Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2018, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.10.2018, Blaðsíða 21
 máli, grísku, þá eiga þeir atburðír, sem frá er sagt, sér stað í að mestu semísku umhverfi. Jesús segir dæmisögur sínar á arameísku, yngri mynd hinnar gömiu hebresku, og orðfæri hans hefur verið mótað af semísku tungutaki.2 Hér skal aðeins vikið að dæmi um hvaða máli þetta getur skipt fyrir bibiíuskilning - þeir sem fróðari eru geta bætt um betur. A.m.k. einn grundvallarmun má oft finna á efnisnálgun út frá semískum hugsunarhætti og þeim evrópska sem tengja má grískri fræðahugsun. Okkur er tamt að vísa beint til kjarna þess máls sem verið er að fjalla um og niðurstaða umfjöllunar er jafnan gefin undanbragðalaust. SEMÍSKUR TJÁNINGARMÁTI Þetta er ekki sjálfsagt að semískum þankagangi. Þar er eðlilegra að setja fram nokkrar staðreyndir eða sjónarhorn og láta áheyrendur eða lesendur finna kjarnann eða að ætla má aö i ýmsum tiltellum menn nálgast niðurstöðuna eða kjarna málsins með umræðum. Við þekkjum reyndar nokkra hliðstæðu beggja nálgananna úr stjórnsýslu eða fundarformum. Nefndar- eða félagsformaður getur sett fram skilning sinn, kjarna málsins eða þá niðurstöðu sem honum finnst eðlileg f einhverju máli og kannski óskað atkvæðagreiðslu um það. Annar í sömu stöðu reynir að fá fram mismunandi sjónarmið og umræður út frá mismunandi sýn, hvort sem málið er útkljáð á staðnum eða menn fara heim og hugsa það áfram. Sebastian Brock3 útskýrir þennan mun hefðanna, í umfjöllun um merkan semíska guðfræðing, Efraím Sýrlending (um 306- 373 e.Kr.),4 með því „að sjá fyrir sér hring með depli í miðju, þar sem miðdepillinn táknar viðfangsefni guðfræðilegrar rannsóknar. Heimspekilega guðfræðihefðin [griskættuöj leitast við að skilgreina, setja mörk ... eða festa skilgreiningu við þennan miðdepil, þar sem semísk nálgun heilags Efraíms með Ijóðum leggur til röð af yfirlýsingum, þverstæðukenndum eins og þær væru staðsettar hver andspænis annarri á hringferlinum, en miðdepillinn látinn óskilgreindur en sitthvað má álykta um hann með því að tengja saman ýmsa depla á hringferlinum." En látið ekki þessa, að því er kann að virðast, flóknu skýringartilraun trufla ykkur en snúum okkur að skýru dæmi úr guðspjalli Lúkasar. SAMVERJINN OG SYSTURNAR í 10. kafla Lúkasarguðspjalls eru tvær kunnar frásagnir sem fylgjast að. Sú fyrri er dæmisagan um Miskunnsama Samverjann (Lúk 10.25-37). Boðskapur hennar virðist auðskilinn - miskunnsemi, að hjálpa nauðstöddum, undanbragðalaust, skiptir bjarmi | apríl 2018 | 21

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.