Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2022, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 19.02.2022, Qupperneq 18
n Í vikulokin Ólafur Arnarson Við mælum með Það er markmið með frá- sögn Diljár. Markmiðið er ekki að skila skömm- inni. BJORK@FRETTABLADID.IS Í gjöfulu landi hefur gamalt fólk ekki efni á að leysa út lyfin sín. Á Íslandi er vildarvinum valdaelítu gefinn aðgangur að dýrmætum þjóðarauðlindum til ráðstöfunar að eigin vild. Örfáir kvótaþegar hagn- ast um tugi eða jafnvel hundruð milljarða á ári hverju. Við sjáum aðeins lítinn hluta þess hagnaðar vegna þess að stærstu útgerðirnar eru fjölþjóðleg fyrirtæki sem láta hagnaðinn koma fram þar sem hentar þeim. Íslenska stórútgerðin er í engu frábrugðin Google, Amazon, Apple og öðrum fjölþjóðlegum fyrir- tækjasamstæðum sem stýra hagn- aði af starfsemi sinni í skattaskjól á aflands eyjum. Þetta er siðlaust en löglegt vegna þess að strengjabrúð- ur peningavaldsins á þingi og í ríkis- stjórn passa upp á sína og þiggja að launum brauðmola sem hrökkva af veisluborðum hins raunverulega valds, og stöku klapp á kollinn. Stórfyrirtæki hagnast og borga vart skatta á meðan fólkið í land- inu líður skort. Þetta er staðreynd í Bandaríkjum Norður-Ameríku þar sem þriðjungur þjóðarinnar er undir fátæktarmörkum. Þetta er staðreynd á eyjunni bláu sem er eitt ríkasta land í heimi. Á undanförnum árum hafa kvótaþegar Íslands keypt upp stóran hluta íslensks atvinnu- og viðskiptalífs fyrir hagnaðinn af gjafakvótanum. Á sama tíma hefur þrengt svo að stórum hópum fólks að það veigrar sér við að leita sér læknisaðstoðar vegna kostnaðar. Ísland er í raun fanganýlenda. Í gjöfulu landi hefur ungt fólk ekki efni á að koma sér þaki yfir höfuðið, Fanganýlendan í norðurhöfum gamalt fólk hefur ekki efni á að leysa út lyfin sín. Hvernig má þetta vera í vestrænu „lýðræðisríki“? Spurningunni er auðsvarað. Við erum haldin Stokkhólmsheil- kenninu sem felst í því að gíslar öðl- ast samúð og meðlíðan með föng- urum sínum. Þess vegna kjósum við sífellt yfir okkur sömu stjórnmála- mennina og f lokkana, glaðværa gíslatökumenn sem halda okkur í gíslingu fyrir kvótaþega þessa lands með bros á vör. Kannski eigum við ekki betra skilið. n Það er löng helgi í mörgum grunnskólum landsins og fjöl- margir leggja land undir fót. Þeir sem eftir eru í borginni, eða ferðuðust til hennar fyrir helgina, ættu þó ekki að sitja auðum höndum og geta notið menningar og lista. bjork@frettabladid.is Litaðar ljósmyndir Listasafn Íslands býður gestum 18 ára og yngri ókeypis aðgang að yfirstandandi sýningum. Krakka- klúbburinn Krummi býður í dag, laugardag, klukkan 14 upp á leiðsögn um sýninguna Sviðsett augnablik. Smiðja er haldin í tengslum við sýninguna þar sem unnið verður með svarthvítar ljósmyndir og börn- in fá tækifæri til þess að glæða svart- hvítar myndir lit. Smiðjan stendur yfir frá klukkan 14-16 og er ókeypis fyrir alla! Sviðsett augnablik Sýningarstjóri: Vigdís Rún Jónsdóttir Sýningin Sviðsett augnablik varpar ljósi á einn fjölbreyttasta safnkostinn í safneign Listasafns Íslands, sem er ljósmyndin. Verkin spanna tímabilið frá áttunda ára- tug síðustu aldar til dagsins í dag og er lögð áhersla á að sýna fjöl- breytilega notkun ljósmyndamið- ilsins sem er bæði margslunginn og teygir anga sína í margar áttir. Ljósmyndaþraut Á Ljósmyndasafni Reykjavíkur er boðið upp á myndaþraut um sýn- inguna Augnablik af handahófi. Myndaþrautin gengur út á sam- vinnu fjölskyldunnar um leið og sýningin er skoðuð. Ljósmyndum og texta er teflt saman og er mark- miðið