Fréttablaðið - 19.02.2022, Page 42
Sunnulækjarskóli á Selfossi
auglýsir lausa til umsóknar
stöðu aðstoðarskólastjóra
Við leitum að öflugum og farsælum leiðtoga til að stýra
framsæknum skóla í ört stækkandi sveitarfélagi. Ráðið verður í
stöðuna frá 1. mai 2022 eða eftir nánara samkomulagi.
Í Sunnulækjarskóla eru um 700 nemendur í 1.-10. bekk og
innan hans er starfrækt Sérdeild Suðurlands, Setrið.
Í Sunnulækjarskóla er starfað eftir hugmyndafræðinni
Uppeldi til ábyrgðar. Lögð er áhersla á teymiskennslu í
lærdómssamfélagi nemenda og starfsmanna þar sem virðing
og traust ríkir. Góð samvinna starfsfólks, nemenda, foreldra
og annarra samstarfsaðila skólans er lykill að árangri.
Einkunnarorð skólans eru gleði, vinátta og frelsi. Skólar og
fjölskyldusvið sveitarfélagsins vinna að styrkingu heildstæðrar
nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Áhersla er lögð á
snemmtækan stuðning, öflug tengsl skóla og skólastiga og
skólaþróunarverkefni sem unnin eru í anda
lærdómssamfélagsins. Nánari upplýsingar um Sunnulækjaskóla
má finna á vef skólans, www. sunnulaekjarskoli.is.
Meginverkefni:
• Staðgengill skólastjóra
• Vinnur ásamt samstarfsfólki að stefnumörkun skólans
• Veitir faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi
• Kemur að skólanámskrárgerð og innra mati
• Vinnur ásamt skólastjóra að daglegri stjórnun skólans og
skipulagningu skólastarfsins
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Leyfisbréf grunnskólakennara og kennslureynsla í grunnskóla
• Framhaldsmenntun í stjórnun eða uppeldis- og kennslufræði
er mikill kostur
• Þekking og reynsla af stjórnun er æskileg
• Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi á skólaþróun er skilyrði
• Þekking á teymiskennslu og sveigjanlegu skólastarfi er mikill
kostur
• Jákvæðni og góð færni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra
sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er
100%. Vakin er athygli á stefnu Sveitarfélagsins Árborgar að
jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá sveitarfélaginu og að
vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
Umsóknarfrestur er til 14. mars 2022.
Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá auk kynningarbréfs þar
sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir
hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað
þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Nánari upplýsingar um störfin eru á ráðningarvef
sveitarfélagsins starf.arborg.is og hjá skólastjóra í
síma 480-5400 og netfang birgir@sunnulaekjarskoli.is.
Sækja þarf um stöðurnar á vef sveitarfélagsins,
starf.arborg.is/storf/
Umsóknir gilda í 6 mánuði.
Skólastjóri
GARÐABÆR ÓSKAR EFTIR AÐ RÁÐA
SKIPULAGSFRÆÐING
gardabaer.is
Leitað er að starfsmanni sem hefur umsjón með skipulagsverkefnum sveitarfélagsins
í samvinnu við skipulagsstjóra.
Helsti verkefni:
• Vinna að gerð aðal- og deiliskipulags í samvinnu við skipulagsstjóra og ráðgjafa
• Yfirlestur og rýni á skipulagsgögnum frá ráðgjöfum sem lögð eru fyrir skipulagsnefnd
• Yfirferð innsendra byggingaráforma með tilliti til gildandi skipulagsskilmála
• Skrifa umsagnir, samskipti við lögaðila og stofnanir
• Svara almennum fyrirspurnum varðandi skipulagsmál
• Vinna grenndarkynningar í samvinnu við verkefnastjóra
• Samskipti við íbúa og aðra hagsmunaaðila varðandi fyrirspurnir um skipulagsmál
• Samskipti við hönnuði og ráðgjafa vegna skipulagsvinnu
• Undirbúningur, gagnaöflun og rýni gagna fyrir fundi skipulagsnefndar
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun í samræmi við 5. mgr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
• Þekking á þeirri lagaumgjörð sem skipulagsfulltrúi starfar eftir
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu og starfsumhverfi sveitarfélaga
• Skipulagsfærni, nákvæmni og hæfileiki til að starfa sjálfstætt
• Góð hæfni í miðlun upplýsinga í ræðu og riti
• Góð samskiptahæfni og mikil þjónustulund
• Frumkvæði, áræðni og röggsemi til verka
• Góð tölvufærni
Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 28. febrúar 2022.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri Garðabæjar
í síma 5258582 eða með því að senda tölvupóst á arinbjorn@gardabaer.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi
stéttarfélags.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is
Umsókn skal fylgja starfsferliskrá og greinargóðar upplýsingar um störf umsækjanda,
menntun og reynslu sem varpað getur ljósi á færni hans til að sinna umræddu starfi.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar má finna á ráðningarvef Garðabæjar https://starf.gardabaer.is
intellecta.is
RÁÐNINGAR
8 ATVINNUBLAÐIÐ 19. febrúar 2022 LAUGARDAGUR