Fréttablaðið - 19.02.2022, Side 26

Fréttablaðið - 19.02.2022, Side 26
Þú átt að lesa það sem þig langar til að lesa, svo lengi sem þú ert að lesa eitt- hvað. Punktur. Foreldrahlutverkið, þáttagerð og útgáfa fjölda barnabóka, er meðal þess sem drifið hefur á daga Ævars Þórs Benedikts- sonar leikara síðan hann stóð síðast á leiksviði fyrir sex árum síðan. Hann segist hafa fundið jörðina í sjálfum sér og segir sviðsleikinn kitla, og kallar eftir auknum stuðningi við barnabókahöfunda. Ég er að leika í Blóðugu kanínunni eftir Elísa- betu Jökulsdóttur sem var frumsýnd í síðustu viku í Tjarnarbíói. Ég er nýkom- inn heim frá Berlín þar sem Svörtu sandar voru heimsfrumsýndir á Berlinale-hátíðinni. Ég meira að segja náði því á sama sólarhringnum að sýna frumsýningu í Reykjavík og vera viðstaddur heimsfrumsýningu í Berlín,“ segir Ævar. „Það voru áhuga- verðir 24 tímar.“ Það er nóg að gera hjá Ævari. Auk vinnu við Blóðugu kanínuna vinnur hann að undirbúningi barnaleikrits sem sýnt verður í Norræna húsinu í mars. Verkið heitir Forspil að fram- tíð og Ævar vinnur að verkinu ásamt tengdaföður sínum, Kjartani Ólafs- syni tónskáldi. Gervigreind og ísbjarnakór „Við erum að taka ævintýri frá nokkrum Norðurlöndum og Kjartan hefur forritað gervigreind sem býr til hljóðheim verksins og mun nota hana til að skapa tónlist upp úr ævin- týrunum,“ segir Ævar. „Hugmyndin að verkinu kemur upphaflega frá Kjartani og eftir nokkur matarboð í röð þar sem verkið var rætt kýldum við á að þróa hugmyndina og úr varð þetta skemmtilega verkefni.“ Hann segir gervigreindina sem notuð er í verkinu hafa fengið nafnið CALMUS, sem getur búið til alls konar tónlist. „Til dæmis veit ég að núna er hann að vinna í að búa til ísbjarnakór úr hljóðum ísbjarna, þannig að við erum að leika okkur með hljóð úr náttúrunni,“ segir Ævar. „Þetta verður í grunninn þægileg og skemmtileg sögustund fyrir fjögurra til átta ára og svo auð- vitað alla fjölskylduna.“ Falin slóð í Blóðugu kanínunni Blóðugu kanínunni hefur verið lýst sem krefjandi verki, sem er ólíkt barnaleikriti um þjóðsögur með ísbjarnahljóðum. „Já. Blóðuga kanínan er vissu- lega þungt og krefjandi verk, en líka rosalega fallegt og einlægt.“ Hann lýsir texta verksins sem rosalega ljóðrænum og margslungnum. „Við fyrstu sýn virðist hann koma úr öllum áttum en um leið og maður er byrjaður að kafa í hann og læra hann utan að, sér maður falda slóð í gegn- um hann sem Elísabet Jökuls er búin að koma þarna fyrir,“ segir Ævar. Fetar falda slóð og finnur jörðina í sjálfum sér Ævar kallar eftir umbótum varðandi úthlutun listamannalauna fyrir barnabókahöfunda. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI einn daginn bækur fyrir eldri aldurs- hóp. Mikið hefur verið rætt um stöðu lesturs meðal ungra Íslendinga og þótti PISA-könnun á lesskiln- ingi íslenskra barna frá 2019 gefa ástæðu til aðgerða. Bent hefur verið á samkeppni yndislesturs við skjá- notkun barna í því samhengi. „Við sem hvetjum til lestrar erum alltaf að ýta steininum upp fjallið. Hann verður bara stærri og þyngri eftir því sem tæknin verður meira og meira spennandi. Ég skil rosa- lega vel að krakkarnir sæki meira í tölvuleiki eða símann sinn heldur en bækur, af því að það er það sem maður hefði sjálfur gert ef þetta hefði verið í boði yfirhöfuð þegar maður var yngri,“ segir Ævar og bætir við að í stað þess að líta á tæknina sem óvin bókarinnar ætti frekar að leita leiða til að láta þessa tvo hluti tala saman. Kallar eftir umbótum „En á móti megum við höfundarnir vera duglegri í að prófa að leika okkur með formið, skrifa alls konar sögur. En þá kannski þarf líka að styðja betur við bakið á barna- og unglingabókahöfundum,“ segir Ævar og kallar eftir umbótum varð- andi úthlutun listamannalauna fyrir þennan bókmenntaflokk. „Það er enginn að lifa af því