að finna texta sem passar við ljósmyndir á sýningunni. Lítil verðlaun eru í boði fyrir þá sem taka þátt og er aðgangur ókeypis fyrir fullorðna í fylgd með börnum í vetrarfríinu. Augnablik af handahófi Sýningarstjóri: Yean Fee Quai Sýningin Augnablik af handahófi er byggð upp á sjónrænum þáttum sem er safnað saman úr safneign Ljósmyndasafnsins og textum sem fengnir eru úr prentuðum ritum. Þannig er sýningin tilbúningur þar sem sýningarstjórinn Yean Fee Quai stillir saman raunverulegum ljósmyndum og ótengdum bók- menntum. Sólarprentsmiðja Í Gerðarsafni verður í dag, laugar- dag, boðið upp á svokallaða sólar- prentsmiðju frá klukkan 13 til 15. Hjördís Halla Eyþórsdóttir ljós- myndari leiðir smiðju í sólarprenti fyrir börn og foreldra en sólarprent er elsta og einfaldasta framköllun- araðferðin þar sem sólarljósið, eða útfjólublátt ljós, framkallar mynd- ina. Smiðjan er haldin í tengslum við sýningar Santiago Mostyn, Elínar Hansdóttur og Úlfs Hanssonar í Gerðarsafni en sýningarnar eru hluti af Ljósmyndahátíð Íslands. Past Perfect Listamaður: Santiago Mostyn Santiago Mostyn sýnir nýja innsetningu í Gerðarsafni með ljósmyndum og vídeóverkum sem unnin voru þvert yfir Svarta Atlantshafið með áherslu á staði sem listamaðurinn tengist per- sónulega. Ad Infinitum Listamenn: Elin Hansdóttir og Úlfur Hansson Sýningin Ad Infinitum í Gerðar- safni er áhrifaríkt samtal mynd- listarmannsins Elínar Hans- dóttur og hljóðlistamannsins Úlfs Hanssonar. Tvíeykið og systkinin kanna í sameiningu hárfína fyrir- bærafræðilega þætti rýmistil- finningar. n Menningin í vetrarfríinu Ljósmynd frá sýningunni Sviðsett augnablik á Listasafni Íslands. MYND/SIGURÐUR DEMETZ FRANZSON Frá sýningunni Past Perfect í Gerðarsafni. MYND/AÐSEND Frá sýningunni Ad Infiintum í Gerðarsafni. MYND/AÐSEND Indverskri keilu Keila í indverskri marineringu frá Fiskbúðinni Vegamót með heima- lagaðri raita-sósu og hýðishrís- grjónum er sannarlega ánægjuleg tilbreyting frá mánudagssoðning- unni og fullt tilefni til að mæla með. The Tinder Swindler Ef veðurspáin gengur eftir er tilvalið að svæfa börnin snemma í kvöld og smella heimildarmyndinni The Tin- der Swindler á Netflix. Í myndinni er sögð saga alræmds svindlara sem notar Tinder-appið til að lifa lúxus- lífi í boði ástarleitandi kvenna um alla Evrópu. n Diljá Ámundadóttir Zoëga, sem hefur lagt sitt lóð á vogarskálar umræðunnar um ofbeldi, segir í fyrsta sinn frá grófu ofbeldi sem hún sjálf upplifði fyrir rúmum tveimur áratugum í hugrökku viðtali. Það er markmið með frásögn Diljár. Mark- miðið er ekki að skila skömminni. Það gerði hún fyrir nokkrum árum – til þess sem á hana, gerandans sjálfs. Hún segir sögu sína til að hvetja aðra gerendur til að taka ábyrgð á verknaði sínum eða glæp – enda handviss um að áföll sem ekki er leyst úr berist kynslóða á milli. Diljá vill fleiri úrræði fyrir gerendur sem vilji taka ábyrgð enda veit hún sjálf hversu miklu það skipti í hennar tilfelli. Það er þolendum mikilvægt að fá stað- festingu á því að á þeim hafi verið brotið – og í ljósi sífellt háværari umræðu í þeim efnum er kominn tími á að taka umræðuna lengra og hugsa út fyrir kassann. Er sáttamiðlun leiðin í vægari málum? Þau Helga Vala Helgadóttir og Helgi Gunnlaugsson leggja það til í aðsendri grein í Fréttablaðinu í vikunni og ég held að tími sé kominn til að sýna kjark og þor til að taka allavega samtalið um slíkt. n Að taka við skömminni 18 Helgin 19. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 19. febrúar 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.