Fréttablaðið - 19.02.2022, Qupperneq 24
og fyrsta samfélagsmiðlabylting-
in, svokölluð „Beautytips bylting“, á
sér stað, að eignast nýjan mann og í
ljós kemur að vinur hans er gerand-
inn minn.“
Í kjölfar umræðunnar á sam-
félagsmiðlum gengst hann við
verknaði sínum við vin sinn. „Hann
brotnar niður og segist hafa fyrir-
litið sjálfan sig í öll þessi ár vegna
þessa. Hann sagðist vilja taka
skömmina frá mér en vissi ekki
hvernig hann færi að því og spurði
þessa sameiginlegu vini okkar hvað
hann ætti að gera.“
Diljá segir þær fréttir hafa verið
meira áfall en hana hefði grunað.
„Ég öskurgrét og áttaði mig þá á
ábyrgðinni sem ég var alltaf að taka:
Ég hlyti að hafa boðið upp á þetta,
ég tók hann með mér heim, ég hlyti
að hafa sagt eitthvað. Samt var ég
búin að fara í mikla sjálfsvinnu.“
Diljá leitaði til Drekaslóðar í
framhaldi af fréttunum og það tók
hana tíma að átta sig. „Afleiðingar
ofbeldisins eru ekki bara það að ég
hafi ekki eignast mann og gift mig
heldur var ég oft búin að koma illa
fram við sjálfa mig. Ég vissi ekki
hvar mín mörk lágu. Ég var búin
að velja mér öll erfiðustu verkefnin
í karlamálum. Það er oft sagt að
maður leyfi of beldinu að lifa með
sér með því að fara yfir eigin mörk,
að maður verði lauslátur til að reyna
að fá völdin sem voru tekin af manni
eina nótt og geta stýrt ferðinni.“
Fordæmi fyrir aðra gerendur
Það að umræðan hafi fengið ger-
andann til að axla ábyrgð segir Diljá
hafa veitt sér trú á að byltingarnar
séu að virka.
„Þöggunin er ekkert alltaf besti
vinur gerandans. Gerandinn minn
á í dag konu og barn og það að hann
hafi stigið þetta skref hlýtur að
vera heilandi fyrir fólkið í kringum
hann.“
Diljá segir að sér hafi staðið til
boða að vinna úr þessu á þann hátt
sem hún vildi og hún hafi fengið
allan þann stuðning sem hún þurfti.
En hún valdi ekki að hitta gerand-
ann.
„Við vissum um Heimilisfrið, sem
býður þeim sem beita ofbeldi með-
ferð, og við lögðum til að hann færi
þangað, sem hann og gerði. Ég finn
ekki þörf fyrir að setjast niður með
honum en finn hversu mikill friður
varð innra með mér við það að hann
staðfesti að hann hefði brotið á mér.
Ég er ekki að segja þessa sögu til
að skila skömminni, ég fékk að gera
það fyrir nokkrum árum. Ég er búin
að skila henni til hans því hann tók
við henni. Mig langar til að segja
þessa sögu því kannski gæti hún
orðið fordæmi fyrir aðra gerendur,
þó alltaf á forsendum þolendanna.“
Vantar úrræði fyrir gerendur
„Við verðum líka að búa til f leiri
úrræði fyrir gerendur til að taka
ábyrgð á verknaði sínum eða glæp
og þannig held ég að ofbeldismenn-
ingin eigi eftir að dvína. Í leiðinni
verðum við að grípa fyrr inn í hjá
börnum sem búa við óásættanlegar
aðstæður og þannig koma í veg fyrir
að þau séu aftengd öðrum og stundi
því áhættuhegðun eða ofbeldi. Þetta
hangir allt saman en við verðum að
fara að forgangsraða þessum „mjúku
málum“ sem mér finnst vera hörð-
ustu málin, miklu ofar.“
Diljá segir sjálfstraustið og sjálfs-
virðinguna hafa vaxið undanfarin
ár og það hafi sjálfkrafa gerst með
móðurhlutverkinu.
„Ég hef fengið áþreifanlega stærri
verkefni með Lunu en líka áþreifan-
lega miklu stærri gjafir,“ segir hún
um ljósið í lífi sínu, litlu dótturina
Lunu.
„Það er einmitt um þetta leyti
fyrir fjórum árum sem ég er nýbúin
að komast að því að ég sé ólétt. Kom-
andi frá einstæðum mæðrum fannst
mér ekkert ólíklegt, alla vega í fyrsta
sinn, að ég yrði einstæð móðir og ég
óttaðist það ekki neitt,“ segir Diljá
sem frá fyrsta degi hefur ein séð um
umönnun og uppeldi dótturinnar.
Dóttirin fæddist tvær merkur
„Það var í 20 vikna sónar um miðjan
maí þar sem kemur í ljós að um
stelpu sé að ræða, að það sést að hún
sé með aðeins styttri útlimi en eðli-
legt telst.“
Um er að ræða eitt einkenna
fóstra með Downs heilkenni en
skoðunin sýndi engin önnur ein-
kenni þess.
„Mér var þá boðið að fara í f leiri
vaxtarsónara til að fylgjast betur
með. Ég fagnaði því enda fengi ég
þá fleiri myndir,“ segir Diljá og hlær.
Það er svo mánuði síðar í vaxtar-
sónar að þurrkur í naflastreng og
fylgju greinist og ljóst að barnið fær
hvorki nægilegt súrefni né næringu.
„Mér er þá bara sagt, komin 25
vikur, að hún verði að koma í heim-
inn. Ég trúi ekki því sem er verið að
segja við mig og spyr hvort þau geti
ekkert gert, sprautað mig bara.“
Henni er sagt að ná verði í barnið
innan skamms og fjórum dögum
síðar, á 26 viku meðgöngu er fæðing
sett af stað.
