Fréttablaðið - 19.02.2022, Side 74
Herbergið var raun-
verulegra í kvikmynd-
inni, en herbergið sem
var búið til fyrir heim-
ildamyndina náði að
fanga andrúmsloftið
og tilfinningar mínar
þar.
Fólk skilur það ekki,
en það var mjög mikil-
vægt að eiga eitthvað.
Af því að þetta er mín
saga.
Natascha Kampusch var
tíu ára gömul þegar Wolf-
gang Přiklopil rændi henni
snemma morguns 2. mars
1998. Saga Natöschu er efni
nýrra heimildaþátta sem
varpa ljósi á þolendaskömm
og mikla gerendameðvirkni
sem Natascha upplifði eftir
flóttann.
Það var snemma morguns
2. mars sem Wolfgang
Přiklopil tók Natösc-
hu þegar hún var á leið í
skólann.
Það var ekki fyrr en átta og hálfu
ári síðar sem hún flúði heimili hans,
en á meðan hann hélt henni beitti
hann hana of beldi nær daglega og
svelti. Þann 23. ágúst 2006 nýtti
Natascha tækifærið á meðan hann
var í símanum og flúði. Saga Natösc-
hu er efni nýrra heimildaþátta sem
verða teknir til sýninga á Viaplay í
næstu viku.
Þættirnir fjalla um það hvernig
Přiklopil kom fram við Kampusch
en hann beitti hana ofbeldi og svelti
hana nærri daglega, en umfjöllunar-
efnið er einnig hvernig almenn-
ingur, lögreglan og fjölmiðlar tóku
á móti henni þegar henni tókst loks
að f lýja þær hræðilegu aðstæður
sem hann bjó henni, þar sem hann
beitti hana líkamlegu of beldi nær
daglega og nauðgaði henni.
Hann svelti hana og þegar hún
losnaði úr prísundinni var hún jafn
þung og þegar hann handsamaði
hana, 42 kíló. Hann lét hana raka af
sér allt hárið svo það væri ekki hægt
að finna hár heima hjá honum og lét
hana elda fyrir sig og þrífa. Þegar
hann fékk heimsóknir læsti hann
hana niðri í kjallaranum, stundum
dögum saman.
Eftir að hún flúði var hún sökuð
um að hafa viljað vera hjá honum,
fordæmd fyrir að líða illa yfir and-
láti hans, sökuð um að hafa eignast
barn og gefið í skyn að hún hefði
drepið það auk þess sem fjölskylda
hennar, og sérstaklega móðir henn-
ar, var sökuð um að hafa átt þátt í
hvarfinu með því að selja hana í
barnaníðshring.
Mikilvægt í sögulegum skilningi
Kampusch hefur sjálf gefið út þrjár
bækur um mannránið, ofbeldið og
afleiðingar þess, en tekur nú þátt í
þessum heimildaþáttum og segir
sjónarhorn þáttanna henni mikil-
vægt, en líka í sögulegu tilliti.
Spurð hvers vegna hún ákvað
að vera með segir Kampusch að í
gegnum tíðina hafi hún margoft
verið beðin að vera með í slíkum
þáttum en að áhersla framleiðand-
ans hafi vakið athygli hennar í þessu
tilviki, þar sem mikið er fjallað um
þolendaskömm.
„Ég hef svo oft verið beðin um að
taka þátt í svona verkefnum með
ólíkum hópum í annað hvort kvik-
myndum, verkefnum eða heimilda-
myndum eða -þáttum en í þetta sinn
fannst mér hugmyndin áhugaverð.
Að breyta sjónarhorninu og ramm-
anum og mér fannst mikilvægt að
þetta yrði til í sögulegu samhengi,“
segir Natascha og bætir við:
„Ég vildi vera með til að búa til
nýtt sjónarhorn og til að ná utan um
málið aftur, ekki fyrir mig, heldur
fyrir áhorfendur. Sagan hefur alltaf
verið sögð af blaðamönnum og með
þeirra sniði, greinum eða þáttum. En
sagan er ein heild og það er það sem
þættirnir eru.“
Fönguðu tilfinninguna vel
Í þáttunum er herbergið sem Přiklo-
pil bjó til í kjallaranum heima hjá sér
endurgert á þremur ólíkum tímum í
lífi Natöschu.
Herbergið var staðsett í kjallara
undir bílskúrnum heima hjá honum
og hann varði um fjórum árum í
að búa það til, áður en hann rændi
henni. Herbergið var um fimm fer-
metrar, gluggalaust og algerlega
hljóðeinangrað.
