Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 17
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
FÖSTUDAGUR 1. apríl 2022
Davíð Már Sigurðsson, framkvæmdastjóri Pronano, segir vörur CCM hafa hlotið tugi verðlauna fyrir framúrskarandi virkni og eiginleika. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Framtíðin er nanótækni
Þýska fyrirtækið CCM er leiðandi á heimsvísu í vörum byggðum á nanótækni. Senn hefja
fyrirtækin Pronano og Foss Distillery framleiðslu og pökkun á nanóvörum úr íslensku
vatni með einkaleyfi frá CCM. Vörulína Pronano hentar öllum fyrirtækjum og heimilum. 2
oddurfreyr@frettabladid.is
Bandaríska sjónvarpsstöðin
HBO tilkynnti á miðvikudag að
House of the Dragon, nýju Game
of Thrones-sjónvarpsþættirnir
sem gerast á undan þáttunum
sem þegar hafa verið sýndir, hefji
göngu sína 21. ágúst næstkomandi.
House of the Dragon gerist mörg
hundruð árum á undan hinum
þáttunum og segir söguna af Targ-
aryen-fjölskyldunni, en þættirnir
eru lauslega byggðir á samnefndri
bók frá 2018 eftir George R.R.
Martin, höfund GoT-bókanna.
Þættirnir segja frá átökum innan
fjölskyldunnar sem eru þekkt sem
„Dans drekanna“ í GoT-sögunni.
Átökin snúast um hver erfir Járn-
krúnuna eftir að konungurinn
Viserys Targaryen hinn fyrsti deyr
og enda með borgarastyrjöld.
Átökin leiða á endanum til þess að
fjölskyldan volduga missir völdin.
Þrjú ár síðan þættirnir enduðu
Það eru að verða komin þrjú ár frá
því að síðasti þátturinn í síðustu
þáttaröðinni af upprunalegu
þáttunum var sýndur. Þætt-
irnir voru einhverjir vinsælustu
sjónvarpsþættir sögunnar og á
tímabili var mikill áhugi á því að
fá fleiri sögur frá Westeros. En það
var mikil óánægja með hvernig
síðasta þáttaröðin endaði, svo
margir aðdáendur hafa blendnar
tilfinningar til hugmyndarinnar
um meira af Game of Thrones. Það
kemur í ljós í ágúst hvort þættirnir
standa undir væntingum. ■
Meira Game of
Thrones í ágúst
Matt Smith leikur prinsinn Daemon
Targaryen í þáttunum.
SKJÁSKOT/YOUTUBE
ALOE VERA
MELTING & BÓLGUR
85%VIRKTCURCUMIN
www.celsus.is