„Hún fæðist 22. júní, nokkrum
stjörnumerkjum á undan áætlun
eða þremur og hálfum mánuði.
Hún var aðeins 510 grömm eða
tvær merkur og 29 sentímetrar og
langsamlega minnsta manneskjan
á landinu þá. Hún bjó á vökudeild
í fjóra mánuði eða fram í miðjan
október 2018. Þar áttum við dásam-
lega tíma en líka oft mjög átakan-
lega.“
Skellurinn kom aldrei
Diljá fékk sálgæslu frá séra Vigfúsi
Bjarna Albertssyni og segir að það
samtal hafi fylgt henni vel inn í
verkefnið fram undan.
„Í mínu tilfelli var þetta bara eins
og að fá bestu mögulegu fjallgöngu-
skóna og nesti á leiðinni upp fjallið.
Þarna var ég með litla barnið sem
ekki var sjálfgefið að lifði þetta af en
upplifði endurstillingu á sál og huga
og ég heillaðist af þessu fyrirbæri.“
Þegar Luna var vikugömul kom
í ljós að hún er með Downs heil-
Ég er ekki
að segja
þessa sögu
til að skila
skömm-
inni, ég
fékk að
gera það
fyrir
nokkrum
árum.
Afleiðingar ofbeldisins
eru ekki bara þær að ég
hafi ekki eignast mann
og gift mig heldur var
ég oft búin að koma
illa fram við sjálfa mig.
Mæðgurnar
Diljá og Luna.
„Þegar maður
er aðallega að
vona að barnið
manns lifi af er
einn aukalitn-
ingur bara mega
næs,“ segir Diljá.
kennið en Diljá segir það að eiga
fatlað barn ekki hafa komið henni
sérstaklega á óvart, innsæið hafði
sagt henni það lengi. „Fyrstu dag-
ana eftir fréttirnar var ég alltaf að
bíða eftir skellinum, en hann kom
aldrei. Þegar maður er aðallega að
vona að barnið manns lifi af er einn
aukalitningur bara mega næs,“ segir
Diljá.
„Svo hef ég komist að því að alla
vega á fyrstu árum barna með
Downs heilkennið eru móttökur
kerfisins þvílíkt góðar og ég upp-
lifi oft að við séum á rauðum dregli.
Ég veit að það er ekki upplifunin
með allar fatlanir en það er mikil-
vægt að kerfið standi ekki í vegi
fyrir hamingju fjölskyldna fatlaðra
barna. Greiningar eru eitt og lífsins
verkefni er annað og við fáum þau
alltaf upp í hendurnar. Ef viðhorfið
er nokkuð jákvætt getum við lifað
góðu lífi. Stundum er lífið bara mjög
erfitt en það þarf ekki að vera vont.“
Luna hefur upplifað ýmsar áskor-
anir á stuttri ævi og segir Diljá vís-
indafólkið sjálft, læknana, hafa
fengið trú á kraftaverkin sem fylgt
hafa þessari litlu stelpu.
„Þegar hún er níu vikna fær hún
mjög alvarlega bakteríusýkingu í
blóðið og við vorum mjög nálægt
því að missa hana,“ Diljá sótti styrk
í hóp sem hún bjó til á Facebook.
„Þar bað ég fólk að senda ljós og
styrk með sínu nefi og ég held að
þarna hafi kraftaverkafarvegurinn
myndast.“
Smáatriðaþakklætið
Luna verður fjögurra ára í sumar og
er umvafin ást allra í kring um sig.
„Hún er að byrja að labba sjálf
og ég hugsa oft þegar ég sæki hana
í leikskólann, kannski þreytt eftir
langan fund: „Þetta er ekkert sjálf-
gefið, hún var næstum dáin.“ Það er
svo mikil gjöf að vera í svona smá-
atriðaþakklæti og mér finnst það
mjög stór partur af geðheilsunni í
mínu lífi. Þegar þessir litlu hlutir
verða f lugeldasýning og lúðra-
sveit.“
Þar sem hún fæddist svo langt
fyrir tímann er Luna með mjög
viðkvæm lungu og hefur nokkrum
sinnum þurft að leggjast inn á spít-
ala vegna þess og segir Diljá það
vera sérstakt álag sem fylgir því að
eiga barn á spítala. „Foreldri fer í
baráttugír þegar barnið er veikt. Þú
finnur ekki fyrir erfiðleikum með
adrenalínið í botni. Svo þegar hún
er orðin frísk þá krassa ég,“ segir
Diljá sem er sífellt að læra betur að
þiggja þá aðstoð sem henni býðst.
„Hún á tvær stuðningsfjölskyldur
og þar fær hún að blómstra inni
á öðruvísi heimilum þar sem eru
önnur börn og dýr. Það er gjöf í allar
áttir: Hún blómstrar, ég fæ frí og
fjölskyldurnar græða á að vera með
eina litla yndislega inni á heimilinu
eina helgi í mánuði.“
Diljá segir Lunu hafa þétt raðirnar
í stórfjölskyldunni. „Það hafa allir
þurft að kveikja á ljósum í hjartanu
þegar brekkurnar eru brattar,“ segir
hún einlæg.
Diljá hefur verið dugleg að birta
fréttir af Lunu á Facebook enda vill
hún að fólk heyri jákvæðar upp-
lifanir foreldra með fatlað barn.
„Markmiðið er að einhver finni
þakklæti og tilhlökkun ef það fær
Downs greiningu fyrir barnið sitt,“
segir Diljá að lokum. Þakklát. n
Fyrsti kossinn.
Diljá fékk að
halda á Lunu
í fyrsta sinn
þegar hún var
þriggja vikna
gömul.
MYND/AÐSEND
24 Helgin 19. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