Bændablaðið - 26.08.2021, Page 57

Bændablaðið - 26.08.2021, Page 57
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 57 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Jóhann Páll er mikill vinnumaður sem elskar að vera úti. Hefur mikinn áhuga á öllum tækjum og tólum. Ætlar sér að vinna við Cat gröfur og verða bóndi þegar hann verður stór. Nafn: Jóhann Páll Stefánsson. Aldur: 8 að verða 9 ára. Stjörnumerki: Sporðdreki. Búseta: Neskaupstað. Skóli: Nesskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Tölvutímar. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hestar. Uppáhaldsmatur: Rif. Uppáhaldshljómsveit: Herra Hnetusmjör. Fyrsta minning þín? Vera í gröfunni með Ragga. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Æfi fótbolta og spila á bassa. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Bóndi. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Pissað í páskaeggið hjá stóra bróður mínum. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Æskulýðsdagar Hesta­ mannafélags Blæ, fara á hestbak á Roða og brasa fullt úti. Næst » Jóhann Páll skorar á Bentínu Marín Bárudóttur að svara næst. Þessi fallega peysa er frábær viðbót í fataskápinn fyrir veturinn. Peysan er prjónuð ofan frá og niður með gatamynstri á ermum. Létt og mjúk úr hinu dásamlega Drops Air garni. DROPS Design: Mynstur ai-314 Stærðir: S (M) L (XL) XXL (XXXL) - Yfirvídd: 88 (96) 104 (112) 128 (138) cm Garn: Drops Air (fæst hjá Handverkskúnst) - 300 (350) 400 (400) 450 (500) g litur á mynd nr 02, hveiti Prjónar: Hringprjónn 40 og 60-80 cm nr 4 og 5. Sokkaprjónar nr 4 og 5 eða sú stærð sem þarf til að fá 17 lykkjur = 10 cm í sléttprjóni. Kaðalprjónn. Laskalína: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 1 lykkju í sléttprjóni (lykkja með prjónamerki) í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá einu sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). PEYSA – stutt útskýring á stykki: Berustykkið er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. JAFNFRAMT er aukið út fyrir laskalínu. Berustykkið skiptist í fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, ofan frá og niður. BERUSTYKKI: Fitjið upp 90 (94) 98 (102) 106 (110) lykkjur á hringprjón nr 4 með Air. Tengið í hring og setjið prjónamerki sem markar upphaf umferðar. Prjónið 1 umferð slétt og síðan stroff (1L slétt, 1L brugðið) þar til sykkið mælist 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón nr 5 (héaðn er nú mælt) Setjið 4 prjónamerki í stykkið þannig (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar): Teljið 11 (12) 13 (14) 15 (16) lykkjur (= hálft bakstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 21 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 22 (24) 26 (28) 30 (32) lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 21 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, það eru 11 (12) 13 (14) 15 (16) lykkjur í umferð á eftir síðasta prjónamerki (= hálft bakstykki). Prjónið síðan sléttprjón yfir lykkjurnar á framstykki og bakstykki og A.1 (= 21 lykkjur) yfir lykkjur á hvorri ermi, JAFNFRAMT í fyrstu umferð byrjar útaukning fyrir LASKALÍNu í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma – sjá útskýringu að ofan. Haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu í annarri hverri umferð. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 122 (126) 130 (134) 138 (142) lykkjur á prjóninum. Prjónið síðan A.2 (= 25 lykkjur) yfir lykkjur í A.1, sléttprjón yfir framstykki og bakstykki eins og áður og haldið er áfram með útaukningu fyrir laskalínu í annarri hverri umferð þar til aukið hefur verið út alls 22 (25) 27 (29) 33 (36) sinnum hvoru megin við 4 lykkjur með prjónamerki = 274 (302) 322 (342) 378 (406). Eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu er prjónað áfram án útaukningar þar til stykkið mælist 20 (23) 25 (27) 31 (34) cm, mælt frá stroffi á hálsmáli. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 34 (38) 41 (44) 49 (53) lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 69 (75) 79 (83) 91 (97) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6 (6) 6 (8) 10 (12) nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 68 (76) 82 (88) 98 (106) lykkjur (= framstykki), setjið næstu 69 (75) 79 (83) 91 (97) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6 (6) 6 (8) 10 (12) nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 34 (38) 41 (44) 49 (53) lykkjur sem eftir eru (= framstykki). Héðan er nú mælt. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 148 (164) 176 (192) 216 (236) lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 27 (26) 26 (26) 24 (23) frá skiptingu. Skiptið yfir á hringprjón nr 4. Prjónið stroff (1L brugðið, 1L slétt) yfir allar lykkjur þar til stroff mælist 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 56 (58) 60 (62) 64 (66) cm frá öxl. ERMI: Setjið 69 (75) 79 (83) 91 (97lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón / sokkaprjóna nr 5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 6 (6) 6 (8) 10 (12) lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 75 (81) 85 (91) 101 (109) lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6 (6) 6 (8) 10 (12) lykkjur undir ermi og látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum. Byrjið umferð við prjónamerkið og haldið áfram með A.2 og sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3½ (3) 2 (1½) 1 (1) cm millibili alls 10 (11) 13 (16) 19 (21) sinnum = 55 (59) 59 (59) 63 (67) lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 38 (36) 34 (33) 29 (26) cm frá skiptingu – eða að óskaðri lengd (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð þar sem fækkað er um 11 lykkjur jafnt yfir lykkjur í A.2 = 44 (48) 48 (48) 52 (56) lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4 og prjónið stroff 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur, er hægt að fella af með sokkaprjónum nr 5. Prjónið hina ermina alveg eins. Gangið frá endum, þvoið flíkina og leggið í mál. Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is vt Brons-peysa HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 9 8 6 9 4 1 6 2 5 1 4 6 9 2 5 7 8 5 6 7 8 6 9 3 2 Þyngst 1 5 8 6 1 4 6 3 7 2 5 9 8 4 5 1 5 8 1 4 3 2 3 7 5 4 9 5 8 2 1 7 8 9 2 3 6 2 7 4 5 5 7 2 6 5 6 5 4 1 2 8 3 5 4 2 6 8 4 7 8 9 8 6 3 6 7 5 9 7 5 1 2 Pissað í páskaegg FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.