Bændablaðið - 26.08.2021, Page 51
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021
51Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021
Ekki var það illa meint er úrval
ljóða og lausavísa eftir Hjálmar
Freysteinsson, heimilislæknis
við Heilsugæslustöðina á
Akureyri.
Hjálmar, sem á unga aldri
hóf að setja saman vísur og
ljóð, var fyrst og fremst
þekktur sem skáld gleðinnar
og hláturs.
Hjálmar hafði frá fyrstu
tíð lag á að sjá veröldina í
spauglegu ljósi og setja það
sem fyrir bar á spaugilegan hátt
án þess að að vera rætinn eða
orðljótur. Hann orti einnig ljóð
sem voru alvarlegs eðlis og
tjáðu á tilfinningar hans fyrir
samtíð sinni, samferðafólki og
náttúrunni.
Með pálmann í höndunum!
Veg það eykur valdamanns
Að verður honum allt að fé.
Nú skilst mér í höndum hans
Hafi vaxið pálmatré.
Yfir 700 lausavísur
Í bókinni Ekki var það illa meint
sem Bókaútgáfan Hólar sendi
nýverið frá sér er að finna yfir
700 lausavísur og 40 ljóð eftir
Hjálmar í samantekt Höskuldar
Þráinssonar og Ragnars Inga
Aðalsteinsonar, auk nótna að
tveimur lögum sem samin hafa
verið við ljóð hans ./VH
HAFÐU ÖRYGGIÐ Í FYRIRRÚMI
Gott úrval af vottuðum hífi- og festingabúnaði
Ísfell ehf., er fullgildur meðlimur að Lifting Equipment
Engineers Association sem eru leiðandi samtök hvað
varðar vottun fyrirtækja sem nota og framleiða hífibúnað.
Þekking og þjónusta
isfell.is
Sími 5200 500
LÍF&STARF
Í huga fólks er fyrsta
skóflustungan ætíð visst merki
um upphaf; eitthvað nýtt er í
sjónmáli, verk til hins betra er
hafið.
Erlendur auðjöfur reisir kísilver
í afskekkta þorpinu Selvík.
Af hverju er ekki íbúafundur
til þess að upplýsa fólkið betur?
Býr eitthvað meira að baki? Hvað
með hættumat vegna jarðskjálfta?
Selvík er á einu virkasta jarð
skjálftasvæði landsins.
Ingibjörg Hjartardóttir
höfundur fetar glæpsamlegar
slóðir í Jarðvísindakona deyr og
gerir stór samtímaleg málefni að
yrkisefni sínu. Undir niðri kveður
þó við glettinn tón enda ekki á
hverjum degi sem konur á besta
aldri lenda í hringiðu sakamála.
Útgefandi er Salka.
Í sögunni er forvitni Margrétar
Guðmundardóttur, sjálfskapaðs
spæjara, vakin þegar ung
jarðvísindakona
finnst látin í bíl sínum á heiðinni
og óvæntir atburðir eiga sér stað
í þessu friðsæla þorpi. Margrét
rekur hvern þráð sem á vegi
hennar verður og unir sér engrar
hvíldar fyrr en sannleikurinn lítur
dagsins ljós. /VH
Ljóð og lausavísur:
Skáld hláturs og gleðinnar
kom aftur fyrir Alþingi 1879 en
varð ekki útrætt vegna tímaskorts.
Árið 1881 tók Alþingi frumvarpið
fyrir og samþykkti það árið eftir
sem lög eftir áratuga umfjöllun.
Til samanburðar var frumvarp
til þjóðlendulaga kynnt Alþingi
1996 en ekki mælt fyrir því. Það
var gert á löggjafarþinginu 1997
98 og samþykkt eftir umræður sem
endurspegluðu ekki mikilvægi og
áhrifa laganna.
Með landamerkjalögum 1882
er, líkt og áður sagði, fyrst berum
orðum lögskipað að landeigendur
skuli gera merki um lönd sín og
halda þeim merkjum við, og að
gerð skuli landamerkjaskrá fyrir
hverja jörð sem afhent er sýslu
manni. Með lögunum var veittur 5
ára frestur til að lýsa landamerkj
um. Fresturinn var lengdur um 2 ár
með lagabreytingu 1887.
Í nefndaráliti um frumvarpið
sem varð að landamerkjalögum
nr. 5/1882 segir að þeim sé ætlað
að eyða þeirri miklu óvissu um
landamerki jarða sem víða á sér
stað í landinu og breyta réttarfari
í landaþrætumálum. Í álitinu segir
„að reynslan er nógsamlega búin
að sýna, að með lögum þeim og
rjettarfari, sem nú gildir, er næsta
erfitt, ef ekki ókleyft, að fá slík
mál útkljáð þannig, að óvissan um
þrætuefnið hverfi.“
Landamerkjalögum var því
ætlað að bæta úr brýnni þörf og
koma í veg fyrir og leysa deilur
á milli landeigenda, sem höfðu
verið mjög tíðar hér á landi,
bæði að fornu og nýju. Það hefur
verið tilgangur landamerkjalaga
frá öndverðu. Tilgangurinn var
ekki að sanna fyrir stjórnvöldum
eignarhald sitt á landi, þó landa
merkjaskrár væru í vörslum yfir
valda, sýslumanna.
