Fréttablaðið - 19.02.2022, Page 4

Fréttablaðið - 19.02.2022, Page 4
Það á að vera mjög gott veður alla helgina. Brynjar Helgi Ásgeirsson, for- stöðumaður Hlíðarfjalls kristinnhaukur@frettabladid.is kosningar Þrennar sameiningar- kosningar fara fram í dag, samtals í sex sveitarfélögum. Þetta eru í fyrsta lagi Blönduós- bær og Húnavatnshreppur, í öðru lagi Snæfellsbær og Eyja-og Mikla- holtshreppur og síðan Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur. Til að sameining gangi í gegn þarf hún að vera samþykkt í báðum sveitarfélögum. Yrði þá kosið til sameiginlegrar sveitarstjórnar í vor. Valdimar Hermannsson, sveitar- stjóri Blönduósbæjar, segist búast við ágætri kosningaþátttöku . Nýlega hafi hópur nafnlausra and- stæðinga sameiningar sent dreifi- miða inn um lúgur hjá fólki, þar sem hann segir snúið út úr vinnu sameiningarnefndarinnar. „Þessi dreifimiði hreyfði við umræðunni og það er gott,“ segir Valdimar. „Það er mikil spenna um hvernig þetta fer.“ Í Húnavatnssýslu lýkur kosningu klukkan 20. Valdimar býst við niðurstöðum upp úr klukkan 21. ■ Kosið í sex sveitarfélögum Valdimar Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar kristinnhaukur@frettabladid.is norðurland Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli á Akureyri verður tekin í notkun í dag. Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður segir þetta mikinn létti. Biðin hefur verið löng og ýmis vandamál komið upp. Upprunalega átti ly ftan að rísa árið 2018 en verkið reyndist umfangsmeira en búist var við. Deilur komu upp við verktaka vegna fjármögnunar verkefnisins. Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli loksins sett í gang Búast má við margmenni í Hlíðarfjalli um helgina. Fréttablaðið/auðunn Þá kom einnig aukakostnaður vegna öryggis- og snjóflóðavarna. „Það á að vera mjög gott veður alla helgina. Núna eru 1.800 manns í fjallinu og vetrarfríið að byrja,“ segir Brynjar. Lyftan verður tekin í notkun klukkan 13 en formleg vígslu athöfn verður síðar. Margir þeirra sem ættu að vera viðstaddir hana eru með Covid. Brynjar segir að meðan svo margir séu í fjallinu sé gott að geta komið lyftunni í gagnið. ■ TRYGGÐU ÞÉR RAM Í FORSÖLU BJÓÐUM UPP Á 37”-40” BREYTINGAPAKKA ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 R A M BÍLL Á MYND: RAM 3500 LARAMIE CREW CAB MEÐ 37” BREYTINGU, KASTARAGRIND OG LJÓSKÖSTURUM Átök um skipan stjórnar Brynju, hússjóðs Öryrkja- bandalags Íslands, snúast um 30 milljarða sjóði segir Garðar Sverrisson sem rekinn var úr stjórn Brynju ásamt tveimur öðrum. Segir hann tölvupóst afhjúpa sam- særi innan Öryrkjabanda- lagsins. gar@frettabladid.is dómsmál Garðar Sverrisson, sem vikið var frá sem stjórnarmanni í Brynju, hússjóði Öryrkjabanda- lags Íslands (ÖBÍ), segir deilur um skipan í stjórnina ekki snúast um hann eins og stjórn ÖBÍ haldi fram heldur um þrjátíu milljarða króna eignir Brynju. „Ef þetta snerist um mig, hvers vegna í ósköpunum er þá gripið til þess ráðs að reka bæði Ingveldi Jónsdóttur og Arnþrúði Hörpu Karlsdóttur, sem báðar njóta gríð- arlegs trausts á vettvangi Öryrkja- bandalagsins, og þegja alveg um það gerræðislega lögbrot?