Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 4
Vorið loksins komið Þrátt fyrir að stöku snjóskafl sé enn að finna í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins er víða byrjað að vora og grasið að grænka. Margir eru óþreyjufullir eftir sumrinu sem er á næsta leiti og skelltu sér í sjóinn í Nauthólsvík í gær. Fólk fór mislangt út í vatnið og létu sumir sér nægja að dýfa tánum ofan í. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Viltu láta sumar húsið vinna fyrir þig? Kynntu þér málið á viator.is/eigendur Við sjáum um öll samskipti við gesti Öflug markaðssetning á erlendum mörkuðum Það kostar ekkert að vera á skrá Yfir 20 ára reynsla Grensásvegur 5, 108 Reykjavík info@viator.isViator 544 8990 Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir brýnt að stofn- anasamningar sjúkraliða verði endurskoðaðir, það gangi ekki að starfsfólk sé á byrjendalaunum í þrjú ár. thorgrimur@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Söndru B. Franks, formanni Sjúkraliðafélags Íslands, þykir nóg um að ráðherrar og for- stöðumenn heilbrigðisstofnana tali um mönnunarvanda heil- brigðiskerfisins. Gott og blessað sé að ræða um launahækkanir heilbrigðisstarfsfólks en einnig sé brýnt að ná samkomulagi um upp- færslu stofnanasamninga þess. „Þessar viðræður hafa nú staðið yfir í á annað ár án þess að nokkuð þoki í þá átt sem þessi sömu stjórn- völd tala fyrir,“ segir Sandra um endurskoðun stofnanasamning- anna. „Ríkisstjórnin hefur stært sig af því hafa bætt við fjárveitingar til heilbrigðisstofnana í síðustu fjár- lögum og er það afar sérkennilegt að það skili sér ekki til starfsfólks- ins í gegnum stofnanasamninga.“ Sandra segir að það sem fælist í uppfærslu stofnanasamninganna væri að störfum yrði launaraðað þannig að starfskjörin yrðu í betra samræmi við eðlilegan framgang starfsfólksins. Í kjarasamningum sem sjúkraliðar sömdu um árið 2020 var ný launatafla sem dró úr launamun milli launaf lokka og fjölgaði þeim. „Þegar prósentubilið er minna milli launaf lokkanna skapast svigrúm til að láta lofta meira um launasetningu starfs- manna,“ segir Sandra. „Það sem við erum að reyna að fá í gegn er til dæmis breyting á því að þegar maður byrji sem sjúkraliði sé maður í lægsta launaf lokki í þrjú ár. Það finnst okkur óásættanlegt því maður getur ekki verið byrj- andi í starfi í þrjú ár!“ Þá tekur Sandra ekki trúan- legar skýringar stjórnvalda um að f jármagn skorti til að gera launaflokkana sveigjanlegri. „Það er alltaf einhver sveigjanleiki í öllum rekstri. Það viðhorf sem við mætum er að sá sveigjanleiki eigi ekki að skila sér til sjúkra- liða. Nema hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands – þar náðum við samningi sem við viljum hafa til viðmiðunar því hann er þannig að maður nær framgangi í starfi ef maður er búinn að vinna í ein- hvern ákveðinn árafjölda.“ ■ Sjúkraliðar geti ekki verið á byrjendalaunum í þrjú ár lovisa@frettabladid.is SAMFÉLAG Alls fermast um 700 börn borgaralega hjá Siðmennt á þessu ári sem er nýtt met. Fyrstu athafnir ársins eru um helgina í Hörpu þar sem 220 fermast. Alls eru tíu athafnastaðir og í fyrsta skipti fermt borgaralega í Vestmannaeyjum á þessu ári. Aðrir staðir eru til dæmis Akureyri, Húsavík, Hvammstangi og Ísafjörður. Athafnirnar eru alls þrettán í ár en þeim fækkar lítil- lega frá því í fyrra en þá þurfti að fjölga athöfnum vegna sóttvarna- takmarkana. Svavar Knútur, Haraldur Þorleifs- son og Helga Braga eru ræðumenn í athöfnum í Hörpu um helgina en að sögn Siggeirs F. Ævarssonar, framkvæmdastjóra Siðmenntar, er alltaf leitað til foreldra um tillögur að ræðumönnum. „Fólk tekur eigin- lega alltaf vel í þetta og segir bara nei ef það er upptekið í öðru.“ ■ Um sjö hundruð börn fermast borgaralega í ár Fjölmörg börn ákveða að fermast borgaralega. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Það viðhorf sem við mætum er að sá sveigj- anleiki eigi ekki að skila sér til sjúkraliða. Sandra B. Franks, formaður Sjúkra- liðafélags Íslands Sjúkraliðar starfa bæði við almenna og sérhæfða umönnun sjúklinga. Rúm- lega 2.200 sjúkraliðar starfa hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í fyrra voru fjögur þúsund færri myndir teknar en árið 2019. helenaros@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Færri konur fóru í skimun fyrir legháls- og brjósta- krabbameini á síðasta ári saman- borið við árin á undan þrátt fyrir að mun fleiri konur hafi fengið boðs- bréf í fyrra en árin á undan. Í upphafi síðasta árs fluttist þjón- usta skimana frá Krabbameinsfé- laginu yfir til Heilsugæslunnar og hefur það þótt líklegasta skýringin á minni þátttöku kvenna. Embætti landlæknis hefur birt skýrslu um krabbameinsskimanir fyrir síðasta ár. Þar segir að enginn vafi leiki á því að kynning á meðal almennings á breyttu fyrirkomulagi skimana hafi verið ábótavant. Í skýrslunni kemur fram að í fyrra hafi alls 21.420 sýni verið tekin sam- anborið við 24.020 árið á undan, 2020, og 27.062 árið 2019. Verst var mæting kvenna í leghálsskimun á Vestfjörðum en best á höfuðborgar- svæðinu. Þá var mæting kvenna í yngsta aldurshópnum frá 23 til 24 ára minni en í öðrum aldurshópum. Færri konur skiluðu sér einnig í brjóstaskimun í fyrra samanborið við árin á undan. Í fyrra voru 17.573 röntgenmyndir vegna brjósta- skimunar teknar sem er um þúsund myndum færra en árið á undan. ■ Verri mæting í skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini eftir breytingu 2 Fréttir 1. apríl 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.