Ekki þarf að lesa margar landa
merkjalýsingar frá Vestfjörðum,
sem gerðar voru innan hins
skamma frests eftir gildistöku
landamerkjalaga 1882, til að sjá að
þar eru nágrannabændur aðliggj
andi jarða við strandlínuna, þar
sem Vestfirðingar búa og hafa búið
frá landnámi, að koma saman til að
lýsa mörkum jarða sinna gagnvart
hvor öðrum, alls óvanir skjalagerð
en búið að aldagamalli þekkingu
bændasamfélagsins á ákvæð
um Jónsbókar um mörk jarða;
um netlög til sjávar og vatnaskil
til fjalla enda er hvorugs getið í
landamerkjalýsingum. Ef bændur
treysta gildi aldagamallar lagareglu
Jónsbókar um merki jarða til fjalla
er óþarfi að skrifa hana upp í landa
merkjalýsingum.
Frumvarp til landamerkjalaga
1917 og rannsókn
Reynslan af landamerkja
lögum 1882 var mjög misjöfn.
Framkvæmd þeirra þótti ófullnægj
andi og tími sá er gefin var til lýsa
merkjum of skammur. Leiddi það
til þess að árið 1917 er borið fram
á Alþingi frumvarp til nýrra landa
merkjalaga.
Aðalstefna frumvarpsins var
að öll landamerki skyld að nýju
rannsökuð, að landamerkjaskrár
skyldu allar af nýju gerðar og að
sýslumenn skyldu, eftir að þetta
hafði farið fram, ótilkvaddir stefna
aðiljum fyrir dóm, þeim er eigi
urðu á merki sáttir.
Málinu var frestað til næsta
þings að tillögu forsætisráðherra
sem óskað eftir að málið yrði skoð
að nánar. Samþykkti Alþingi 1917
því að taka málið af dagskrá: „Í því
trausti, að stjórnin fram til næsta
reglulega þings rannsaki nauðsyn
á endursamningu landamerkjalaga,
og leggi fram frumvarp um það
efni fyrir þingið, ef nauðsyn virð
ist á.“
Líkt og rannsóknar var þörf
árið 1917 á framkvæmd landa
merkjalaga 1882 er í dag þörf á
rannsókn á framkvæmd þjóðlendu
laga nr. 58/1998, sem og áhrifum
Jónsbókar á landamerkjalýsingar
og gildi hennar almennt. Jónsbók
er einstök þjóðargersemi sem veit
ir lagalega tengingu til miðalda
og upphaf byggðar í landinu og
hefur enn mikið gildi þegar kemur
að umfjöllun um eignarhald og
umgengni á landi á Íslandi. Megi
svo verða áfram.
Frumvarpið 1917 er merki
legt, og mikilvægur undanfari
og ástæða setningar núgildandi
laga um landamerki o.fl. frá 1919.
Meira um það og fleira í næstu
grein.
Eyjólfur Ármannsson
Höfundur er lögfræðing-
ur LL.M. og fyrrum smali
frá Hrafnabjörgum í
Lokinhamradal og gætir hags-
muna jarða í Arnarfirði og
Dýrafirði fyrir Óbyggðanefnd.
eyjolfur@yahoo.com
BÆKUR&MENNING
Fyrsta skóflustungan merki upphafs
SVIÐSSTJÓRI
RANNSÓKNA,
NÝSKÖPUNAR
OG KENNSLU
Erum við að leita að þér?
HÁSKÓLINN Á HÓLUM
Yfirumsjón með sviði rannsókna,
nýsköpunar og kennslu.
Leiðir teymi sviðsins með faglegum
hætti .
Leiðir vinnu við endurskoðun á
stefnu og áætlunum á sviði
rannsókna, nýsköpunar og kennslu
og fylgir eftir .
Vinnur að efl ingu tengslanets
skólans á sviði rannsókna,
nýsköpunar og kennslu.
Vinnur að mótun og framkvæmd
nýsköpunarverkefna fyrir hönd
skólans.
Vinnur að efl ingu og þróun
kennsluhátta í skólanum.
Háskólapróf, MA/MS sem nýtist í
starfi .
Þekking og reynsla af stefnumótun,
rannsóknum, nýsköpun og kennslu á
háskólastigi .
Drifkraftur, leiðtogafærni og
greiningarhæfni .
Góð íslensku og enskukunnátta, bæði
í töluðu og rituðu máli .
Miki l samskipta- og samstarfshæfni .
Færni í kynningu hugmynda ti l
mögulegra samstarfsaðila.
Reynsla af öflun styrkja er æskileg.
Góð almenn tölvukunnátta.
Laust er t i l umsóknar starf
sviðsst jóra rannsókna, nýsköpunar
og kennslu við Háskólann á Hólum.
Ábyrgð og helstu verkefni
Menntunar- og hæfnikröfur
Um 100 % stöðu er að ræða og er
umsóknafrestur til og með 3.
september 2021.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið
störf sem fyrst. Launakjör eru skv.
kjarasamningi f jármálaráðherra og
viðkomandi stéttarfélags. Um
starfskjör, réttindi og skyldur gi lda að
öðru leyti lög um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Umsókn skal fylgja ítarleg feri lskrá og
kynningarbréf sem rökstyður áhuga og
færni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veit ir
Erla Björk Örnólfsdóttir , rektor
Háskólans á Hólum. Umsóknir og
fyrirspurnir sendist á netfangið
erlabjork@holar. is
Um skólann
Háskólinn á Hólum er elsta
menntastofnun landsins, staðsett á
Hólum í Hjaltadal . Við skólann
er boðið upp á gæðanám á grunn- og
framhaldsnámsstigi sem og öflugt
rannsóknastarf . Háskólinn er miðstöð
þekkingar á þremur fræðasviðum:
hestafræði, ferðamálafræði og
fiskeldis-, s jávar– og vatnalíffræði.
Fagmennska Virðing Sköpun