að vera barnabókahöfundur. Það eru sárafáir sem gera það. Þess þá heldur þarf að styðja betur við barna- og unglingabókahöfunda þannig að það geti verið alls konar bækur um alls konar hluti, um alls konar fólk,“ segir hann. „Líka þann- ig að bækur séu ekki bara að koma út fyrir jólin, heldur í hverjum einasta mánuði. Lestrarhestarnir vilja finna eitthvað nýtt, en þau eru búin með allt sem þau hafa áhuga á í janúar og þá er heilt ár eftir þar sem ekkert nýtt kemur út. En ef þau nenna að lesa á ensku þá er alltaf eitthvað til, og þá hætta þau að lesa á íslensku,“ segir Ævar. Kemur Andrésblöðum til varnar Ævar segir að umræðan skipti líka máli. „Ef krakkar heyra aldrei annað en: Þið nennið aldrei að lesa, þá náttúrulega er það bara, ókei. Við greinilega lesum ekki. Förum þá að gera eitthvað annað.“ Hann nefnir einnig fordóma gagnvart ákveðnum bókum. „Að teiknimyndasögur og Andrésblöð teljist ekki sem gildar bækur, er bara bull. Þú átt að lesa það sem þig lang- ar til að lesa, svo lengi sem þú ert að lesa eitthvað. Punktur. Það skiptir ekki máli hvort að það er Syrpa eða símaskráin. Fullorðnir mega lesa það sem þá langar til. Hvers vegna gildir ekki það sama um yngri les- endur? Það er ekki pláss fyrir snobb þegar kemur að barna- og unglinga- bókum.“ n Hefur fundið jörðina í sjálfum sér Þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem Ævar stendur á leiksviði. Aðspurður hvort að hér sé sami leikarinn á ferð, svarar Ævar: „Nei, engan veginn. Það er gaman að finna það. Það er margt búið að gerast á þessum árum. Ég er búinn að eignast barn og því fylgir auðvit- að ákveðinn þroski og fjölmargar og mikilvægar lexíur. Þá er ég búinn að búa til ótalmarga heima í bókunum mínum þar sem ég ber ábyrgð á öllu í staðinn fyrir að geta fókuserað á eina persónu eins og maður gerir í leikritum. Mér finnst ég finna meiri jörð í sjálfum mér, þó að ég sé enn úti um allt, eins og alltaf,“ segir Ævar. „Það er gaman að geta notað þessa jörð, ef persónan kallar á það.“ Ævar segir leiklistina hafa farið í pásu vegna annarra verkefna á borð við ritstörf og þáttagerð. „En síðustu tvö árin er maður búinn að leika svolítið í sjónvarpi, og svo er þetta að koma núna. Ég finn að þetta kitlar og það er gaman að gera þetta aftur.“ Bíómynd í félagi við bróður „Ég er með ótal hugmyndir að bókum sem mig langar til að skrifa. Nokkrar þeirra munu koma á næstu fimm árum. Eitthvað allt annað en Þín eigin-bækurnar sem ég er búinn að vera að skrifa núna síðustu árin.“ Ævar segist ætla að halda áfram að finna nýjar leiðir til að leika sér með formið. „Mér finnst pínu gaman að vera gæinn sem skrifar skrýtnu bækurnar. Þín eigin-bækurnar eru þannig að þú ræður hvað gerist. Ég er með aðra hugmynd að því hvernig er hægt að leika sér með konseptið bók. Og hvað er bók, hvernig virkar bók,“ útskýrir Ævar. „Ég er með hugmynd sem mig langar að prófa en ég ætla ekki að kjafta frá alveg strax. Hug- mynd sem mig langar að að setja í bókarform, en ég veit að ég þarf að gera fyrr en seinna af því að eins og Andri Snær sagði: hugmyndir liggja í loftinu og það getur vel verið að einhver annar sé með nákvæmlega sömu hugmynd. Þess vegna verð ég að vera fyrri til,“ segir hann. Tæknin ekki óvinur bókarinnar Ævar segist aðspurður ætla að halda áfram að skrifa fyrir unga lesendur. „Mér finnst langskemmtilegast að skrifa fyrir börn og unglinga,“ segir hann og útilokar þó ekki að skrifa Nína Richter ninarichter @frettabladid.is Mikið úrval til af gólfteppum á lager Kíktu við og saman finnum við draumateppið á stigann þinn. Helstu eiginleikar gólfteppanna okkar eru mýkt, hlýleiki og mikil gæði. Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi | 595 0570Finndu okkur á Facebook! facebook.com/Parki.interiors 26 Helgin 19. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.