Bændablaðið - 26.08.2021, Side 34

Bændablaðið - 26.08.2021, Side 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 34 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Skrifað hefur verið undir verk- samning vegna byggingar brúa yfir Hverfisfljót og Núpsvötn og er hann á milli Vegagerðarinnar og ÞG Verks sem átti lægsta tilboð í verkið, 1.425 milljónir króna, nánast sama upphæð og áætlaður verktakakostnaður var. Ljúka á verkinu um miðjan nóvember á næsta ári. Brúin yfir Hverfisfljót verður 74 metra löng en einnig verður byggður nýr vegur til að tengja hana vegakerfinu. Þá verður byggður nýr áningarstaður við Hverfisfljót í stað núverandi áningarstaðar sem hverfur undir nýjan veg. Brúin yfir Núpsvötn verður 138 metra löng auk tengivega og þá verður nýr áningastaður einnig gerður við brúna. Einbreiðum brúm fækkar Báðar brýrnar leysa af hólmi einbreiðar brýr og mun því slíkum fækka um tvær á Hringveginum, sunnan Vatnajökuls, við þessa framkvæmd. Tilgangurinn með byggingunni er einmitt að fækka einbreiðum brúm og auka umferðaröryggi sem og að stuðla að greiðari samgöngum, en í báðum tilvikum mun umferðaröryggi aukast til muna að því er fram kemur á vefsíðu Vegagerðarinnar. ÞG Verk er einnig að smíða nýja brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi og kom fram hjá Þorvaldi Gissurarsyni, forstjóra ÞG Verks, að heilmikil samlegðaráhrif og hagræðing sé af því að vinna þessi verk saman. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir fagnaðarefni að fækka einbreiðum brúm á Hringvegi og víðar þar sem umferð er mikil. Áhersla væri hjá Vegagerðinni að fækka einbreiðum brúm á stærri köflum þannig að ekki væri ein og ein slík á stangli þegar kæmi að umferðarmiklum vegum. Við þessa framkvæmd og með brúnni á Sólheimasandi, sem var ein af þessum stöku brúm, mun einbreiðum brúm á Hringveginum fækka úr 32 í 29. Einbreiðum brúm hefur fækkað hratt síðustu ár þótt mikið átak sé enn eftir, sérstaklega á Suðausturlandi. /MÞÞ Vatnshæð í Þórisvatni hefur aldrei mælst lægri en í sumar og er staðan á vatninu áminning um mikilvægi þess að geta flutt raforku á milli landshluta hverju sinni. Á sama tíma og vatnshæð er óvenju lág í Þórisvatni er staða miðlunarlóna á Norður- og Austurlandi ágæt. Staðan veldur gríðarlegu álagi á byggðalínuna sem komin er að þolmörkum að því er fram kemur í frétt á vefsíðu Landsnets. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir þar að rekstur byggðalínunnar hafi verið þungur í sumar en orkuflutningar á milli landshluta þar sem lónstaðan er góð og þangað sem hún er verri hafi valdið því að flutningur hafi verið við öryggismörk í allt sumar. Við slíkar aðstæður megi lítið út af bregða til að raforkunotendur verði fyrir truflunum. Mikið álag eða fullnýting lína auki flutningstöp og leiði til verri nýtingar virkjana. Það hafi svo í för með sér lakari árangur í umhverfis- og loftslags- málum, auk þess sem kostnaður við orkukaup vegna flutninga aukist verulega. Nauðsynlegt að endurnýja 40 ára gamla byggðalínu Veðurlag á Suður- og Vesturlandi er gjarnan frábrugðið því sem er á Norður- og Austurlandi og birtist það greinilega nú í mismunandi stöðu miðlunarlóna í hverjum landshluta. „Sú staða sem nú er uppi sýnir hversu brýn uppbygging flutningakerfis raforku er, sérstak- lega tenging landshlutanna. Við hjá Landsneti höfum lengi bent á nauðsynlega endurnýjun byggða- línunnar, sem nú er yfir 40 ára gömul, þannig að við getum mætt betur áskorunum framtíðarinnar vegna