Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2018, Blaðsíða 33

Bjarmi - 01.10.2018, Blaðsíða 33
Fimm fireíitíngar fólks í lorystu CAREY NIEUWHOF Með þátttöku í kirkjulegri forystu getur fólk álitið að það falli ekki fyrir freistingum sem annars mæta fólki, t.d. í atvinnulífinu. En þó svo það hljómi vel er það ekki reyndin. Fyrir nokkrum árum benti Patrick Lencioni á fimm freistingar framkvæmdastjóra. Allar eiga þær við um fólk í einhvers konar forystu enda margt gagnlegt í bókum Lencionis. Þessar fimm freistingar eiga við um flesta, en verða flóknari í kirkjulegu samhengi. Ég og þú, við erum mannleg og komumst ekki undan freistingum sem mæta öllum öðrum. Með því að átta okkur á því að við erum berskjölduð fyrir fjölda freistinga, mistaka og ýmsu öðru erum við betur sett en ella. Sjálfsvitund er gjöf. Hún getur leitt til játningar, iðrunar og breyttrar stefnu. Afneitun er annað mál. Ef við teljum okkur laus við synd eða að ekki komi fyrir okkur það sama og aðra. þá væri óskandi að svo væri. En ég tel að Ritningin minni okkur á að ef við teljum okkur ekki hafa synd þá svíkjum við okkur sjálf. Afneitun felur í sér margföldun - því meira sem við teljum það ekki eiga við um okkur, þeim mun meiri hætta er á að það gerist. Ég hef glímt við allar fimm freistingarnar á mismunandi tímum og er ekki endanlega búinn að sigrast á þeim. En góðu fréttirnar eru þær að sjálfsskoðun og sjálfsvitund skipta mjög miklu máli ef við viljum forðast að gera sömu algengu mistökin aftur og aftur. Ef þetta er rétt mynd af þér getur þú breyst. Svo mikill er máttur játningar og iðrunar. Hér eru freistingarnar fimm sem ég sé herja á fólk í forystu: 1. AÐ VELJA VINSÆLDIR OFAR HUGREKKI Já, að vera vinsæll. Þó að það sé draumur sérhvers grunn- og framhaldsskólanema þá er það ekki góð afstaða þeirra sem eru í forystu. Fjöldi presta og forstöðufólks í kirkjulegu samhengi er innst inni á valdi þess að gera fólki til geðs. Lykilmarkmið forystu er að sameina mismunandi einstaklinga vegna sameiginlegs verkefnis. Forysta er ekki fyrir veikgeðja, en hlutverk forystunnar er að koma fólki þangað sem það annars færi ekki án forystu. Það krefst hugrekkis, mikils hugrekkis. En ef við reynum að gera fólki til geðs er það yfirleitt á kostnað hugsjónar eða hlutverks. í stað þess að halda áfram í djörfung enda vinsældasafnarar með fjölda fólks (reyndar síminnkandi hóp) sem er ekki að fara neitt eða gera neitt sérstakt. Er það einmitt það sem við viljum skilja eftir okkur? Ég held ekki. Ef við viljum vera vinsæl, þá skulum við ekki sinna forystu. 2. AÐ LÁTA EINS OG ALLT SÉ BETRA EN ÞAÐ ER Ef starf okkar er eins og lokaður heimur og fólk spyr okkur sífellt hvernig við höfum það, þá er mjög svo freistandi að segja að allt gangi vel, þegar svo er ekki. Vera má að erfitt sé heima fyrir eða samfélagið við Guð virðist dauft. Eða við berjumst við vonbrigði og ósigra. Þrýstingurinn á að segja að allt sé í góðu lagi er mikill. En það bjarmi apríl 2018 | 33

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.