Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Síða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Síða 6
6http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2021 aett@aett.is gestgjafans á Hólnum, heimtaði hann að fá að sofa í sama herbergi og séra Valdimar Briem og neitaði að sofa á loftinu með öðrum ferðalöngum. Honum var neitað um það þangað til sálmaskáldið sjálft gaf leyfi til þess. Matthías Jochumsson var vinur Jóns Repps og orti að honum látnum: Frómur sem Plató, falslaus sem Kató, með öndu ljúfa sem einföld dúfa flaug á herrans hrepp vor heiðvirði Repp. Annar förumaður sem oft dvaldi dögum saman á Hólnum var Eyjólfur ljóstollur. Hann las afar vel og var oft fenginn til þess að lesa sögur fyrir heim- ilisfólkið og ferðamenn á kvöldin. Hann var vel hag- mæltur og orti m.a. eftirfarandi vísur um Hólinn og Valgerði: Kolviðar ég kem á hól, hvílist þá minn andi. Þar mér verður búið ból best á Suðurlandi. Valgerður mér veitir fús víst, þá geðið hlýnar. Sífellt hennar sæluhús svæfir raunir mínar. Símon Dalaskáld fór víða og kom oft á Hólinn. Hann orti látlaust, og einhverju sinni þegar hann kom austan yfir Hellisheiðina vatt hann sér inn í eldhús- ið þar sem stúlka var að hella upp á kaffi og kastaði fram vísu: Kaffið sjóheitt seljan líns sjálfsagt má nú fala - og dreitil bestan brennivíns berðu skáldi Dala. Gvendur dúllari flakkaði mikið með Símoni Dalaskáldi, en vildi ekki kalla sig flakkara, sagð- ist vera reisandi. Hann kom oft á Kolviðarhól. Hann skrifaði vísur Símonar upp um leið og hann orti þær og kallaði Símon hann skrifara sinn. Sjálfur bjó hann yfir sérkennilegum hæfileika, hann „dúllaði“, söng með sérstökum serimoníum. Valgerður sagðist sakna förufólksins, eftir að því fækkaði, en um leið var hún fegin að vera laus við óþrifnaðinn sem fylgdi því oft. Valgerður og Sigurður Kolviðarhóll mátti lifa þrjú tímabil. Fram til aldamóta 1900 var það tími klyfjahestanna, síðan hestvagnaöld- in og þá mátti sjá fjölmarga hestvagna á hlaði Kolviðarhóls. Upp úr 1920 koma bílar til sögunnar og bílaöldin. Þá var oft komið við á Hólnum. Sigurður Daníelsson og kona hans Valgerður Þórðardóttir urðu síðustu gestgjafarnir á Kolviðarhóli. Sigurður var Holtamaður að uppruna, kominn af Torfa sýslumanni í Klofa á Landi. Sigurður þótti bráðþroska ungur maður og var fljótt talinn óvenjulegt mannsefni, hjálpsamur og ljúfur og ávann sér alls staðar traust. 1905, þegar Sigurður var 37 ára gamall, keypti hann Kolviðarhól af Guðna og Margréti, en reksturinn stóð þá með miklum blóma. Kaupverðið var 7500 kr. Þá hafði Valgerður Þórðardóttir, frá Traðarholti í Stokkseyrarhreppi, verið vinnukona hjá Guðna og Margréti á Hólnum í þrjú ár. Hún var fimmti ættlið- urinn frá Bergi í Brattholti sem Bergsætt er frá tal- in. Hún var ekki síður framúrskarandi en Sigurður og þótti bera af ungum stúlkum í sinni sveit. Hún var öllum hnútum kunnug í rekstrinum og Sigurði þótti fengur í að fá hana sem ráðskonu. Raunar voru þau orðin hjón eftir fyrsta árið. Hjónaband þeirra var barnlaust, en Sigurður eign- aðist soninn Davíð, framhjá konu sinni, árið 1916, með Vilborgu Einarsdóttur, sem fædd var 1888, og því tuttugu árum yngri en hann. Hún var þá vinnukona á Hólnum hjá þeim hjónunum. Teningnum kastað Valgerður hafði átt tvær dætur um aldamótin 1900, með Gunnlaugi Björnssyni, bakara á Stokkseyri, f. 1876. Gunnlaugur og Guðfinnur afi minn voru þre- Kolviðarhóll 1907. Húsin byggð af Guðna Þorbergssyni og Margréti Jónsdóttur. Árið 1929 létu Valgerður og Sigurður reisa hið glæsilega og vandaða þriggja bursta hús Guðjóns Samúelssonar arkitekts.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.