Bændablaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 21Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Vísindamenn við Háskólann í Leicester hafa uppgötvað byltingarkennda aðferð við endurvinnslu: Hljóðbylgjutækni nýtt við endurvinnslu á bílarafhlöðum – Svipuð tækni er notuð við tannlækningar og er sögð 100 sinnum fljótlegri og vistvænni en eldri endurvinnsluaðferðir Vísindamenn við Háskólann í Leicester hafa þróað nýja og snjalla aðferð til að endurvinna rafhlöður rafknúinna ökutækja með nýrri nálgun sem margir hafa kynnst í tannlæknastólnum. Það voru vísindamenn Faraday stofnunarinnar sem unnu að verk­ efni um endurvinnslu liþíumjónaraf­ hlöðu (ReLiB) undir forystu Andy Abbott, prófessors við Háskólann í Leicester, sem uppgötvuðu þessa nýju en samt þrautreyndu aðferð. Hún felur í sér að nýta hljóðbylgjur til að aðskilja dýrmæt efni frá rafskautum svo að hægt er að endurheimta efnið að fullu úr rafhlöð­ um að loknum líf­ tíma þeirra. Greint var frá þessu á vef­ síðu ScienceDaily 29. júní síðast­ liðinn. Núverandi endurvinnslu að ferðir við endur nýtingu litíumjónaða raf­ hlöðu væri að setja venjulega raf­ geyma í tætara eða í háhitaofn. Síðan er þörf á flóknu eðlis­ og efnafræði­ legu ferli til að ná úr þessu nothæf efni. Þessar endur vinnsluleiðir eru orkufrekar og óhagkvæmar. Sýnt hefur verið fram á að með nýju aðferð vísindamanna í Leicester háskóla er hægt að endur­ heimta um 80% af því liþíum sem var í upprunalegu rafhlöðunum og í hreinna ástandi en mögulegt er með eldri aðferðum. Vandinn snerist um að aðskilja dýrmæt efni Áskorun vísindamannanna snerist um hvernig ætti að aðskilja mikil­ væg efni, svo sem liþíum, nikkel, mangan og kóbalt úr notuðum raf­ hlöðum á fljótlegan, hagkvæman og umhverfisvænan hátt. Hafa þeir dottið niður á nýja aðferð sem aðlagar tækni sem þegar er í mik­ illi notkun í matvælaiðnaðinum og m.a. í tannlækningum. Það er „Ultrasonic delamination“ tækni sem sprengir í raun virku efnin sem sóst er eftir úr rafskautunum og skilur eftir ál eða kopar. Ferlið hefur reynst mjög árangursríkt við að fjarlægja grafít og liþíum nikkel, mangan og kóbalt oxíð úr rafhlöð­ unum sem almennt er þekkt sem NMC. Rannsóknirnar hafa verið birtar í Green Chemistry og rann­ sóknarteymið undir forystu prófess­ ors Abbott hefur sótt um einkaleyfi á tækninni. 100 sinnum fljótlegri og vist- vænni endurvinnsluaðferð „Þessi nýja aðferð er 100 sinnum fljótlegri og vistvænni en hefð­ bundin tækni til að endurvinna rafhlöður. Þá leiðir hún til meiri hreinleika endurheimtra efna. Það virkar í meginatriðum á sama hátt og afkölkunartæki tann­ læknis og brýtur niður límbönd milli húðarlagsins og undirlagsins. Það er líklegt að upphafleg notkun þessarar tækni muni færa endurunnið efni beint aftur í fram­ leiðslu línunnar fyrir rafhlöður. Þetta er raunverulegt skref sem gjörbreytir endurvinnsluferli raf­ geymanna,“ segir Andy Abbott. „Til að hámarka notagildi raf­ hlöðutækninnar og innleiðingu hennar í Bretland verðum við að horfa á allt ferlið, frá námuvinnslu mikilvægra efna til framleiðslu rafgeyma og endurvinnslu þeirra. Þannig verðum við að skapa hringrás í hagkerfi sem er bæði sjálfbær fyrir jörðina og arðbært fyrir iðnaðinn,“ segir Pam Thomas, prófessor og forstjóri Faraday stofnunarinnar. „Rannsóknarhópurinn er í frumviðræðum við nokkra rafhlöðu framleiðendur og endur­ vinnslufyrirtæki um að setja upp tæknibúnað á þeirra iðnaðar­ svæðum á yfirstandandi ári með það að markmiði að veita leyfi fyrir nýtingu tækninnar til lengri tíma. Rannsóknarteymið hefur prófað tæknina frekar á fjórum algengustu rafhlöðutegundunum og komist að því að hún skilar sömu afköstum í öllum tilvikum.“ /HKr. Ónýtar bílarafhlöður eru þegar farnar að skapa vandamál víða um heim þar sem mjög kostnaðarsamt, óvistvænt og orkufrekt er að endurvinna málm­ efnin í þeim. Vísindamenn við Leicester­háskóla gætu hafa dottið í lukkupottinn, ef tækni sem þeir hafa kynnt reynist hagkvæm við endurvinnslu málmefna úr bílarafhlöðum. Hljóðbylgjutækni sem notuð hefur verið til að hreinsa tannstein af tönnum fólks er talin geta nýst m.a. við endurvinnslu á liþíum Ion rafhlöðum. Skorri ehf • Bíldshöfði 12 • 110 Rvk • 577-1515 • Nýtt! vefverslun: www.skorri.is Finnsk gæði sem henta vel fyrir íslenskar aðstæður VETRARBÚNAÐUR HILLTIP Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík 551 5464 / wendel.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.