Bændablaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021
41Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021
Þegar líður á sumar verður maður
alltaf þakklátari og þakklátari
fyrir hvern bjartan sumardag
sem okkur er gefinn. Þeir hafa
verið margir góðir í sumar,
líklega þó helst fyrir austan og
norðan þaðan sem sólbrúnar
og sælar myndir hafa flætt um
samfélagsmiðla.
Eftir heyskap breytist takturinn
og eftirvæntingin eftir göngum og
réttum tekur völdin. Síðasta haust
var réttarstemningin önnur, enda
hefur veiran lagst illa á hefðbundna
viðburði og samkomur frá því hún
heimsótti okkur fyrir einu og hálfu
ári síðan.
Við verðum að líta til framtíðar,
enda uppskeruhátíð lýðræðisins í
vændum þar sem kosið verður um
verk okkar sem störfum í stjórn
málum og þá ekki síður þá fram
tíðarsýn sem við höfum upp á að
bjóða. Ég lít stoltur yfir síðustu
ár á þau mál sem við í Framsókn
höfum látið verða að veruleika. Eins
og margir hafa orðið varir við þá
hefur aldrei verið jafnmikill kraftur
í uppbyggingu í samgöngum eins og
nú. Mikilvægt er að sá kraftur haldi
áfram á næstu árum því af nógu
er að taka, bæði í nýjum vegum,
höfnum og í viðhaldi á öllum svið
um. Ísland ljóstengt, ljós í fjós, er
verkefni sem klárast á þessu ári og
við tekur nýtt metnaðarfullt ver
kefni: Ísland fulltengt, átak í því
að ljúka við ljósleiðaravæðingu
þéttbýliskjarnanna út um landið.
Samgöngur og fjarskipti eru stór
byggðamál eins og við þekkjum
öll sem búum utan höfuðborgar
svæðisins.
Þau eru mörg og brýn verkefnin
sem þarf að vinna að í landbúnaði á
næstu árum. Við í Framsókn höfum
lagt áherslu á að nýsköpun í mat
vælaframleiðslu og landnýtingu
verði stórefld. Það er mikill kraftur
í greininni þrátt fyrir að umræð
ur lendi alltof oft í skotgröfunum.
Þær skotgrafir þarf að moka ofan
í því þær eru beinlínis skaðlegar
greininni.
Bændur hafa um aldir verið
vörslumenn landsins. Þeir taka ástand
landsins og heimsins alvarlega enda
eru uppsprettur lífsins að mörgu
leyti í þeirra höndum því ekki vaxa
lærissneiðarnar í kjötborðum stór
markaðanna. Íslenskur landbúnaður
hefur algjöra sérstöðu þegar kemur
að heilnæmi og sýklalyfjagjöf. Þá
sérstöðu verður að vernda og einnig
nýta við markaðssókn erlendis.
Þau málefni landbúnaðar sem við
í Framsókn setjum á oddinn í kosn
ingabaráttunni eru einkum:
• Að landnýting og ræktun sjá
sjálfbær.
• Að nýsköpun í matvæla
framleiðslu og landnýtingu
verði stórefld.
• Að stuðningur verði aukinn til
að stuðla að fjölbreyttri rækt
un og landnýtingu og kolefn
isbindingu.
• Að frumframleiðendum verði
heimilað samstarf eins og þekk
ist í öllum löndum Evrópu.
• Að afurðastöðvum í kjöti verði
heimilað samstarf með samb
ærilegum hætti og í mjólkur
framleiðslu.
• Að bændum verði heimiluð
slátrun og vinnsla að undan
gengnu áhættumati og kennslu.
• Að tollasamningi við ESB verði
sagt upp og hann endurnýjaður
vegna forsendubrests, til dæmis
vegna útgöngu Breta úr sam
bandinu.
• Að tollaeftirlit verði hert til
muna og gert sambærilegt því
sem þekkist í samanburðarlönd
um okkar.
• Að stofnað verði nýtt ráðuneyti
landbúnaðar og matvæla þar
sem málefni skógræktar, land
græðslu og eftirlitsstofnana
matvæla og landbúnaðar verða
undir.
