Bændablaðið - 26.08.2021, Síða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021
Á því tímabili sem pistlar mínir
fjalla um var ýmislegt farið að
gerast sem kalla má hagræðingu
við hirðingu búfjár. Gerð og
innréttingar gripahúsa tóku
breytingum, sumar eftir erlend-
um fyrirmyndum, aðrar byggð-
ar á lögun að þjóðlegum hefðum.
Verkfæri og vélar komu til ýmissa
hirðingarverka.
Æ fleiri bú væddust mjaltavélum,
einkum eftir 1960. Búnaðurinn var
ekki flókinn: Sogkerfi lofts leitt um
fjósið sem vélföturnar voru tengdar
við og hver kýr mjólkuð á sínum
bás. Að fenginni fullri fötu var hún
tæmd í brúsa sem komið var fyrir í
vatnskæli mjólkurhúss. Brúsarnir
urðu síðan sendlar á milli bænda og
mjólkurbús. Meðhöndlun brúsanna
var mikið verk, létt hraustari mönn-
um en smáum og veikburða ok ef
líkama var ekki beitt rétt. Það var
því ekki að ástæðulausu að Magnús
Óskarsson kenndi þau vinnubrögð
í Bændaskólanum á Hvanneyri og
efndi til Íslandsmóts í mjólkurbrúsa-
burði að kennslu lokinni.
Haustið 1965 kom til próf-
unar hjá Verkfæranefnd ríkisins
mjólkurtankur með kælibúnaði –
þá nefndur mjólkurgeymir – frá
Landteknikk A/L í Noregi. Þá voru
fyrstu rörmjaltakerfin komin í fjós
hérlendis, m.a. Hvanneyrarfjósið,
svo renna mátti mjólkinni rak-
leitt frá kú í tank. Frumstæður
og smár þætti sá búnaður í
dag; tankurinn tók aðeins
600 lítra. Hann kældi
mjólkina vel en hræri-
spjald hans þótti leika
mjólkina full harka-
lega.
Nýir tímar voru í
nánd: Rörmjaltakerfin
breiddust út, mjólk-
ur- tönkum fjölgaði og
flutningakerfi mjólkur frá
kúabúi til mjólkursamlags
var gerbreytt, m.a. með
fjárstuðningi frá nýstofnuðum
Framleiðnisjóði landbúnaðarins.
Tankbíllinn tók við af „Bjössa á
mjólkurbílnum“. Með tímanum
þróaðist og varð til sú magnaða
tækni mjalta og mjólkurmeðferðar
sem við þekkjum í dag.
Ullin var næst mjólkinni mikil-
vægasta afurð búanna. Aftekt var
erfiði og hátíð í blöndu; sjálfur
rúningurinn aldagróið handverk.
Árið 1946 fékk SÍS „eina sam-
stæðu af vélklippum Alfa Laval
frá Svíþjóð“, skrifaði Árni G.
Eylands um landnám þeirrar tækni
hérlendis. Runólfur Sveinsson tók
þátt í vorrúningi á Hvanneyri um
Jónsmessuna 1947, þá nýstað-
inn upp af stóli skólastjóra þar:
„Notaðar vélklippur og reyndust þær
vel.“ skrifaði Guðmundur Jónsson
í dagbók sína. Sennilega hafa það
verið sauðaklippurnar áðurnefndu
frá Alfa Laval og verk Runólfs því
ein fyrsta, ef ekki fyrsta, tilraunin til
vélrúnings sauðfjár hérlendis.
Áratug síðar hóf Búnaðarfélag
Íslands að efna til rúningsnámskeiða
víða um land þar sem erlendir
kunnáttumenn kenndu nýstárleg
vinnubrögð við rúning sauðfjár og
kynntu framandi rúningsáhöld. Um
sama leyti gerði Verkfæranefnd rík-
isins mælingar á vinnu(tíma) við
vorrúning á allmörgum bæjum
í Borgarfirði þar sem beitt var
mismunandi áhöldum við verkið.
Hnífurinn, og þá helst vasahnífur-
inn, hafði gagnast rúningsfólki lengi
og vel. Nú komu til sögu sérstakar
handklippur til verksins auk vél-
klippanna sem með tímanum urðu
ráðandi rúningsáhald. Stór varð
líka breytingin þegar haustrúningur
sauðfjár tók við af vorrúningi svo
aðeins séu nefndar slitrur úr afar
merkilegri verkháttasögu.
Bjarni Guðmundsson
LÍF&STARF
Með sýnikennslu og námskeiðum voru nýstárleg handbrögð og ný tæki við
rúning sauðfjár kynnt bændum. Hér er rúið með sauðaklippum, millistig
vasahnífsins og rafknúinna rúningsklippa nútímans. Mynd / Ólafur Guðmundsson.
Mjólkað í vélfötu í Hvanneyrarfjósi. Mynd / Ólafur Guðmundsson.
Mjólkurtankurinn frá
Landteknik.
LESENDAGREINAR
Er erfitt að skilja réttlæti?
Réttlæti hefur verið gert að bann-
orði í íslenskri pólitík. Það er talið
of „gildishlaðið“ orð sem erfitt
er að skilgreina. En er það svo?
