Bjarmi - 01.10.2018, Blaðsíða 24
Kirkjiiklukkiirnar
„VIÐ KIRKJUMNAR KLUKKNAHLJÓM KENNI ÉG GUÐS MÍNS RÓM
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON
1. NÁLGUN
Loftbelgir eru vinsælir m.a. í Evrópu.
Þegar menn svífa í þeim um loftin blá yfir
borgum og bæjum, þá verða ferðalangar
þess varir hvernig ómur kirkjuklukkna berst
alla leið upp til þeirra. Það er sem hljómur
þeirra hefji sig ekki bara yfir þann skarkala
og hávaða sem yfirgnæfir svo margt á
jörðu niðri, heldur ómi um allan himininn.
í Vestur-Evrópu eru menn vanir að hlusta
eftir kirkjuklukkum og leyfa þeim með
slögum sínum að tjá hvað tíma dags og
nætur líður. Þær hafa um aldaraðir mótað
kynslóðir og menn ganga að því sem gefnu
að ómur kirkjuklukkna umvefji veruleikann.
Vitundin um mikilvægi kirkjuklukkna liggur
því djúpt í menningunni.
Það er nú ekki svo langt síðan klukkur
urðu almennar á heimilum og enn þá styttra
síðan armbandsúr urðu almenningseign.
Fram að þeim tíma studdust menn við slög
kirkjuklukkna sem tjáðu fólki hve langt væri
liðið af nóttu eða degi. Förum við enn aftar í
tímann - þegar ekki var almennt, að komið
væri fyrir klukkum í kirkjuturnum, í turna
ráðhúsa eða annarra opinberra bygginga
- þá skíptu slög kirkjuklukkna sköpum. í
slögum þeirra var greint frá gangi tímans
og ábyrgð hringjara var því mikil. Segja
má að ómur kirkjuklukkna hafi snert allt
líf fólks. Klukknahringingin setti svo að
segja ramma reglna um líf almennings og
veitti tímanum farveg sem líf manna fylgdi.
Hljómur klukkna sagði til um hvenær
vinna dags hófst, hvenær hádegishlé var
og hvenær kvölda tók og vinnudegi lauk.
Klukkuhringing að morgni, í hádegi og
að kvöldi gaf streymi tíma hversdagsins
farveg og sagði líka til um tíma bænahalds
í klaustrum og kirkjum.
Klukkur og bjöllur hafa líka mikilvægu
hlutverki að sinna á hinu veraldlega sviði.
Skip hafa sínar klukkur, vitar og sum dufl.
Fundir í ríkisstjórnum, borgarstjórnum,
í stjórnum ýmissa félagasamtaka eða
uppboð o.s.frv. hefjast oft með klukku- eða
bjölluhringingu. Ef við lítum til hversdagsins
þá þekkjum við vel til dyrabjallna, sem
tilkynna komu gesta og heimsókna. Það
má greina í öllu þessu hvernig hljómur
kirkjuklukkna sameinar svið hins andlega
og veraldlega. Þegar ómur þeirra berst inn
í veruleika hins veraldlega er það sem hann
vísi mönnum á aðra vídd tilverunnar.
Trúarleg hlutverk klukkna eða
kirkjuklukkna eru augljós. Um aldir og
jafnvel árþúsundir hafa þær tengst
trúarbrögðum. Þannig segir ( 150.
Davíðssálmi: „Lofið hann [Drottinj með
hljómandi skálabumbum, lofið hann
með hvellum skálabumbum" (Slm 150.
5). í sálminum er fjallað um að Guð noti
ekki bara rödd mannsins til að boða náð
sína og fyrirgefningu með, heldur einnig
með hljóði, ómi og hljómum hinna ýmsu
hljóðfæra eða almennt með tónlistinni.
24 | bjarmi | apríl 2018