Ég vona að þú, lesandi góður, njótir
þess sem lifir af sumri og haustsins
með öllum sínum fallegu litum og
ferskleika í lofti. Og minni um leið
á það að framtíðin ræðst á miðjunni.
Sigurður Ingi Jóhannsson,
formaður Framsóknar og
samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðherra.
Lífræn hreinsistöð
• Fyrirferðalítil fullkomin
sambyggð skolphreinsistöð
• Uppfyllir ýtrustu kröfur um
gæði hreinsunar
• Engin rotþró eða siturlögn
25 ára ábyrgð
• Tæming seyru á þriggja til
fimm ára fresti
• Engir hreyfanlegir hlutir
• Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar
Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík
Sími 517 2220 - petur@idnver.is
G
ra
fik
a
19
LESENDARÝNI
Öflugur landbúnaður er hagur okkar allra
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ekki fyrir alls löngu ritaði ég
grein sem birt var á landsvísu. Þar
fór ég stuttlega yfir sum af þeim
vandamálum sem tengjast fiskeldi
og þeirri mengun sem því fylgir.
Klappstýrur fiskeldis voru fljótar
að túlka grein mína á þann hátt að
undirritaður væri á móti fiskeldi
og vildi bara skella í lás sem fyrst
á þeim stöðum sem stunda þá iðju
núna.
Ég er ekki andsnúinn fiskeldi,
þvert á móti þá vil ég gjarnan styðja
þá sem eru í þeim iðnaði að koma
fiskeldi í betra horf hvað umhverfis
mál og velferðarmál dýranna varðar.
Það þýðir ekki að skella í lás, held
ur búa til umhverfi sem stuðlar að
bættri umhverfisvitund greinarinnar.
Mér hefur verið sagt að landeldi
geti ekki borgað sig á Íslandi og sé
fullreynt. En á sama tíma er stór aðili
í sjávarútvegi að skipuleggja 20.000
tonna landeldi. Það skal enginn segja
mér að þetta fyrirtæki væri með þessi
áform ef það væri ekki hagkvæmt.
Fiskeldisstefna Pírata er
mjög skýr hvað þetta varðar.
Í henni segir meðal annars:
Markmið okkar er að
hagkvæmara verði að stunda fiskeldi
á landi en í sjó. Við munum tryggja
að löggjöf um fiskeldi á landi verði
einföld og skilvirk. Ljóst er þó að
afkoma fjölmargra Íslendinga byggir
á því sjókvíeldi sem nú þegar hefur
byggst upp við landið. Við hyggj-
umst ekki kollvarpa þeim rekstri sem
nú þegar er kominn á laggirnar, en
gerum kröfu um að fiskeldið fari
fram í lokuðum kvíum.
Þetta gæti varla verið skýrara, við
viljum að búið verði til umhverfi
þar sem fiskeldið getur verið rekið
í meiri sátt við umhverfið heldur en
gert er í dag.
Staðan í loftslagsmálum heimsins
krefst þess að þessi iðnaður, líkt og
aðrir, geri það sem hægt er til að
minnka kolefnisfótspor sitt. Með því
að færa eldið upp á land eða í lokaðar
kvíar er hægt að koma í veg fyrir
gríðarlega losun úrgangs í sjóinn,
það hlýtur að vera þess virði að losna
við þá mengun.
Ég hvet kjósendur í komandi
kosningum að velja Pírata og velja
þar með fólk sem tilbúið er til
aðgerða í þessum málaflokki.
Rúnar Gunnarsson
Höfundur skipar 3. sæti á lista
Pírata í Norðausturkjördæmi
við alþingiskosningarnar
25. september.
Rúnar Gunnarsson.
Enn um fiskeldi og um-
hverfisvanda þess
PDT300
PWP530 ZKP800
PDF300C
PDT340
PDD830
Pronar heyvinnutæki tilbúin til afhendingar strax
Sláttuvélar
PWP900
Tætlur
Rakstrarvélar
Hafðu samband og fáðu verðtilboð