Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 3

Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 3
Brotið varðar allt að sex ára fangelsi en Gísli er einnig krafinn um þrjár milljónir í miska- bætur. 6 4 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F Ö S T U D A G U R 1 . A P R Í L 2 0 2 2 TikTok-stjörnu vísað úr landi Bjóða upp á ræktað kjöt Lífið ➤ 24 Lífið ➤ 26 Vinsæli fjórhjóladrifni rafbíllinn Audi e-tron 50 Pro-line Verð frá 9.690.000 kr. Stillanleg loftpúðafjöðrun, íslenskt leiðsögukerfi og fjarhitun. Búnaður bifreiða til sölu getur verið ólíkur þeirri sem sýnd er á mynd. Laugavegi 172, 105 Rvk. www.hekla.is/audisalur Eigum nokkra lausa til afhendingar strax Athafnamanninum Gísla Haukssyni, kenndum við Gamma, er gefið að sök að hafa beitt sambýliskonu sína ofbeldi á heimili þeirra vorið 2020. adalheidur@frettabladid.is DÓMSMÁL Athafnamaðurinn Gísli Hauksson hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa veist að þáverandi sambýlis- konu sinni með of beldi á heimili þeirra í Reykjavík í maí árið 2020. Í ákæru er Gísla gefið að sök að hafa ítrekað tekið hana kverkataki, skellt henni utan í vegg og þrengt að hálsi hennar svo hún átti erfitt með andardrátt og féll í gólfið. Í kjölfarið hafi hann, þegar brotaþoli hafi hörf- að inn í herbergi, farið á eftir henni og ítrekað gripið um handleggi hennar og f leygt henni á rúm, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut tognun og ofreynslu á hálshrygg og brjósthrygg auk margra yfirborðsá- verka á hálsi, öxl og upphandlegg. Er brotið talið varða við 1. máls- grein 218. greinar b í almennum hegningarlögum sem fjallar um brot í nánu sambandi. Þess er krafist að Gísli verði dæmdur til refsingar en brotið varð- ar allt að sex ára fangelsi. Í ákæru er einnig getið um einkaréttarkröfu á hendur Gísla en brotaþoli krefur hann um þrjár milljónir í miska- bætur. Gísli Hauksson er annar stofn- enda Gamma Capital Management en lét af störfum hjá félaginu árið 2018. Hann átti 30 prósenta hlut í félaginu þegar það var selt til Kviku banka fyrir 2,4 milljarða sumarið 2018. Hann mun þá hafa fengið hundruð milljóna króna fyrir hlut sinn í félaginu. Málið verður þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur síðar í þessum mánuði. ■ Ákærður fyrir brot í nánu sambandi STJÓRNSÝSLA Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hyggst una dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í bótamáli tveggja barna Sævars Marinós Cie- sielski sem kveðinn var upp í síðasta mánuði og bjóða þremur börnum Sævars sömu hækkun bóta og systk- inum þeirra tveimur voru dæmdar með dóminum. Forsætisráðherra leggur fram minnisblað um málið í ríkisstjórn í dag. Með dómi Héraðsdóms Reykja- víkur voru bætur til Sævars taldar hæfilegar 385 milljónir króna, en áður höfðu verið boðnar alls 239 milljónir til aðstandenda hans. SJÁ SÍÐU 4 Unir niðurstöðu héraðsdóms Þrátt fyrir að veturinn sé að hverfa í borginni þá er enn opið í Bláfjöllum þar sem margir nutu sín á skíðum í gær. Þar á meðal þessar mæðgur sem virtust skemmta sér konunglega. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.