Þegar hún kom fyrst var nánast
ekkert inni í því. Það liðu nokkrir
Natascha Kampusch segir að það sé henni mikivægt að saga hennar sé sögð sem ein heild og tók þess vegna þátt í þáttunum. MYND/VIAPLAY NENT GROUP
Ég sé styrk minn þegar ég
sé hverju ég hef sigrast á
dagar þar til hún fékk dýnu til að
liggja á en smám saman færði hann
henni meira til að hafa hjá sér eins
og dót og föt. Eftir að henni var rænt
var Natascha samfleytt sex mánuði
ofan í kjallaranum áður en hún fékk
loks að fara upp í íbúðina til að fara
í sturtu. Fyrstu árin varði hún mest-
um sínum tíma í kjallaraherberginu
en eftir því sem á leið leyfði Přiklopil
henni að dvelja fleiri stundum í hús-
inu. Undir lokin var hún svo neydd
til þess að sofa með honum í rúmi
en hann hlekkjaði hana fasta við
rúmið.
Hvernig leið þér þegar herbergið
í kjallaranum var endurgert fyrir
myndina, á ólíkum tímum lífs þíns?
„Það var skrítin tilfinning en hún
var ekki endilega ný, vegna þess að
það er ekki langt síðan það var gerð
kvikmynd um það sem gerðist. Ekki
það sem gerðist nákvæmlega, en
það var gerð mynd og ég fór í stúd-
íóið. Herbergið var raunverulegra
í kvikmyndinni, en herbergið sem
var búið til fyrir heimildamyndina
náði að fanga andrúmsloftið og til-
finningar mínar þar. Það var allt í
einum lit en þau náðu samt að fanga
andrúmsloftið,“ segir Natascha.
Natascha á enn mikið af því dóti
sem hún eignaðist á meðan Přiklo-
pil hélt henni gegn vilja hennar og
í þáttunum er farið yfir það hversu
mikið fólk hneykslaðist á því að hún
vildi geyma þessa hluti og gerir enn.
„Fólk skilur það ekki, en það var
mjög mikilvægt að eiga eitthvað.
Af því að þetta er mín saga. Ég get
ekki skorið á þarna og sagt að þetta
sé bara fortíðin og að 12 ára, 14 ára
og 15 ára hafi ég verið alter-ego sem
er ekki til. Ég var lifandi á þessum
tíma. Ég bjó til listaverk og hélt dag-
bók. Þetta var líf mitt.“
Meðal þess sem Natascha hefur
geymt er kjóllinn sem hún var í
þegar Přiklopil rændi henni, en
á meðan hún dvaldi hjá honum
þurfti hún að taka hann í sundur
því hún passaði ekki lengur í hann.
Núna hefur hún saumað hann aftur
saman og geymir hann til minn-
ingar.
Lovísa
Arnardóttir
lovisaa
@frettabladid.is
23. ágúst dagur frelsis
Spurð um dagsetningarnar, það er
daginn sem hann tók hana og dag-
inn sem hún flúði, segir Natascha að
dagurinn sem hún náði að flýja sé
henni sérstakur.
„Dagarnir eru stundum sérstakir,
en stundum eru blaðamenn að
reyna að gera þá sérstaka, en fyrir
mér er dagsetningin í ágúst miklu
merkilegri.“
Það sést í viðtölum við Natöschu
og í undirbúningi þessa viðtals að
hún er mjög varkár um það sem hún
segir og það sem hún vill að fólk
viti um hennar sögu. Spurð hvort
það tengist því hvernig fjölmiðlar
tóku á móti henni þegar hún varð
aftur frjáls, játar hún því og segir að
enn í dag eigi hún oft erfitt með að
treysta.
„Áður fyrr passaði ég mjög vel
upp á sjálfa mig og hélt góðri fjar-
lægð frá þeim sem ég taldi hafa nei-
kvæð áhrif og hugsanir. Nú er það
ekki eins erfitt og það var. Það er
auðveldara að takast á við það.“
Lögreglan hrædd
Stuttu eftir að Natascha flúði birti
lögreglan myndir úr kjallaranum
og fór í viðtöl þar sem hún lýsti því
sem hún hafði sagt við hana. Spurð
hvað lögreglan gæti gert öðruvísi,
eða fjölmiðlar, segir Natascha að
hún geri mikinn greinarmun á lög-
reglunni og fjölmiðlum og þeirra
viðbrögðum á þessum tíma.
„Ég geri mikinn greinarmun á lög-
reglunni og fjölmiðlum vegna þess
að í fjölmiðlum var sagt frá málinu á
blaðamannafundi lögreglunnar. En
kannski hefðu þau ekki átt að taka
öllu sem gefnu sem kom þar fram og
ekki átt að vera sátt við þær upp-
Herbergið í
kjallaranum
var endurgert.
Það er um fimm
fermetrar.
Á neðstu
myndinni eru
hlutirnir hennar
Natöschu.
MYND/VIAPLAY/
NENT GROUP
30 Helgin 19. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