Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2018, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.10.2018, Blaðsíða 19
að leita einfaldari lífshátta með meiri áherslu á hugarástand og góð djúp mannleg samskipti og þá einnig dýpri tilvistarleg samskipti eða tengsl - þ.e. gæði samskiptanna fremur en magnið. Spyrja má hvers vegna fjallað hafi verið um þessi mál á byggðaráðstefnu. Skýringin er sú, að bent var á að dreifbýlið hafi visst forskot þegar þessi umskipti ganga yfir. Tengslin við náttúruna væru mikilvæg í sambandi við lífsfyllingu og úti um sveitir væri mikið af fólki sem teldi þau tengsl og önnur dýrmæt tengsl sín mikilvægari en magn af vörum og þjónustu sem auðvelt væri að skapa og kaupa. HVAÐ GEFUR TILGANG? En víkjum nánar að því sem skapar varanlega ánægju og þar með lífsfyllingu. Hvað einkennir störf eða starfshætti sem vekja og viðhalda áhuga? Við þessu eru raunar til nokkuð skýr og áhugaverð svör. í fyrsta lagi má segja að mjög margvísleg störf geti verið áhugaverð og veitt lífsfyllingu. Aðalatriðið er að skynja tilgang í því sem verið er að gera. Og rannsóknir sýna að þessi tilgangur er á þremur sviðum, persónulegu, félagslegu og félagssiðferðilegu. Til þess að fólk finni tilgang í einhvers konar vinnu eða starfsemi er mikilvægt að þetta feli eftirfarandi í sér: 1) að stuðla að persónuþroska, 2) að skapa gefandi tengsl og 3) að þjóna markmiði sem er víðtækara/ æðra en viðkomandi einstaklingur. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að sjá, að þessar kröfur falla fullkomlega að kristinni trú og það er þá ekki aðeins dreifbýlið sem hefur forskot þegar þetta nýja „hagkerfi" fær yfirhöndina sem getur gerst nokkuð hratt miðað við reynsluna af fyrri umskiptum. Þessi þreföldu viðmið er greinilega einnig hægt að nota sem tæki þegar verið er að þróa og meta ýmsa starfsemi og þá ekki síður gefandi og uppbyggilegt kirkjulegt starf. Ég hvet svo fólk til að verða sér úti um þessa fremur aðgengilegu bók eftir Hurst en láta ekki þessa mola úr henni (og að nokkru úr eríndi hollenska prófessorsins) duga. 'European Rural Parliament, haldið i Venhorst í Hollandi. 2The Purpose Economy: How your Desire for Impact, Personal Growth and Community is Changing the World, útg. Elevate, 2014. m o “Aaron Hurst powerfully sums up in The Purpose Economy the fundamental changes taking place in the business world.” - ARIANNA HUFFINGTON. Chair, President and Editor-in-Chief of the Huffington Post Media Group PURPOSE BESTSELLER The Book That Launched The Purpose Revolution bjarmi | apríl 2018 | 19

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.