Fréttablaðið - 19.02.2022, Qupperneq 22
Drykkjan varnarháttur
Þegar amma Diljár lá banaleguna
undir lok síðasta árs reyndu þær
mæðgur að fá eitthvað upp úr henni
varðandi hennar uppvaxtarár fyrir
vestan en án árangurs.
„Hún fékk svo að fara eins og hún
þráði og þar sem við sátum yfir
henni ásamt bestu vinkonu hennar
og systur spurðum við þær út í það
sama. Þá fengum við þessar sögur;
af sundlaugarverðinum í grunn-
skólanum á Ísafirði sem var greini-
lega alltaf að gefa henni pening og
fyrstu viðbrögð sem hún fékk var
að hætta að þiggja þennan pening,
hún var bara sjö ára en var gerð
ábyrg. Á sumrin fór hún svo í sveit
í Súgandafirði til bónda sem var
frægur predator. Skólastjórinn í
gagnfræðaskólanum var svo alltaf
að leyfa stelpunum að fara í handa-
vinnustofuna á kvöldin en amma
var alla tíð mikil handavinnukona.
Hann mætti svo sjálfur til þeirra
og stuttu eftir eina heimsóknina
klippir amma flétturnar af sér. Ég
hafði oft heyrt þá sögu en átta mig
bara á því nú í seinni tíð hvað þetta
þýðir,“ segir hún.
„Amma f lytur svo ung í bæinn
og er þá orðin mjög drykkfelld sem
hefur verið hennar varnarháttur til
að lifa þetta af. Hún drekkur svo illa
svo oft og það eru margir menn sem
misnota þessa drukknu konu.“
Diljá bendir á að hugsunarháttur-
inn þurfi að breytast.
„Við þurfum að fara að hætta að
segja: Hvað er að þessari konu? Af
hverju er hún svona full og lauslát?
Við eigum frekar að spyrja: Hvað
kom fyrir? Ég er ekkert að segja að
þetta eigi bara við konur heldur
alla. Það var eitthvað sem kom
fyrir. Það er mjög líklegt að það hafi
einhver verið vondur við fullu kon-
una á barnum sem er að detta eða
reyna að fara í sleik við einhvern.
Það felst mikið meiri mannvirðing
og gæska í því að hugsa þetta þann-
ig.
Við þurfum að hjálpa kennurum
og leikskólastarfsfólki að hætta að
horfa bara ofan í námsárangur og
hegðun og skoða frekar hvað ami
að, hvers vegna þessi eða hinn sé
ekki að lesa sér til gagns. Eigum
við að skoða þetta út frá þeim þætti
eða eigum við að halda áfram að
senda bara einhverjar niðurstöður
til Písa?“
Saga ótal kvenna
Diljá segir sögu ömmu sinnar langt
frá því að vera einstaka.
„Hún er saga ótal kvenna af henn-
ar kynslóð þar sem skilaboðin voru
að þetta væri þeirra skömm. Þær
hefðu látið þetta yfir sig ganga. Það
særði mig virkilega að horfa nýlega
upp á þessa meingölluðu hegðun
formanns SÁÁ. Við verðum að fara
að hanna meðferðarkerfi hér á landi
sem er ekki aðeins reaktívt heldur
vinnur í orsökinni og er áfallamiðað
eins og Rótin hefur verið að benda á.
Það er ekki agalegt að vera
afskiptasamur. Það er hægt að gera
það af umhyggju og ég held að við
verðum að umbylta kerfinu hvað
þetta varðar.
Það er magnað að átta sig á því að
ég lifi við afleiðingar of beldis sem
átti sér stað í kringum 1940. Minn
persónuleiki hefur mótast af því,
bæði mín viðkvæmni og líka mín
seigla. Það er talað um að áföll erf-
ist og þau séu í DNA-uppbyggingu
okkar en ég held að skakka fjöl-
skyldukerfið og samskiptamynstrin
hafi enn meiri áhrif.“
Diljá fór að búa ein 17 ára, leigði
í Miðbænum og gekk í Kvenna-
skólann.
„Á fyrsta ári í Kvennó sótti ég um
menntastyrk til Reykjavíkurborg-
ar,“ segir Diljá sem vann með skól-
anum en segir álagið á köflum hafa
verið of mikið en á þessum tíma var
móðir hennar í námi í Hollandi.
„Þá var Guðrún Ögmundsdóttir
heitin formaður félagsmálanefndar
en hún hafði passað pabba þegar
hann var lítill og alla tíð veitt mér
verndandi væng.“
Umsókninni var synjað enda
styrkurinn aðallega hugsaður fyrir
nemendur utan af landi. Diljá ákvað
að hætta í skóla og fara að vinna í
Kjörgarði.
„Þá hringir Guðrún í mig og seg-
ist hafa breytt reglunum til þess að
fleiri nemendur eigi rétt á honum.
Hún sagði svo við mig: „Sýndu mér
það, elsku Diljá mín, að það verði
eitthvað úr þér, með allan þennan
kraft sem þú hefur.“
Ég heyrði eftir á að margir í mínu
umhverfi, börn einstæðra mæðra í
Þingholtunum sem var náttúrlega
bara gettó á þessum árum, hefðu
fengið styrk og getað klárað fram-
haldsskóla og farið í háskólanám.