“ spyr Garðar og vísar þar til ákvörðunar stjórnar Öryrkjabandalagsins um að víkja honum ásamt Ingveldi og Arnþrúði úr stjórn Brynju. „Nei, auðvitað snýst þetta hvorki um mig né þær heldur þá 30 millj- arða sem þessi sjálfseignarstofnun á, verðmætar lóðir og nærri þúsund íbúðir um allt land, verðmæti sem braskarar hafa lengi haft augastað á en aldrei komist þetta langt í að plata okkur, troða sér jafnvel inn í sjálfa stjórnina þar sem nú situr í hásæti maður sem óvart kom upp um sig,“ segir Garðar og vitnar þar í tölvupóst sem Halldór Sævar Guð- bergsson, nýkjörinn stjórnarfor- maður Brynju, hafi ætlaði að senda „samsærisbræðrum sínum“ en hafi óvart sent á ranga viðtakendur. „Sælir strákar! Við erum búnir að vinna þetta stríð og nú látum við högg fylgja kviði, tökum símafund og öndum inn í stöðuna. Flóki við þurfum aðeins að bremsa stríðs- manninn okkar, grín. Við erum með þetta í okkar höndum og nú þarf að klára pappírsvinnuna,“ segir meðal annars í tölvupósti Halldórs. Pósturinn er tilfærður í stefnu með kröfu um að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi ákvarðanir stjórnar ÖBÍ um að afturkalla umboð Garðars, Ing veldar og Arnþrúðar og kjör nýrra stjórnar- manna. „Í hálft ár hafði þessi maður setið í stjórn sem eftir mjög ítarlegar umræður hafnaði því eindregið að kaupa tugi óbyggðra íbúða á land- fyllingu Ólafs Ólafssonar í Sam- skipum, íbúðir sem gætu í fyrsta lagi gagnast öryrkjum eftir fimm ár,“ rekur Garðar atburðarásina. „En nú samþykkja þau öll á sínum fyrsta ólöglega fundi að kaupa sextíu íbúðir á þessu litla svæði til að þóknast þessum pen- ingamönnum sem við fengum ekki einu sinni að sjá framan í. Áttum bara að samþykkja og skrifa undir,“ heldur Garðar áfram. Verið sé að hugsa um eitthvað allt annað en hagsmuni öryrkja. „Í raun er þetta orðið eitt alls- herjar aðstöðubrask og mikilvægt að stjórnvöld grípi í taumana áður en þetta fólk verður dæmt fyrir brot sín, sem formanni ÖBÍ er full- kunnugt um þó hún láti eins og bandalagið sjálft sé að harma eitt- hvað þegar hennar eigin forysta er farin á taugum vegna yfirvofandi málaferla,“ segir Garðar Sverrisson. Stjórn Öryrkjabandalagsins vísaði í gær á bug orðum Garðars í Morgun- blaðinu um alvarlega spillingu í Brynju. Honum hafi verið vikið úr stjórn Brynju með einróma ákvörð- un nítján manna stjórnar því hann hafi brotið gróflega gegn skyldum sínum og brugðist trausti. ■ Burtrekinn stjórnarmaður segir póst sýna samsæri í Öryrkjabandalaginu Nú samþykkja þau öll á sínum fyrsta ólöglega fundi að kaupa sextíu íbúðir á þessu litla svæði til að þóknast þessum peninga- mönnum. Garðar Sverrisson, fyrrverandi stjórnarmaður í Brynju Blikur eru á lofti og málaferli fram undan vegna brott- vikningar þriggja stjórnar- manna úr Brynju, hússjóði ÖBÍ. Fréttablaðið/ Valli mhj@frettabladid.is Úkraína Samkvæmt upplýsingum Bandaríkjahers eru nú um 190.000 rússneskir hermenn við landamæri Úkraínu sem mun vera stærsta til- færsla heraf la frá seinni heims- styrjöldinni. Á einum mánuði hefur rússneskum hermönnum við landa- mærin fjölgað um 90.000. Rússneska varnarmálaráðuneyt- ið segir hins vegar einungis 149.000 hermenn vera við landamærin. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði við því í gær að Rússar myndu beita „falskri ögrun“ til að gera innrás og kenna þannig Úkraínumönnum um. ■ Stærsta tilfærsla herafla frá seinni heimsstyrjöldinni 4 Fréttir 19. febrúar 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.