Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2018, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.10.2018, Blaðsíða 18
IYi sýn - VIGFÚS INGVAR INGVARSSON f október árið 2017 sat ég evrópska ráðstefnu2 um byggðamál sem haldin var í Hollandi. Við Ómar Ragnarsson vorum þarna sem fulltrúar samtakanna Landsbyggðin lifi. Margt var þarna áhugavert að sjá og heyra sem ekki kemur þessu greinarkorni við. En þarna flutti hollenski prófessorinn, Kees Klomp, einkar áhugavert erindi um svokallað tilgangshagkerfi. Aðspurður kvaðst hann ekkert hafa enn sent frá sér, nema á hollensku, en benti hins vegar á bók eftir bandarískan hugsuð, Aaron Hurst, sem fjallaði um þessi mál. Ég varð mér því úti um þá bók.2 Hér skal aðeins gripíð niður í nokkrar lykilhugmyndir þessarar áhugaverðu bókar. Bent er á, að langt aftur í öldum ríkti landbúnaðarhagkerfið. Undirstaða efnahagslífsins var framreiðsla og dreifing matvæla. Svo kom iðnbyltingin og innleiddi iðnaðarhagkerfið en síðla á 20. öld er talað um að upplýsingahagkerfi hafi orðið ráðandi með áherslu á söfnun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga og þá hraða og magn í þessu sambandi líkt og áður. UPPLÝSINGAHAGKERFI KEMUR OG FER Innreið upplýsingahagkerfisins var býsna hröð, eins og við fslendingar þekkjum svo vel og þá jafnframt gagnger áhrif þess á mannleg samskipti. Þess má geta, þó að ekki tengist það beint umfjöllun bókarinnar, að þessi hraða þróun hefur gefið lítið svigrúm til að bregðast við neikvæðum afleiðingum þróunar tækni og samskipta á mannlífið og þá sérstaklega á uppvaxandi kynslóðir. Hér skal hvatt til þess að kirkjan og einstakir söfnuðir búi sig undir að sinna forvarnar- og stuðningsstarfi fyrir foreldra, börn og unglinga til að bregðast við líklegri holskeflu vandamála á næstu árum vegna óhóflegrar notkunar samskiptamiðla og tölvuleikja og þess háttar. Á þessu sviði virðist auðvelt að þróa með sér ófullnægjandi mannleg samskipti og sjúklega fíkn. En snúum okkur aftur að bók Aarons Hurst. Hann færir rök fyrir því, að það hilli undir endalok upplýsingahagkerfisins. Það sem við taki nefnir hann tilgangshagkerfi. Það fari brátt að draga úr áherslu á magn og hraða framleiðslu, hvort sem er um er að ræða vörur (sbr. iðnaðarhagkerfið og þær „vörur" sem fylgja upplýsingahagkerfinu) eða magn upplýsinga og hraða á dreifingu þeírra. Ýmsar þjóðfélagslegar breytingar koma hér við sögu. ÞARFAPÍRAMÍDI MASLOWS Hurst vísar m.a. til þarfapíramída Maslows sem margir kannast við. Maslow raðar niður mannlegum þörfum eftir mikilvægi þeirra. Fyrst leitast fólk við að uppfylla grunnþarfir fýrir næringu, síðan koma þarfir fyrir öryggi á ýmsum sviðum. Að þessum þörfum uppfylltum beinist athyglin að þörfum fyrir félagsskap og ást og síðan sjálfsvirðingu og virðingu annarra og loks, efst í píramídanum, lífsfyllingu og sjálfsþirtingu. Þegar komið er svona hátt í píramídanum er uppfylling grunnþarfanna fólki oft svo sjálfsagður hlutur að lítil lífsfylling verður þangað sótt. Og við sjáum að aukinn hraði og magn upplýsingastreymis skilar ekki lífsfyllingu að sama skapi, ekki fremur en sífellt aukið magn af alls kyns varningi sem fólk kemst yfir. NÝIR LÍFSHÆTTIR Víða má finna, að fólk er að draga úr áherslu á magn neysluvarnings í kringum sig og jafnvel 18 | bjarmi | apríl 2018

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.