Þegar Guðrún lést fór ég að rifja
þetta upp, hvernig vilji manneskju
með hjartað á réttum stað getur haft
drastísk áhrif á líf annarra og þar af
leiðandi af komenda þeirra. Von-
andi get ég orðið sú manneskja í lífi
einhverra með mínum störfum.“
Nauðgað eftir jólaball
Diljá bendir á að þeir sem upplifi
áföll í æsku séu jafnvel útsettari
fyrir frekari áföllum eða skökkum
samskiptum, en annan í jólum árið
1999 varð Diljá fyrir áfalli sem hefur
haft gríðarleg áhrif á líf hennar og
persónu en hún hefur aldrei fyrr
sagt frá opinberlega.
Það var eftir jólaball á skemmti-
staðnum Ingólfscafé að kunningi
Diljár fylgir henni heim.
„Eftir ballið var enga leigubíla
að fá svo ég leyfi honum að koma
með mér heim til að hringja á leigu-
bíl þaðan enda fáir með gemsa á
þessum tíma og ég bjó í Skólavörðu-
holtinu. Þegar við komum heim var
ég orðin pínu full og sofna en vakna
við það að hann er, ég get varla sagt
setninguna, að nauðga mér. Ég fraus
algjörlega,“ segir hún og það leynir
sér ekki að það tekur á að rifja upp
þennan atburð sem átti sér stað
fyrir 22 árum.
Þetta var lokaárið í Kvennó og
desembermyrkrið alltumlykjandi.
„Ég lokaði mig algjörlega af í tvær
til þrjár vikur og vakti allar nætur í
einhvers konar taugaáfalli. Ég var að
reyna að finna leið til að lifa þennan
sársauka af með því að afneita því
að þetta hefði gerst. Þá kemst ég að
því að ég er ólétt.“
Við þær fréttir byggði hún upp
kjark til að segja einni vinkonu frá
því sem hafði gerst. „Hún hvatti mig
til að segja mömmu sem ég gerði og
líka pabba mínum og stjúpu.“
Ráðlagt að gleyma þessu
Diljá fór í þungunarrof og í kjölfarið
sagði hún nánustu vinkonum sínum
frá og fékk pláss í stuðningshópi í
Stígamótum sem hún hitti fram á
vorið.
„Með mér í hópnum er ein vin-
kona mín og þolandinn í Húsa-
víkurmálinu,“ segir Diljá og vitnar
þar í það þegar 113 manns skrifuðu
undir undirskriftalista til stuðnings
dæmdum nauðgara á Húsavík árið
2000. „Umfjöllun um það mál var
allt annað en þolendavæn og fór
svo að hún flúði bæjarfélagið og ég
man hversu mikil áhrif þetta hafði
á okkur í hópnum.“
Ofbeldismál hafa lengi verið Diljá
hugðarefni og hefur hún látið til sín
taka í umræðu um þau.
„En aldrei hef ég getað sagt frá því
að mér hafi líka verið nauðgað. Ég
áttaði mig nýlega á því hvers vegna.
Ég var með það inni í kvikunni
minni að ég fengi allt samfélagið
upp á móti mér,“ segir hún og tengir
það við téð Húsavíkurmál og frá-
sögn þolandans. „Þegar þú ert svona
mikið í kringum einhvern í áfalli þá
verður það að einhverju leyti þitt.“
Diljá kærði nauðgunina ekki.
Eftir að hafa leitað til lögfræðings,
sem eftir stutt samtal sagði henni að
gleyma þessu, missti hún kjarkinn.
„Það er svo mikil skömm sem felst
í því að það vildi ekki einu sinni
óháður aðili staðfesta að á mér hefði
verið brotið því ég held að innst inni
sé það, það sem við þráum, að það
sé staðfest.
Ég er löskuð eftir þetta, ég er sterk
að mörgu leyti, ég er mjög sterk
félagslega og á mikið af vinum og er
vel tengd, líka sjálfri mér og mínu
fólki og ég legg mikið upp úr því.
en hef ég getað leyft einhverjum
að elska mig? Nei. Ég er alltaf með
þennan olíublett á bringunni og
hrædd um að fólk sjái hvað ég er
skítug.“
Nauðgarinn tók ábyrgð
„Mín saga er ekki einstök og ekki
verri né betri en annarra. Þetta eru
allt agalegar sögur enda ofbeldi svo
skaðlegt mein. En það er eitt við
mína sögu sem ég held að sé því
miður sjaldgæfara,“ segir Diljá og á
þá við að árið 2015 axlaði gerandinn
ábyrgð á nauðguninni.
„Í þessu litla sjávarþorpi sem við
búum í er vinkona mín á sama tíma
Það er
magnað að
átta sig á
því að ég
lifi við
afleiðingar
ofbeldis
sem átti sér
stað í
kringum
1940.
Við þurfum að fara að
hætta að segja: Hvað er
að þessari konu? Af
hverju er hún svona
full og lauslát?
Mamma
stofnaði
árið 1987
skemmti-
staðinn 22
og við
bjuggum
um tíma í
einu her-
bergja
staðarins.
Diljá segir
afleiðingar
nauðgunar sem
hún varð fyrir
tvítug hafa verið
miklar en einnig
hafi það haft
jákvæð áhrif
að gerandinn
tók 15 árum
síðar ábyrgð á
verknaðinum.
22 Helgin 19. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