loftslagsbreytinga og raf- væðingar,“ segir Guðmundur Ingi. Betri staða blasir við á Norðaustur- og Austurlandi Nú er unnið við tvo stóra áfanga uppfærslu nýrrar kynslóðar byggðalínunnar. Fyrst er að nefna tengingu á milli Kröfluvirkjunar og Fljótsdalsvirkjunar, um Hólasand, til Akureyrar. Þessar framkvæmdir ganga vel og þegar þeim lýkur verður staðan önnur og betri á Norðaustur- og Austurlandi, þar sem litlir möguleikar hafa verið á að auka raforkunotkun. Um leið verður raforkukerfið stöðugra og þolnara gagnvart áföllum. Tengja Blönduvirkjun inn á Eyjafjarðarsvæðið Seinni hluti uppfærslu byggða- línunnar er einnig hafinn, en þar er um að ræða tengingu Blönduvirkjunar við Eyjafjarðarsvæðið og línu frá Hvalfirði yfir Holtavörðuheiði að Blönduvirkjun. Vinna við mat á umhverfisáhrifum þessara framkvæmda er hafin ásamt umfangsmiklu samráðsferli vegna þeirra þar sem þátt taka hagaðilar, sveitarstjórnir, náttúru- verndarsamtök og landeigendur. Væntir Landsnet þess að vandaður undirbúningur leiði til betri sáttar um framkvæmdir líkt og var um þær stóru framkvæmdir sem í gangi eru nú. /MÞÞ LÍF&STARFSMÖLUN&RÉTTIR Nauðsynlegt er að endurnýja byggðalínu sem er yfir 40 ára gömul svo hægt sé að mæta betur áskorunum framtíðar vegna loftslagsbreytinga og rafvæðingar. Unnið er um þessar mundir við tvo stóra áfanga í uppfærslu nýrrar kynslóðar byggðalínu. Mynd / Landsnet Vatnshæð í Þórisvatni aldrei lægri en í sumar: Mikið álag á byggðalínu sem komin er að þolmörkum Nýjar brýr yfir Hverfisfljót og Núpsvötn: Leysa einbreiðar brýr af hólmi Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, og Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, skrifa undir verksamning vegna byggingar brúa yfir Hverfisfljót og Núpsvötn. Stóðréttir haustið 2021 Stóðréttir verða með öðrum brag en fyrri ár vegna kórónu veiru- faraldursins. Vegna smitvarna og fjölda- takmarkana eru allir hvattir til að kynna sér vinnulag á hverjum stað áður en haldið er til rétta. Sjá upplýsingar um fjárréttir á bls. 32-33. /TB Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. laugardaginn 25. sept. kl. 16.00 Árhólarétt (Unadalsrétt) við Hofsós, Skag. föstudaginn 24. sept. Deildardalsrétt í Deildardal, Skag. föstudaginn 24. sept. Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. Upplýsingar vantar. Fossárrétt á Skaga, A.-Hún. laugardaginn 18. sept. Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. sunnudaginn 19. sept. kl. 16.00 Kjalarlandsrétt, A.-Hún. laugardaginn 18. sept. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardaginn 25. sept. Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 2. okt. kl. 13.00 Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún. laugardaginn 4. sept. kl. 7.00 Selnesrétt á Skaga, Skag. laugardaginn 18. sept. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardaginn 18. sept. kl. 14.00 Skrapatungurétt í A.-Hún. sunnudaginn 19. sept. kl. 11.00 Staðarrétt í Skagafirði laugardaginn 18. sept. Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardaginn 2. okt. kl. 13.00 Unadalsrétt (Árhólarétt) við Hofsós, Skag. föstudaginn 24. sept. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. laugardaginn 25. sept. kl. 9.00 Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardaginn 2. okt. kl. 11.00 Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 2. okt. kl. 10.00 Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardaginn 25. sept. kl. 12.30

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.