Alþingismaður hefur sagt mér að
ekkert þýði að ræða „réttlæti“
inni á Alþingi. Þannig orðræða
sé alltaf skotin í kaf. Einnig sagði
lögfræðingur orðrétt þegar ég var
ekki sátt við hvernig brotið var á
mér: „Þú verður að átta þig á að
þetta snýst ekkert um réttlæti“
og var þá m.a. að vísa í lög og
dómstóla.
Þetta er eitt af því sorglegasta
sem ég hef heyrt. Því ég hreinlega
skil ekki hvað stjórnmál, störf
Alþingis, lög, réttur, dómstólar og
bara „kerfið“ allt á að snúast um,
ef ekki réttlæti.
Réttlæti er ekki flókið
Það er hagur „kerfisins“ og allt of
margra stjórnmálamanna, að gera
einföld mál flókin. Jú, réttlæti er
gildishlaðið hugtak en það er ein-
faldlega af því það felur í sér gildi.
Það felur í sér þau grundvallargildi
sem öll samfélög eiga að byggjast á.
Ég held að fæstum lesendum
finnist erfitt að þekkja eða skilja
réttlæti. Það þarf sérstaka „hæfni“
sem sprettur af margra ára sam-
sömun með óréttlátu kerfi fyrir
slíkt uppgerðar skilningsleysi.
Það eru þeir sem þrífast og
hagnast á óréttlæti sem vilja gera
hugtakið flókið og óskiljanlegt.
Staðreyndin er hins vegar sú að
almennt spáum við ekkert mikið
í réttlætið fyrr en við horfumst í
augu við óréttlætið, en þá er fjar-
vera réttlætisins líka svo augljós
að hún er næstum því líkamlega
sár.
Þess vegna verður ákall um
réttlæti oft tilfinningaþrungið
sem passar illa í tilfinningalausa
stjórnmálaumræðu.
Sjálfsagðar og réttlátar kröfur
Flokkur fólksins berst gegn órétt-
læti. Kröfur okkar eru svo sjálf-
sagðar að fyrir þeim ætti enginn
að þurfa að berjast.
Krafan um að allir geti lifað
hófsömu og mannsæmandi lífi er
bæði sjálfsögð og réttlát.
Krafan um að fólk fái að eld-
ast með reisn og geti notið efri
áranna eftir því sem heilsan leyfir,
er bæði sjálfsögð og réttlát.
Krafan um að allir eigi kost á
góðri heilbrigðisþjónustu er bæði
sjálfsögð og réttlát.
Krafan um að börn upplifi ekki
mismunun á grundvelli efnahags er
bæði sjálfsögð og réttlát.
Krafan um að arðurinn af auð-
lindum þjóðarinnar skili sér til
þjóðarinnar í stað þess hlaðast í fárra
hendur, er bæði sjálfsögð og réttlát.
Krafan um að þeir sem urðu fyrir
óréttlæti og jafnvel misstu heimili
sín í kjölfar bankahrunsins fái upp-
reist æru, er bæði sjálfsögð og réttlát.
Málsvarar réttlætis fyrir alla
Lífið á Íslandi er mörgum mjög gott.
Margir geta leyft sér ýmislegt og
notið þess sem lífið hefur upp á að
bjóða. Það er gott og þannig á það
að vera.
Gallinn er bara sá að það eru allt
of margir sem hafa það alls ekki
gott. Stór hluti þess hóps er fólk
sem lent hefur í áföllum, slysum
eða veikindum sem gerðu engin boð
á undan sér og ekki má gleyma þeim
hluta aldraðra sem hefur lítið sem
ekkert handanna á milli, þrátt fyrir
að hafa aldrei fallið verk úr hendi á
starfsævinni.
Við erum öll sammála um að það
er alveg nóg að takast á við erfiða
sjúkdóma án þess að búa í ofaná-
lag við stöðugar fjárhagsáhyggjur.
Fólk í þessari stöðu hefur alvöru
fjárhagsáhyggjur. Ekki áhyggj-
ur af því að hafa eytt aðeins um
efni fram í útlöndum eða keypt
sér nýjan bíl. Nei, þeirra áhyggjur
snúast um næstu máltíð, að hafa efni
á nauðsynlegum lyfjum, að halda
húsnæði sínu.
Það er ekkert réttlæti í því að
sumir veikjast og aðrir ekki. Við
getum ekkert gert í því en við getum
sleppt því að gera slæmt ástand
verra. Við getum séð til þess að
„kerfið“ okkar takið utan um þetta
fólk í stað þess að hrinda því frá sér
til fátæktar.
350.000 skatta- og skerðingalaust
Flokkur fólksins vill að lágmarks-
tekjur almennings hér á landi verði
350.000 kr. á mánuði, skatta og
skerðingalaust.
Þó það myndi breyta lífi þessara
einstaklinga, sjáum við öll að
þessi tala er engin ofrausn, hún er
algert lágmark til að fólk fái lifað
mannsæmandi lífi
Getum við ekki að minnsta kosti
staðið saman um þessa kröfu?
Ásthildur Lóa Þórsdóttir
formaður Hagsmunasamtaka
heimilanna og í 1. sæti Flokks
fólksins í Suðurkjördæmi
Ásthildur Lóa Þórsdóttir.
Bænda
9. september