að láta Kínverja fram- leiða fyrir sig hluti eins og sólorku- spegla, bílarafhlöður, rafmagnbíla, vind myllur, farsíma, sjónvörp og margvísleg önnur raftæki. Einnig skip, strætisvagna og flugvélar. Svo benda kaupendur þessara tækja víða um heim, þar á meðal á Íslandi, yf- irlætisfullir á Kínverja sem stærsta sökudólginn í kolefnislosun. Sautján ríki með yfir 2000 kolaorkuver Á yfirstandandi ári eru 1.082 kola- orkuver í rekstri í Kína samkvæmt nýjustu tölum Statista yfir orku og umhverfi og kolaorku í 17 löndum. Þá eru 281 kolaorkuver á Indlandi og 252 í Bandaríkjunum. Síðan kemur Japan með 87 kolaorku- ver, Rússland með 85, Indónesía með 77, Þýskaland er í sjöunda sæti með 74 og Pólland í því átt- unda með 50. Þar á eftir kemur Tyrkland með 32 kolaorkuver, Tékkland með 29, Víetnam með 25 og Filippseyjar með 23. Suður- Kórea er svo með 22 kolaorkuver, Kasakstan er með 21, Úkraína er með 21, Taívan er með 20 og Ástralía er í sautjánda sæti með 19 kolaorkuver. Aukin raforkuframleiðsla með hreinni orku heldur ekki í við eftirspurn Þrátt fyrir mikla kolanotkun við raforkuframleiðslu eru farin að sjást teikn á lofti um einhvern viðsnúning, allavega í sumum ríkjum. Þannig dróst kolanotkun við raforkuframleiðslu saman um 4% á árinu 2020, eða um 346 Terawattstundir. Það stafar að vísu að einhverju leyti af sam- drætti í iðnaði. Jákvæði þáttur- inn er að raforkuframleiðsla á heimsvísu með sólar- og vind- orku jókst á sama tíma um 314 Terawattstundir, eða um meira en nemur heildarframleiðslu Breta á raforku. Þetta er samt langt frá samþykktum alþjóðlegum mark- miðum um orkuskipti. Kínverjum hefur verið legið á hálsi fyrir að losa mest allra þjóða af koltvísýringi vegna brennslu á jarðefnaeldsneyti. Í raun er drjúgur hluti þeirrar losunar til komin vegna framleiðslu á iðnvarningi fyrir aðrar þjóðir.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.