Bjarmi - 01.10.2018, Blaðsíða 26
KIRKJU-
KLUKKUR
ERU
MÖGNUÐ
HLJÓÐFÆRI
OGINNAN
KRISTN-
INNAR ERU
ÞÆR TÁKN
HREINLEIKA
Kirkjuklukka Tálknafjarðarkirkju
Það var mikil list að steypa klukkur
og leyndarmál þess geymdu meistarar
þeirrar listgreinar. Elsta handrit sem til er
um hvernig eigi að búa til kirkjuklukkur er
frá 10. öld og ritað af Theophilusi nokkrum,
munki af Benediktsreglu. Á miðöldum fá
klukkurnar það útlit sem við þekkjum
í dag en framleiðsla þeirra var alfarið í
höndum kirkjunnar og vissar munkareglur
sérhæfðu sig í henni. Hin sígilda kvikmynd,
Andrei Rublev, eftir Andrei Tarkovsky,
með sögusvið á óróleikatímum á 15.
öld í Rússlandi, hverfist að nokkru leyti
um táknræna merkingu og gildi þess að
steypa gríðarstóra kirkjuklukku enda ýmist
bönnuð eða ritskoðuð í Sovétríkjunum.
Embætti hringjara var og ábyrgðarmikið
enda lengi vel í höndum klerka. Eins
og áður er getið hýstu kirkjuturnar oft
margar klukkur þar sem hver um sig
hafði ekki einungis visst hlutverk, heldur
báru þær nöfn tengd þeim. Það sem er
merkilegt við kirkjuklukkur er að grunntónn
þeirra hljómar aldrei einn, bara rétt eftir
að kólfurinn slæst í belg klukkunnar.
Slagið kallar strax fram hljóm þeirra sem
samanstendur af grunntón, þríund,
fimmund, sexund og sjöund. Hljómurinn
getur verið hvort sem í dúr eða moll. Þegar
tónlistin á miðöldum — sérstaklega á 13.
26 | bjarmi | apríl 2018