Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2018, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.10.2018, Blaðsíða 5
J Á, ÓHÆTT ERAÐ SEGJAAÐ ÞÖRFIN FYRIR KRISTILEGT FÉLAGSSTARF FYRIR BÖRN OG UNGLINGA HEFUR ALLAVEGA EKKIMINNKAÐ Þetta hafði áhrif á val mitt á ævistarfi, þar sem ég gerðist kennari til að starfa með börnum og á tveimur tímabilum vann ég fyrir KFUM og KFUK sem æskulýðsfulltrúi í fullu starfi. Þetta hefur því haft gífurleg áhrif á mig, að ekki sé talað um hjónabandið, en ég kynntist Þórunni konu minni er við unnum saman sem leiðtogar í félagsheimili KFUM og KFUK við Maríubakka á sínum tíma. Að sjálfsögðu og ekki síst kemur lífsviðhorfið og kallið til trúar og eftirfylgdar við Jesú, sem ég held að hafi hljómað sterkt, þó svo ég hafi að einhverju marki, eins og margir, fengið trúarlegt uppeldi sem hefur haft sín áhrif líka. Þú nefnir trúaruppeldið og að það átti sinn þátt í mótun séra Friðriks en þessi áhrifaþáttur virðist fara þverrandi í íslensku samfélagi. Er ekki vaxandi þörf fyrir kristilegt æskulýðsstarf? Já, óhætt er að segja að þörfin fyrir kristilegt félagsstarf fyrir börn og unglinga hefur alla vega ekki minnkað. Við okkur blasir vaxandi skeytingarleysi um kristna trú, guðleysi og ákveðin andúð í garð kirkju og kristni. Kennsla í trúarbragðafræði í skólum landsins er orðin mjög lítil, þó svo eflaust megi finna að inntaki og kennsluaðferðum fyrri ára í kristinfræði eins og fleiri námsgreinum. En Ijóst er að þekking barna á Biblíunni, biblíusögum og grunni kristinnar trúar er allt önnur í dag en áður var. Og trúarlegt uppeldi á heimilum þróast líklega svipað. En á móti kemur að áður var hverfandi lítið barna- og unglingastarf á vegum kirkjunnar, en þjóðkirkjan hefur tekið þennan þátt mun alvarlegar síðustu áratugina en var t.d. á fyrstu áratugum KFUM og KFUK. Æskulýðsstarf innan kirkjunnar hefur vaxið og eflaust má eitthvað af því þakka starfi KFUM og KFUK. í dag er það svo að margar sóknir kjósa að vinna með KFUM og KFUK að barna- og unglingastarfi eða fela það félögunum. bjarmi | apríl 2018 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.