Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2018, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.10.2018, Blaðsíða 10
 11' **' * w JfrríBt : * /L* ' Christus Victor, mósaík mynd, Enworbar 1903, Ijósmynd Griffindor, sótt á Wikimedia „ELSKAVILÉG EINAN ÞIG, ELSKU FAÐIR, LÁTTU MIG, ALDREIFRÁ ÞÉR FARA. Ó, þú, sem leiðir lífsins strauma, ég legg íhönd þér viljans tauma og alla mína æskudrauma. Ég hlusta í djúpri þögn á þig er þú vilt fræða mig. Söngvar þessir fela í sér alvarlega játningu og bæn sem skiptir sköpum fyrir þann sem syngur og játar - ef það er gert af heilu hjarta. Jesús skiptir mestu máli og mikilvægast er að elska Drottin af öllu hjarta, huga og mætti. Við erum ekki kölluð til hálfkáks eða hálfvelgju, þaðan af síður einhverrar óvissu um stöðu okkar gagnvart frelsaranum sem öllu kostaði okkar vegna, er upprisinn, lifandi og nálægur frelsari. í söngnum Bæn unglingsins (Drottinn Guð, þig dái ég) er elskan til Jesú ákveðnari og skýrari en á þessum sömu nótum: „Elska vil ég einan þig, elsku faðir, láttu mig, aldrei frá þér fara.“ Og í þriðja versinu: „Ég er þinn og þú mér allt.“ í söngnum Vér komum, Jesús kæri er svo að orði komist: „Þú mátt oss eiga alla og æsku vorrar hag.“ Allir þessir söngvar draga fram hið einlæga og innilega samband við Jesú sem hann kallar okkur til og þráir að eiga með okkur. Líf okkar ræðst af því hver viðbrögð okkar eru hvers og eins og hvort við getum tekið undir játninguna „Ég er þinn og þú mér allt.“ Eins og Jesús gaf okkur sig, þannig gefum við honum okkur. Djúp ást og eiska tengir okkur og Jesú, rétt eins og í sambandi elskenda. (söngnum Méreyddustallarrósir byrjar söngurinn í þriðju persónu, þar sem sungið er um Jesú í fyrstu tveim erindunum: / augu hans ég horfði, í hjartadjúp hans inn. Þá beygðust holds og hjartans kné og hrundu tár á kinn. En síðan, í þeim næstu, er Jesús ávarpaður sem „ástvin eini“ og lokaversið á þessum sömu nótum og hér að framan: 10 I bjarmi apríl 2018

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.