Fréttablaðið - 19.02.2022, Side 39
Ert þú drífandi leiðtogi?
Menntunar- og hæfniskröfur:
Ítarlegri upplýsingar um störfin og Húnaþing vestra má finna á www.intellecta.is og www.hunathing.is.
Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.
• Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri og mannauðsmálum sviðsins.
• Yfirstjórn þeirra málaflokka sem falla undir sviðið.
• Ábyrgð á rekstri stofnana sem heyra undir sviðið.
• Gerð fjárhagsáætlana og eftirlit með fjárreiðum sviðsins ásamt ráðgjöf í
starfsmannamálum.
• Situr fundi framkvæmdaráðs.
• Samstarf með fræðslu-, félags- og öldungaráði sveitarfélagsins.
• Ábyrgð á samræmingu og samhæfingu félagsþjónustu, skóla- og íþróttastarfs.
• Ábyrgð á stefnumörkun í málaflokkum sem falla undir sviðið.
• Tryggir heildstæða samhæfða þjónustu við fjölskyldur.
• Leiðir ytra og innra samstarf og samþættingu starfsemi sviðsins þvert á
málaflokka.
• Ábyrgð á veitingu sérfræðiþjónustu innan sviðsins og tryggja tengingu hennar
þvert á málaflokka.
• Frumkvæði að samskiptum og aðgerðum til að styrkja samfélagið.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð
er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Launakjör taka mið af kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi
stéttarfélags. Samkvæmt samþykktum um stjórn sveitarfélagsins ræður sveitarstjórn sviðsstjóra. Samkvæmt jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru karlar jafnt sem konur
hvött til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Einnig eru lausar til umsóknar störf skrifstofumanns á skrifstofu Húnaþings vestra og starfsmanns veitna í þjónustumiðstöð. Upplýsingar er að finna á heimasíðu
Húnaþings vestra www.hunathing.is/is/laus-storf.
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur.
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu.
• Þekking og reynsla af fræðslu- og/eða félagsþjónustu sveitarfélaga.
• Haldgóð þekking og reynsla af rekstri, teymisvinnu, stjórnun og
stefnumótun.
• Leiðtogahæfni, jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum
samskiptum.
• Sjálfstæð vinnubrögð, fumkvæði og skipulagshæfni.
• Þekking á stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrar- og
fjárhagsáætlana.
• Þekking á helstu upplýsingakerfum.
• Þekking á undirbúningi og stjórnun funda.
• Góð íslenskukunnátta og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Leikskólastjóri óskast í leikskólann Ásgarð
Húnaþing vestra auglýsir laus til umsóknar áhugaverð störf í ört vaxandi sveitarfélagi.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi leikskólans.
• Fagleg forysta á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
• Ábyrgð á að leikskólinn starfi samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla,
öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu
sveitarfélagsins.
• Ábyrgð á að rekstur leikskólans sé innan ramma fjárhagsáætlunar.
• Umsjón með ráðningum starfsfólks, skipulagi vinnutíma og vinnutilhögun.
• Þátttaka í stefnumörkun á sviði málaflokksins og innleiðing stefnu.
• Þátttaka í samstarfi við aðila í skólasamfélagi sveitarfélagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Leyfisbréf sem kennari.
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar- og/eða menntunarfræða er æskileg.
• Kennslureynsla á leikskólastigi.
• Leiðtoga- og stjórnunarhæfni, reynsla af stjórnun er æskileg.
• Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
• Þekking á rekstri og áætlanagerð.
• Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
• Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi, skýr framtíðarsýn og faglegur
metnaður.
• Góð tölvufærni og þekking á nauðsynlegum kerfum.
• Hreint sakavottorð.
Óskað er eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Sviðsstjóri er yfirmaður fjölskyldusviðs og ber
stjórnunarlega ábyrgð á málaflokkum sviðsins, þ.e. félagsþjónustu, fræðslumálum ásamt íþrótta- og tómstundamálum. Um er að ræða
100% starf í stjórnsýslu sveitarfélagsins sem heyrir undir sveitarstjóra. Sviðsstjóri ber ábyrgð gagnvart sveitarstjóra og sveitarstjórn í öllum
störfum sínum og ákvörðunum.
Leitað er að dugmiklum einstaklingi með mikinn áhuga og reynslu af stjórnun og teymisstarfi ásamt þekkingu í að minnsta kosti einum af
málaflokkum sviðsins. Viðkomandi þarf að búa yfir hæfni til að skipuleggja og virkja samstarfsmenn til samráðs og samvinnu um málefni
fjölskyldunnar.
Óskað er eftir að ráða öflugan leiðtoga í stöðu leikskólastjóra við leikskólann Ásgarð. Ráðið er í stöðuna frá 1. júní 2022 eða eftir
samkomulagi. Leikskólastjóri ber ábyrgð á rekstri og og starfsemi leikskólans. Leitað er að drífandi, umbótadrifnum og skipulögðum
einstaklingi sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum og metnað fyrir að ná árangri í starfi.
Leikskólinn Ásgarður er þriggja deilda leikskóli. Í leikskólanum eru um 60 börn á aldrinum eins til fimm ára og starfa 17 starfsmenn hjá
skólanum.