Fréttablaðið - 19.02.2022, Qupperneq 10
Ég sagði ykkur við lok
síðasta tónleikaferða-
lags að ég myndi sjá
ykkur næst. Að ég
myndi koma aftur. Ég
er kominn aftur.
Paul McCartney
Árið 2014 veigraði
Ólafur Ragnar, fyrr-
verandi forseti, sér við
að gagnrýna Rússa
vegna innrásar þeirra í
Úkraínu.
Baldur Þórhalls-
son, prófessor í
stjórnmálafræði
við HÍ
Það er athyglisvert hvað
nálgun Guðna og Ólafs
Ragnars sem forseta gagnvart
framgöngu Rússa í Úkraínu
er ólík, segir prófessor í
stjórnmálafræði við Háskóla
Íslands. Guðni tali í takt við
íslensk stjórnvöld en Ólafur
Ragnar hafi farið eigin leiðir.
elinhirst@frettabladid.is
UTANRÍKISMÁL „Það er áhugavert
að bera orð Guðna Th. Jóhannes-
sonar, forseta Íslands, um fram-
göngu Rússa í Úkraínu saman við
ummæli Ólafs Ragnars Grímsson,
fyrirrennara hans, þegar Rússar
tóku yfir austurhéruð Úkraínu og
Krímskaga 2014,“ segir Baldur Þór-
hallsson, prófessor í stjórnmála-
fræði. Sem kunnugt er hafa rússnesk
yfirvöld lýst yfir vonbrigðum með
tíst forseta Íslands um að Ísland
sýni fulla samstöðu með banda-
mönnum NATO í ákalli til Rússa um
að minnka hernaðarleg umsvif og
virða lýðræði og landhelgi Úkraínu.
„Árið 2014 veigraði Ólafur Ragnar,
fyrrverandi forseti, sér við að gagn-
rýna Rússa vegna innrásar þeirra í
Úkraínu til þess, að sögn, að halda
góðu talsambandi við Kreml. Ólafur
Ragnar gagnrýndi ráðherra í Nor-
egi harðlega fyrir að blanda Krím-
deilunni inn í málefni norðurslóða.
Hann vildi vera sá leiðtogi Norður-
landa sem héldi góðu sambandi við
Rússa. Guðni tekur aftur á móti allt
annan pól í hæðina en fyrirrennari
hans. Þetta er algerlega í samræmi
við það sem hann hefur sagt um að
hann fylgi stefnu íslenskra stjórn-
valda í utanríkismálum og sýnir í
verki að hann gerir það.
Hörð viðbrögð Rússa við ummæl-
um forseta Íslands eru kannski ekk-
ert óeðlileg miðað við það dipló-
matíska stríð sem nú er í gangi.
Rússnesk stjórnvöld láta forsetann
heyra það.
Það sem gerist hins vegar þegar
hann stígur inn með þessum hætti,
er að Ísland öðlast meiri vigt í
bandalagi vestrænna þjóða, en
Guðni hefði ekkert þurft að gera
þetta.
En þetta sýnir vel að það skiptir
máli hvað forseti Íslands gerir og
segir,“ segir Baldur.
Því má bæta við að utanríkisráðu-
neytið segir orð forseta Íslands í
fullu samræmi við stefnu ríkis-
stjórnarinnar. ■
Guðni forseti
styrkir stöðu
vestrænna þjóða
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Ólafur Ragnar skammar norskan ráðherra árið 2014
Í mars 2014 setti Ólafur Ragnar ofan í við Ingvild Næss Stub, að-
stoðarutanríkisráðherra Noregs, á ráðstefnu í Bodö í Noregi, fyrir að
nota vettvang Norðurskautsráðsins til að gagnrýna athafnir Rússa í
Úkraínu. Forseti Íslands taldi ráðstefnuna ekki vera réttan vettvang
til að gagnrýna einn af meðlimum ráðsins.
Í nóvember 2015 sagði Jonas Gahr Störe, formaður norska Verka-
mannaflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, að Norð-
menn væru að glata frumkvæði i umræðunni um norðurslóðir til
Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands.
Ólafur Ragnar
Grímsson,
fyrrverandi
forseti Ís-
lands.
Ólafur Ragnar Grímsson ræddi við Pútín Rússlandsforseta í Rússlandi árið 2013.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
gar@frettabladid.is
TÓNLIST Bítillinn Paul McCartney
tilkynnti í gær um nýtt tónleika-
ferðalag.
„Ég sagði ykkur við lok síðasta
tónleikaferðalags að ég myndi sjá
ykkur næst. Að ég myndi koma
aftur. Ég er kominn aftur,“ segir
Paul á vefsíðu sinni þar sem sagt er
frá tíðindunum.
Nýja tónleikaferðalagið verður
undir yfirskriftinni Got Back sem
auðvitað er leikur að titli hins fræga
lags Get Back með Bítlunum og heiti
nýju þáttanna um hljómsveitina
sem sýndir hafa verið á Disney+
efnisveitunni.
Got Back tónleikaferðalagið
hefst 28. apríl í Spokane í Washing-
tonríki. Þeir tónleikar sem að svo
komnu máli hafa verið settir á blað
eru fjórtán talsins og verða allir í
Bandaríkjunum, þeir síðustu 16.
júní í Met Life Stadium í New Jersey.
Paul McCartney verður áttræður
18. júní, tveimur dögum eftir tón-
leikana í New Jersey. ■
McCartney efnir orð sín og snýr aftur
Paul McCartney verður áttræður 18. júni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Birna Halldórsdóttir 72 ára
fyrrverandi sendifulltrúi hjá Rauða krossinum
Allt er
fullorðnum fært!
Ég tók meirapróf 70 ára og leiðsögumannapróf
65 ár. Námskeið U3A um menningararfleifð
nýtist mér verulega vel í leiðsögninni. Og ég er
ekki hætt – ég fylgist áfram með öllu því sem
er í boði í Vöruhúsi tækifæranna.
Tilgangur Vöruhúss tækifæranna er að auðvelda fólki á þriðja æviskeiðinu að gera breytingar á lífi sínu
og láta óskir sínar rætast. Vöruhúsið er spennandi nýjung sem svarar kalli sífellt stækkandi hóps fólks sem
komið er yfir miðjan aldur og vill feta nýjar slóðir í lífinu á einn eða annan hátt.
Líttu inn á vöruhús tækifæranna.is
10 Fréttir 19. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