Bændablaðið - 26.08.2021, Side 62
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021
62 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021
VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði • Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is
SMÍÐUM OG GERUM VIÐ ALLAR GERÐIR TJAKKA
Æðardúnn
Óska eftir dúni til útflutnings.
Hátt nettóverð.
Hafið samband í s. 893-8554.
Tölvupóstur: leifm@simnet.is
Leifs Æðardúnn
Útflutningur síðan 2001
Gistiheimilið Gerði í Suðursveit óskar
eftir að ráða kokk/matráð í eldhús
Heilsársstarf eða tímabundið starf, bara það sem hentar góðum starfsmanni. Gott ef
að viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.
Gistiheimilið Gerði er staðsett 13 km fyrir austan Jökulsárlón á Breiðarmerkursandi
og 67 km vestan við Höfn. Við erum með gistingu í 37 herbergjum með sér baði á Gerði
og gistingu í sumarhúsum og íbúðarhúsi með sameiginlegri aðstöðu á Reynivöllum
2,5 km vestan við Gerði. Við bjóðum upp á morgunmat og kvöldmat á Gerði fyrir okkar
gesti og aðra. Yfirleitt eru 50-60 manns í mat á kvöldin, bæði hópar og einstaklingar.
Fjöldi gesta í kvöldmat getur farið upp í 80-90 þegar mest er að gera.
Laun samkvæmt kjarasamningum.
Húsnæði á staðnum.
Umsóknir sendist á bjornthor@gerdi.is
www.gerdi.is
www.reynivellir.is
Atvinna
Skógræktarfélag Borgarfjarðar
leitar eftir umsjónarmanni skóga/
skógarvörð í hlutastarf (30%).
Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt
og tengist verkefnum við viðhald og
stígagerð sem og grisjun og plöntun
nýrra skóga. Reynsla af sams konar
störfum er æskileg. Starfsstöð er í
Borgarbyggð og verktakalaun er um
að ræða. Áhugasamir hafa samband
við formann SB í s. 847-8282.
Tveir einstaklingar óska eftir vinnu á
bóndabýli. Þeir geta hafið störf strax.
Upplýsingar í gegnum netfangið
gunnarfreyr1809@gmail.com og í
s. 768-0772.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar
óskar eftir verktökum í gróðursetn-
ingarvinnu í Borgarbyggð. Greidd
eru verktakalaun í samræmi við
taxta Skógræktarinnar. Áhugasamir
hafa samband við formann SB í s.
847-8282.
Sautján ára drengur óskar eftir
vinnu á landsbyggðinni. Duglegur
og stundvís. Fæði og húsnæði þarf
að fylgja. S. 868-3293.
Húsnæði
208 fm húsnæði skammt frá
Laugarvatni til leigu. Stendur
við Gullna hringinn. 200 m frá
aðalveginum. Hentar t.d. sem
verslun, verkstæði, geymsla, undir
einhvers konar framleiðslu eða fyrir
ferðaþjónustu. Heitt og kalt vatn,
rafmagn, salerni og eldhúskrókur.
Leigist að hluta eða sem heild.
Uppl. á netfanginu hjalmsstadir@
hotmail.com
Jarðir
Jörð óskast á Suður- eða
Vesturlandi. Hitaveita og einhver
húsakostur æskilegur. Upplýsingar
hjá vilborg100@gmail.com
Sumarhús
Til sölu stór eignarlóð í Grímsnesi.
Langholt 11. Mýrarkoti við
Kiðjabergsveg. 13.000 fm lóð.
Verð 6.500.000 kr. Heitt og kalt
vatn í boði á svæðinu. Vatnshiti
er um 36 gráður. Fínt í gólfhita.
Heimilt er að reisa allt að 200 fm
sumarhús auk 40 fm gestahús eða
gróðurhús. Útsýni að Heklu. Stutt í
golf á Kiðjabergsvelli. Innan við klst.
akstur frá Reykjavík. Upplýsingar í
síma 867-3569.
Þjónusta
Tek að mér viðgerðir á flestum
tegundum sjálfskiptinga. Hafið
samband í s. 663-9589 til að fá uppl.
og tilboð. HP transmission, Akureyri.
Netfang: einar.g9@gmail.com,
Einar G.
LÍF&STARF
Hér má sjá drög að útliti íbúðakjarna fyrir eldri aldurshópa, en alls verða átta slíkar íbúðir í kjarnanum.
Nýtt íbúðahverfi á Seyðisfirði:
Vinna við gatnagerð hafin
Nýtt íbúðahverfi á Seyðisfirði.
Vinna er hafin við gatnagerð við
Garðarsveg, sem er nýtt hverfi
undir íbúðabyggð á Seyðisfirði.
Deiliskipulag vegna nýja hverfisins
tók gildi í byrjun sumars.
Lausar lóðir eru í hverfinu undir
einbýlishús, raðhús og parhús, en
listi yfir allar lausar lóðir er birtur á
vef sveitarfélagsins Múlaþings. Lóð
við Lækjargötu 2 hefur verið úthlutað
til Hrafnhóls ehf. sem hefur í hyggju
að byggja þar íbúðakjarna fyrir eldri
aldurshóp í alls átta íbúðum. Húsið
verður byggt með stofnframlögum
frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Áætlað er að jarðvinna hefjist nú í
haust og íbúðirnar verði tilbúnar til
afhendingar næsta sumar.
Einnig er búið að úthluta lóðunum
Vallagötu 1 og 3 til MVA ehf. til
byggingar tveggja parhúsa. Það er
leigufélagið Bríet sem stendur að
byggingu húsanna og mun sjá um
útleigu á þeim. /MÞÞ
Gatnagerðarframkvæmdir eru hafnar.