Bændablaðið - 26.08.2021, Side 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021
Þegar Vallarbraut bauð mér að
prófa nýtt rússneskt fjórhjól þá
stakk ég upp á að fá að prófa
litlu 26 hestafla Solis dráttar-
vélina með flaghefli. Jón Valur
í Vallarbraut færði mér vélina
upp í litla æfingabraut fyrir
motocross sem þurfti að laga.
Þegar hann færði mér vélina
spurði ég út í helstu kostina og
hann svaraði: HST stendur fyrir
hydrostatic, sem er vökvaskipt-
ing svo aðeins þarf að stíga á
pedala fyrir áfram og afturábak.
Helsti munurinn á þessari og
þeirri beinskiptu (sem þú mokaðir
snjó á fyrir nokkrum árum) eru
skiptingin, stærri dekk, stærra og
betra sæti með örmum, tvö aflúr
tök, eitt að aftan og eitt undir kvið
sem býður upp á að hægt er að
setja t.d. sláttuvél undir miðja vél.
Þessi vél er einnig með rafmagns
kúplingu fyrir aflúrtak og svo að
sjálfsögðu cruise control.
Glussadrifin skiptingin
algjör snilld
Jón hafði sett 150 cm flaghefil á
vélina (sem fæst líka í Vallarbraut
og hægt að snúa 360 gráður og
er nú á tilboði á 130.000). Með
þessum útbúnaði hugðist ég laga
þvottabretti sem voru í æfinga
brautinni. Solis vélin fór létt með
að draga flaghefilinn í brautinni
með mikið af efni í heflinum og
eftir þrjár heflanir fram og til
baka var brautin orðin rennislétt.
Galdurinn var að fara nógu hægt,
en það er auðvelt að stjórna hrað
anum með glussadrifinni skipt
ingunni og þegar réttum hraða er
náð var ýtt á „cruise control“ takk
ann og þá bara að sitja og bíða þar
til hringurinn var heflaður, snúa
við og hefla til baka.
Hentug dráttarvél
við smærri verkefni
Fyrir nokkrum árum mokaði ég
innkeyrsluna hjá mér á eins vél, en
nú með þessari nýju glussadrifnu
skiptingu er mun betra að vinna á
vélinni. Hávaðinn frá mótornum er
ekki mikill þrátt fyrir að vélin sé
húslaus. Grunnverð á 26 hestafla
Solis er 1.865.000, en hægt er að fá
ýmsan búnað og t.d. þá kostar vélin
með 420 kg ámoksturstækjum
2.445.000.
Á þessari vél var búið að setja
frambúnað fyrir snjótönn eða
sláttuvél, þessi frambúnaður lyft
ir 600 kg. Hægt er að fá misgróf
dekk undir vélinni, en þessi vél
var á dekkjum sem henta vel á
golfvelli, mér fannst þau grípa
vel þarna í mölinni og engin
þörf á dekkjum með hefðbundnu
dráttarvélamunstri. Nánari upplýs
ingar um vélina og önnur tæki frá
Vallarbraut má nálgast á vefsíðunni
www.vallarbraut.is.
VÉLABÁSINN
Hjörtur L. Jónsson
liklegur@internet.is
Jón Valur hjá Vallarbraut færði mér lítinn Solis til að prófa. Myndir /HLJ
Jón prófaði líka, en mér fannst mest um koma hvað vélin fór létt áfram með
mikið efni í flagheflinum.
Glussastjórnunin, áfram eða aftur
á bak.
Bráðnauðsynlegur takki, hraða
stillirinn (cruise control), við svona
hefilvinnu.
rússneskt fjórhjól
Fyrir nokkru bauðst mér að prófa
800cc rússneskt fjórhjól sem
Vallarbraut flytur inn og heit-
ir RM og stendur fyrir Russka
Mekanica (þýðir víst rússnesk-
ir vélvirkjar), hjólið er meðal
annars framleitt fyrir rússneska
herinn.
Hjólið er með dráttarvéla
skráningu og fæst nú á það sem þeir
í Vallarbraut kalla gámatilboði á
1.700.000 sem er til 1.9. (eru að
safna í gáma sem eru væntanlegir
17.9.).
Tók léttan prufurúnt
í ósléttri crossbraut
Ég tók hjólið á kerru út fyrir bæ
inn og keyrði nokkra hringi í
mjög ósléttri motocrossbraut. Þó
að hjólið væri innsiglað á 60 km
hraða nægði það mér alveg í þessari
þröngu og ósléttu braut.
Fjöðrunin var góð, krafturinn
og snerpan miklu meiri en minn
skrokkur þolir. Það var þægilegt
að keyra það á hefðbundnum
malarvegi, kom mér í ógöngur og
festi mig, en þá var bara að setja í
fjórhjóladrifið og lægsta hraða og
hjólið lék sér upp úr festunni.
Vel útbúið og auðvelt að
komast að öllu til viðhalds
Oft hefur mér fundist erfitt að kom
ast að ýmsum hlutum sem þurfa
viðhald á fjórhjólum, s.s. rafgeymi,
olíuskipti og fleiru. Á þessu fjór
hjóli virðist hugsað fyrir því og sem
dæmi þá eru smurkoppar á flestum
liðum og slitflötum sem gott er að
komast að.
Rafgeymirinn er fremst undir
farangursgrindinni undir loki sem
þar er og því mjög auðvelt að ná
sér í 12 volta rafmagn.
Flestir sem nota
mikið fjórhjól
kaupa í þau búnað
sem er með hita
í handföngum á
stýrinu og á inn
gjöf inni, en á RM
800 er hiti í gjöf og
handföngum staðal
búnaður.
Fjórhjólið kemur
á mjög gripmiklum
dekkjum. Raf magns
spil er staðal búnaður,
24,5 lítra bensín
tankur. Við þessi litlu kynni mín
af hjólinu þá er þetta fínt fjórhjól
á lítinn pening.
Gott fjórhjól á fínu tilboðsverði. Myndir / HLJ
Gott aðgengi að rafhlöðunni.
Aldrei séð áður svona marga smurkoppa á helstu slitflötum á fjórhjóli.
Með stærri bremsudælum sem ég hef séð í fjórhjóli,
en þetta virkar fínt.
Þyngd 398 kg
Hæð 1.480 mm
Breidd 1.210 mm
Lengd 2.340 mm
Helstu mál og upplýsingar