Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2018, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.10.2018, Blaðsíða 6
VIÐ HÖFUM VERIÐ AÐ TAKA FÖSTUM TÖKUM ÞJÁLFUN LEIÐTOGA, OG ÞAR ERÁKVEÐIN STEFNA OG STARF í GANGISEM VIRÐIST VERA FARIÐ AÐ SKILAÁRANGRI Sumarbúðastarfið virðíst vel sótt þrátt fyrir að þrengt hafi að með styttri skólafríum. En það er tilfinning mín að starfið meðal eldri barna og unglinga sé ekki eins þróttmikið og var, er þetta rétt? Við upphaf aldarinnar merktum við fækkun, því er ekki að neita. En síðustu árin hefur fjölgað aftur, einkum í unglingastarfinu. Og við höfum verið að taka föstum tökum þjálfun leiðtoga, og þar er ákveðin stefna og starf í gangi sem virðist vera farið að skila árangri og sem við trúum að muni skila sér í öflugu starfi. Það sem líka hefur gerst er að leiðtogar starfa mun styttri tíma en áður. Þegar ég var æskulýðsfulltrúi fyrir 20-25 árum var góður hópur leiðtoga á fimmtugs og sextugsaldri, jafnvel sjötugsaldri, en mjög fáir eru núna eldri en 25-30 ára. Það er gerbreyting, mun hraðari endurnýjun en áður var. Veistu skýringuna á því? Eflaust tengist þetta breyttu samfélagi, auknum kröfum fólks og fleiri tækifærum en áður. Að vera foreldri í dag þar sem báðir vinna úti gefur fólki ekki mikinn aukatíma fyrir utan vinnu og fjölskyldu. Miklu flóknara og meira krefjandi er að vera foreldrar í dag en fyrir 30-40 árum. Þetta sjáum við líka í skólastarfinu þar sem fundarseta kennara með foreldrum hefur stóraukist frá þeim tíma er foreldrar mínir voru í sambandi við skólann nokkrar mínútur á ári. í tengslum við 150 ára minningu séra Friðriks er rifjað upp að hann ákvað að gerast lærisveinn Jesú Krists og átti sterka afturhvarfsreynslu í Færeyjum. Er þetta enn lykiláhersla í starfi KFUM og KFUK, að gerast lærisveinn Jesú Krists? Við horfum enn mikið til sögunnar og hluti af því er að vera upptekin af því að þessi arfleifð og markmið félagsins sé enn í heiðri haft. Þegar ég hitti ungt fólk á fundum þar sem rætt er um mótun stefnu þá er þessi áhersla á persónulega trú og eftirfylgd yfirleitt mjög sterk hjá því. Ég trúi því að þetta sé enn grunnþáttur. Það er mikilvægt að horft sé til afstöðu hvers og eins en hins vegar má ekki gleyma því að iðkun kristinnar trúar er samfélagsverkefni. En áherslan hefur kannski breyst frá samkomum yfir í áhugahópa eins og til dæmis karla- og kvennakór og útivistarhópa. / nágrannalöndunum og víða um heim virðist KFUM og KFUK hafa fjarlægst þennan grundvöll hægt og sígandi, hið félagslega stendur eitt eftir, er hætta á að slíkt hið sama gerist hér? Stefna félagsins er að miðla ákveðnum boðskap, vera boðandi félag sem vill hafa áhrif á fólk til persónulegrar trúar. En ég get ekki tekið svo stórt upp í mig að hættan sé ekki fyrir hendi eins og í öllu kristilegu starfi. Ef við erum ekki vakandi fyrir því að halda markmiðunum á lofti þá etur stefnan breyst. En stefnan er skýr. Félögin verða 120 ára á næsta ári, er eitthvað fram undan af því tilefni? Við höfum ekki rætt það mikið, höfum einblínt á þessi 150 ár frá fæðingu séra Friðriks. Ætli við beinum ekki sjónunum að sögunni aftur á 125 ára afmælinu. Það er alltaf spurning hvaða tilefni á að nota. Við horfum til sögunnar en ef alltaf er verið að halda upp á minnsta tilefni krefst það síns og dregur úr áherslu á starf í nútíð og framtíð. Eitthvað sem þér liggur á hjarta að lokum? KFUM og KFUK verður aldrei annað en summan af því sem við félagsmenn stöndum fyrir. Persónuleg afstaða hvers og eins skiptir því miklu máli. Trúin er samfélagsleg, við myndum samfélag og viljum hafa áhrif. Við erum kölluð og það er forsenda þjónustunnar í starf KFUM og KFUK, að fólk eigi trú og sé kallað á þeim Gefðu Guði algjörlega hjarta þitt, elskaðu hann, treystu honum og hlýddu honum. Sr. Friðrik Friðriksson r. - tcnHifaitrtJ wn m. Fríðri.gý& JSÍ 6 | bjarmi | apríl 2018

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.