Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2018, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.10.2018, Blaðsíða 8
„£g er þiiui og þú méi* uiir* - ÁST, STRÍÐ OG SIGURHETJAN JESÚS í SÖNGVUM SÉRA FRIÐRIKS RAGNAR GUNNARSSON Kveðskapur séra Friðriks Friðrikssonar er um margt áhugaverður og óhætt að segja að hann hafi haft margvísleg áhrif. Ástæða er til að staldra við þann þátt á þessu ári þegar 150 ár eru liðin frá fæðingu æskulýðsleiðtogans. Á námsárum sínum í Kaupmannahöfn kynntist Friðrik og varð hluti af starfi KFUM þar sem söngurinn skipti miklu máli. Var það ekki vegna söngsins eins, heldur ekki síst vegna boðskaparins og hvatningarinnar um að fylgja Jesú Kristi heils hugar. Á fyrstu árum sínum eftir heimkomuna til íslands vann hann m.a. fyrir sér með því að yrkja erfiljóð, mörg eflaust týnd og töpuð en önnur varðveítt. Haldin hafa verið erindi og skrifuð lokaritgerð til BA prófs við Háskóla íslands um sálma séra Friðriks.1 í þessum greinarstúf verður sjónum beint að tveimur ólíkum meginþemum, ást og stríði og í tengslum við stríðið fjallað um Sigurhetjuna Jesú. ÁSTIN Það var trúlega fyrst í unglingastarfi KFUM sem undirritaður fór að syngja á fundum söngva með vísun í elsku til Jesú, innilegt og persónulegt samfélag við hann þar sem hann er tilbeðinn og sá er syngur gefur sig honum á vald. Án efa endurspegla þessir söngvar trú og trúariðkun séra Friðriks og þá áherslu sem hann lagði á lifandi og persónulegt samfélag hvers og eins við Jesú Krist. Eflaust er þetta áhersla í anda jákvæðrar heittrúarstefnu sem Danska heimatrúboðið lagði áherslu á en KFUM í Danmörku starfaði innan eða sem hluti þess framan af liðinni öld. Önnur hefð sem séra Friðrik þekkti eflaust vel var íhugunarhefð miðalda og þar á meðal áherslan á gagnkvæma ást Jesú og brúðarinnar. í myndmáli Biblíunnar er brúðurin söfnuðurinn en einnig er hefð fyrir því að lesa Ljóðaljóðin með andlegri skírskotun einstaklings sem lítur á sig sem unnustuna eða brúðina. Einn af söngvum séra Friðriks um hið innilega, gefandi samband er söngurinn Vinur drengja, sem séra Friðrík orti eftir danskri þýðingu vinar síns Olferts Ricard á Ijóði frá Suður-Afríku. f þeim söng er Jesús ávarpaður í annarri persónu, í persónulegri tilbeiðslu, eins og í fleiri söngvum hans. Þannig eru annað og þriðja erindi: Ég veit að ég er velkominn, þú vinur drengja, í faðminn þinn og legg því veg og vilja minn á vald þér, Jesús Kristur. Á ævi minnar árdagsstund ég allt þér gef, mitt líf, mitt pund, og gef það strax með Ijúfri lund þú lífsins herra, Jesús. Svipuð áhersla er í söngnum Ó þú sem elskar æsku mína en þannig er annað erindið: 8 | bjarmi | apríl 2018

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.