Fréttablaðið - 19.02.2022, Síða 33

Fréttablaðið - 19.02.2022, Síða 33
Árið 2019 hóf Málma starf- semi og vakti strax athygli fyrir hærra verð og skjóta og góða þjónustu. Málma hóf starfsemi hér á landi árið 2019, en segja má að fyrir- tækið hafi komið inn á markaðinn með trompi, með því að borga hærra verð fyrir málma en áður hefur tíðkast hér á landi. Fyrstu tvö árin var fyrirtækið til húsa í Stangarhyl í Reykjavík, en seinni hluta árs 2021 flutti fyrir- tækið starfsemi sína í Flugumýri 12 í Mosfellsbæ. „Það fer vel um okkur hér í Mosfellsbæ,“ segir Högni Auðunsson, framkvæmdastjóri og eigandi Málmu. „Nýja húsnæðið rúmar mun betur alla þjónustu fyrirtækisins, sem og gámaþjón- ustuna sem Málma býður upp á. Málma býður fyrirtækjum og ein- staklingum sérmerkta gáma, eða kör, til þess að safna brotamálmi í. Þegar þau eru orðin full komum við og sækjum þau og látum við- komandi hafa nýtt í staðinn, þeim að kostnaðarlausu.“ Endurvinnsla málma er gríðar- lega mikilvægt og þarft efni segir Högni. „Hér í Flugumýri flokkum við alla málma og gerum flutnings- hæfa. Þeir eru næst fluttir ýmist með gámum til Hollands eða upp á Akranes, þar sem við erum með járnaport. Þaðan fer málmurinn til Hollands með skipi og Hollend- ingar endurvinna efnið. Hollenskt fyrirtæki á helminginn í Málmu en ég sjálfur, ásamt lykilstarfs- mönnum, á hinn helminginn.“ Verðmæti í hverjum kút Hann segir mikil verðmæti felast í málmum. „Til dæmis gera sér ekki allir grein fyrir því að gríðarleg verðmæti geta falist í hvarfa- kútum. Verðmætasti málmur í heimi er ródíum, en hann finnst meðal annars í hvarfakútum bifreiða ásamt palladíum og platínum. Þessir málmar eru þeim eiginleikum gæddir að hvarfast við koltvísýring í útblæstri bíla. Í heiminum eru ekki til nema um 100 tonn af ródíumi og í hverjum kút er þennan verðmæta málm að finna í mjög litlu magni. En þetta litla magn tapast úr umferð, fari það í urðun.“ Högni segir hvarfakúta vera í raun eins og happaþrennu. Stundum er mikið af dýrmætum málmum í þeim og stundum nánast ekkert. „Þessu er hægt að fletta upp í sérstakri hvarfakúta- skrá, en hver kútur er númeraður og finnst þannig í skránni. Ég hef mest borgað 120.000 kr. fyrir einn hvarfakút sem innihélt mikið af málmum, en algengt er að fólk fái um 15-20.000 kr. fyrir kútinn. Við viljum vekja fólk til vitundar um að allir málmar hafa verðmæti. Það er alltaf þess virði að endurvinna alla málma,“ segir Högni að lokum. n Nánar á malma.is. Verðmæti Málmu fólgin í endurvinnslu Málma er einn af helstu styrktaraðilum íslenska karla- landliðsins í handbolta og eru starfsmenn mjög stoltir af því samstarfi. MYNDIR/AÐSENDAR Málma er staðsett í Flugumýri 12 í Mosfellsbæ. kynningarblað 3LAUGARDAGUR 19. febrúar 2022 nytjahlutir og endurVinnsla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.