Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2018, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.10.2018, Blaðsíða 17
ma í UMSJÁ MAGNÚSAR VIÐARS SKÚLASONAR PRESTURINN, VATNIÐ OG VÍNIÐ Prestur nokkur sem hafði þjónað dyggilega í prestakalli sínu úti á landi lenti eitt sinn í því er hann var að keyra heim til sín seint um kvöldið að lögreglan stöðvaði hann. Presturinn hafði haft það orð á sér að verða heldur hált á svellinu þegar það kom að áfengi og fannst sopinn góður, þó helst til góður við allt of mörg tilefni. Lögreglumaðurinn taldi nú að presturinn hefði fengið sér fullmikið í glas þetta kvöldið enda benti ökulagið til þess að hann væri ekki alveg með alla athygli við aksturinn. Lögreglumaðurinn bað prestinn um að renna niður bílrúðunni og á móti honum tók slíkur brennivínsfnykur að annað eins hafði ekki fundist i plássinu síðan það kviknaði í gömlu vínbúðinni sumarið '74. Lögreglumaðurinn spurði þá prestinn hvort hann hefði eitthvað verið að fá sér í glas. Presturinn svaraði þá snögglega að hann hefði nú einungis verið að fá sér vatn að drekka þetta kvöldið. Lögreglumaðurinn spurði þá af hverju hann fyndi þá svona sterka áfengislykt af honum. Presturinn hugsaði sig aðeins um en svaraði svo hátt og snjallt: „Lofaður sé Drottinn, Hann gerði þetta aftur!" MÁLGLAÐA KÝRIN Bóndi nokkur norður í landi varð fyrir því óláni að hann missti Nýja testamentið sitt úr vasanum þegar hann var lengst úti á jörðinni sinni að laga girðinguna þar. Tók hann ekki eftir því að hann hafði týnt því fyrr en hann var kominn til baka að bænum og hafði ekki hugmynd um hvar hann hafði týnt því. Bóndinn var í talsverðan tíma að jafna sig á þessu enda var þetta Nýja testamenti sem hann hafði fengið að gjöf þegar hann var 10 ára gamall frá nokkrum Gídeon-félögum sem höfðu heimsótt bekkinn hans í skólanum og fært honum bókina góðu að gjöf. Svo gerist það einn daginn að ein af kúm bóndans kom labbandi upp að bænum með eitthvað uppi í sér. Þegar bóndinn kom út og sá kúna standa við bæjarhlaðið þá sá hann að hún var með Nýja testamentið í kjaftinum. Bóndinn trúði varla sínum eigin augum og kallaði hátt upp yfir sig að þetta væri sannarlega kraftaverk. Þá opnaði kýrin munninn og sagði við hann: „Þetta er nú varla kraftaverk, nafnið þitt stóð inni á fyrstu blaðsíðunni!" RÁÐHÚSVERKIR Maður nokkur hafði unnið til fjölda ára í ráðhúsinu í Reykjavík. Einn daginn er hann var að flýta sér niður á neðri hæðina til þess að klára frágang eftir listasýningu, sem hafði verið í sýningarrými ráðhússins, þá rann hann illilega í tröppunum, féll niður og vankaðist. Höggið var slíkt að hann var í dái í nokkra daga. Einn daginn rankar borgarstarfsmaðurinn loks við sér og sér að læknirinn stendur við rúmgaflinn og fylgist með líðan hans. Læknirinn labbar rólega að manninum, sest niður hjá honum og segir við hann: „Ég er með slæmar fréttir og ég er með góðar fréttir fyrir þig. Svo ég segi þér það fyrst þá er allar líkur á því að þú eigir aldrei eftir að geta unnið aftur." Borgarstarfsmaðurinn sagði þá: „Allt í lagi, hverjar eru þá slæmu fréttirnar?"

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.