Fréttablaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 38
Yfirhafnarvörður
Fjallabyggð óskar eftir að ráða yfirhafnarvörð. Um er að ræða 100% starf og er upphaf starfs
samkomulagsatriði en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Vegna eðli starfsins er
mikilvægt að viðkomandi búi á starfssvæði hafnanna.
Umsóknarfrestur er til og með 7. mars 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ferilskrá og
ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi um færni viðkomandi til að gegna starfinu.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
• Þjónusta við viðskiptavini hafnar
• Viðhald, hreinsun og umhirða hafnarbakka og annarra
hafnarmannvirkja
• Eftirlit og umsjón með skipakomum, vöruflutningum og
öðru því sem um höfnina fer, skráning þeirra og afla í
aflaskráningarkerfi Fiskistofu
• Aðgangsstýring að hafnarsvæðinu í samræmi við lög og reglur
• Þátttaka í teymisvinnu til bættrar þjónustu og skilvirkni
starfseminnar
• Önnur tilfallandi verkefni eftir þörfum og ákvörðun yfirmanns
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Æskilegt að viðkomandi hafi löggildingu vigtarmanns
• Hreint sakavottorð er skilyrði
• Skipstjórnarréttindi er kostur
• Staðgóð þekking á höfnum Fjallabyggðar er kostur
• Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og ákveðni
• Lipurð í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund
• Góð tölvukunnátta er nauðsynleg
• Gott vald á ensku, önnur tungumálakunnátta kostur
Menntunar- og hæfniskröfur:
Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225 og Elías Pétursson
(fjallabyggd@fjallabyggd.is), hafnarstjóri, í síma 464 9100.
Fjallabyggð er nyrst á Tröllaskaga.
Í sveitarfélaginu, sem telur rúmlega
2.000 íbúa, eru tveir þéttbýliskjarnar,
bæirnir Ólafsfjörður og Siglufjörður.
Bæirnir byggja afkomu sína að mestu
á sjávarútvegi og vinnslu fiskafurða. Í
seinni tíð hefur fjölbreytnin í atvinnu-
lífinu aukist og mikill vaxtarbroddur
er í ferðaiðnaði og ýmis konar fjar-
vinnslu fyrir fyrirtæki og stofnanir á
höfuðborgarsvæðinu.
Fjallabyggð er fjölskylduvænt sveitar-
félag og þar eru tveir leikskólar,
grunnskóli, framhaldsskóli og tónskóli.
Góð aðstaða er til íþróttaiðkunar.
Mikil náttúrufegurð er í Fjallabyggð
og margar góðar gönguleiðir liggja
um sveitarfélagið. Í Fjallabyggð eru
landsþekkt söfn og menningarlífið
blómstrar.
Nánari upplýsingar má finna á
www.fjallabyggd.is.
Drífandi fjármálastjóri
Endurvinnslan hf. óskar eftir að ráða drífandi og sveigjanlegan fjármálastjóra til starfa. Um er að ræða
spennandi starf fyrir einstakling sem hefur áhuga á að taka þátt í öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem
snerta rekstur fyrirtækisins, hvort sem þau snúa að fjármálum, starfsmannamálum, markaðsmálum eða
símsvörun. Leitað er að einstaklingi sem hefur frumkvæði og metnað til að ná árangri.
Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ferilskrá og
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Farið verður
með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
• Ábyrgð á daglegri fjármálastjórn, uppgjöri og reikningshaldi
• Ábyrgð á gerð greininga ásamt gerð fjárhags- og
rekstraráætlana
• Innkaup og samningagerð
• Þar sem að yfirstjórn er lítil þarf aðili að koma að
margvíslegum málum í rekstri fyrirtækisins eins og
mannauðsmálum, markaðsmálum og utanumhaldi á
sérhæfðum hugbúnaði
• Önnur tilfallandi verkefni
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af bókhaldi, áætlanagerð og uppgjörum skilyrði
• Góð greiningarhæfni, framsetning og miðlun
fjárhagsupplýsinga
• Framúrskarandi samskiptahæfileikar, frumkvæði og sjálfstæð
vinnubrögð
• Drifkraftur, hugmyndaauðgi og lausnamiðuð hugsun
• Mjög góð tölvukunnátta og þekking á dk
• Færni í íslensku og ensku í ræðu og riti
Menntunar- og hæfniskröfur:
Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is)
í síma 511 1225.
Endurvinnslan hf. var stofnuð
árið 1989 og rekur skilakerfi
fyrir drykkjarumbúðir. Ástæða
stofnunar fyrirtækisins var
náttúru- og umhverfisvernd þó
vonir stæðu til að hægt yrði að
endurvinna umbúðirnar sem
smám saman varð að veruleika.
Endurvinnslan sér um móttöku,
ásamt umboðsmönnum sínum,
allra einnota drykkjarvöruumbúða
hérlendis, greiðir út skilagjald,
undirbýr til útflutnings og selur til
endurvinnslu u.þ.b. 1200 tonn af
áli á ári og 1.400 tonn af plasti.
Hjá Endurvinnslunni starfa 30
starfsmenn.
Nánari upplýsingar má finna á:
www.endurvinnslan.is.
Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is
RÁÐNINGAR
RÁÐGJÖF
RANNSÓKNIR