Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 6
Íslenska ríkið var
sýknað í desember af
bótakröfu dánarbús
Tryggva Rúnars. Hann
lést árið 2009 og var
sýknaður árið 2018.
Nú er komin lína bæði
hvað varðar fjárhæðir
sem og rétt eftirlifenda.
Katrín Jakobs-
dóttir, forsætis-
ráðherra
Brotaþoli fær ekki formlega
aðild að máli samkvæmt
frumvarpi dómsmálaráð
herra en réttarstaðan er bætt
til muna að mati saksóknara.
adalheidur@frettabladid.is
DÓMSMÁL Brotaþola í sakamáli
verður ávallt heimilt að vera við
staddur lokað þinghald fyrir dómi,
eftir að hann hefur sjálfur gefið
skýrslu, nema dómari telji sérstakar
ástæður mæla gegn því, verði frum
varp dómsmálaráðherra að lögum.
Um er að ræða endurbætt frum
varp um bætta réttarstöðu brota
þola sem lagt var fram í tíð fyrr
verandi dómsmálaráðherra en náði
ekki fram að ganga. Frumvarpið sem
lagt var fram fyrr í þessari viku hefur
tekið talsverðum breytingum, meðal
annars með hliðsjón af umsögnum
og athugasemdum sem komu fram.
Kolbrún Benediktsdóttir vara
héraðssaksóknari segir réttaróvissu
hafa ríkt um heimild brotaþola til að
sitja inni í lokuðu þinghaldi í málum
sínum. Sumir dómarar hafi leyft það
en aðrir hafnað því.
„Það er auðvitað mjög gott að taka
af þennan vafa og lögin veiti þessa
heimild,“ segir Kolbrún.
Mikið hefur verið rætt um hvort
rétt sé að veita brotaþolum aðild að
sakamálum sem rekin eru fyrir dóm
stólum um mál þeirra. Í frumvarpinu
er ekki gert ráð fyrir að brotaþoli fái
formlega aðild en þó skerpt á því að
hann hafi sérstaka stöðu umfram
stöðu vitnis.
Þannig segir í 39. grein: „Brotaþoli
er ekki aðili að sakamáli en við með
ferð þess nýtur hann þeirra réttinda
og ber þær skyldur sem mælt er fyrir
um í lögum þessum.“
Meðal annarra nýmæla um rétt
indi brotaþola sem mælt er fyrir um
í frumvarpinu er réttur réttargæslu
manns hans til að beina tilmælum
til lögreglu um spurningar til brota
þola, sakbornings og vitna auk þess
sem honum verði heimilt að leggja
stuttar og gagnorðar spurningar til
þeirra sem gefa skýrslu fyrir dómi.
Þá sé brotaþola einnig veitt heimild
til að leggja fram skjöl og önnur
gögn og fá aðgang að gögnum í máli
sínu.
Kolbrún vekur athygli á því að
aðgangur brotaþola að gögnum sé
ekki alger, brotaþoli hafi enn stöðu
vitnis og þurfi í f lestum tilvikum að
gefa vitnaskýrslu. Aðgangur vitnis
að gögnum geti haft slæm áhrif á
sönnunarstöðuna og trúverðugleika
vitnisins og dæmi séu um að réttar
spjöll hafi orðið af þessum sökum.
„Við viljum náttúrulega ekki að
aukin réttindi brotaþola leiði til
þess að mál þeirra spillist. Það er
þannig með margar þessara reglna,
það eru ástæður fyrir þeim, aðrar en
bara kerfið að vera leiðinlegt,“ segir
Kolbrún. Ekki er í frumvarpinu gert
ráð fyrir því að brotaþoli komi að
ákvörðun um ákæru eða áfrýjun
mála eða hafi formlega aðilastöðu
eins og fyrr segir.
„Í grunninn byggjum við okkar
réttarkerfi á því að það sé hlutlaus
lögregla og ákæruvald sem horfir
bæði til þess sem horfir til sektar
og sýknu, metur málin og hvort þau
séu nægilega sterk til að fara fyrir
dómstóla. Þetta á náttúrulega við
um öll mál en ekki bara kynferðis
brot.
Það er ekki verið að hróf la við
þessu í frumvarpinu en það er verið
að rétta stöðuna og kveða aðeins
fastar að orði um að brotaþoli er
auðvitað ekki bara vitni heldur
hefur ákveðna sérstöðu,“ segir Kol
brún og bætir við: „Með þessum
breytingum og rétti brotaþola til
að koma að gögnum, láta spyrja
spurninga, af la gagna og svo fram
vegis, þá erum við að gera rann
sóknina betur og þetta snýst auð
vitað alltaf um að upplýsa mál og
leita sannleikans. Þessar breytingar
styðja við það markmið.“
Í frumvarpinu er einnig kveðið
á um aukna upplýsingaskyldu til
brotaþola varðandi framvindu
málsins, til að mynda um gæslu
varðhald og um áfrýjun máls. Þá
er lagt til að Fangelsismálastofnun
verði heimilað að upplýsa brota
þola um tilhögun afplánunar þess
sem brotið hefur gegn honum.
Þá eru í frumvarpinu réttarbætur
fyrir bæði sakborninga og brota
þola með fötlun og mælt fyrir um
rétt aðstandenda í málum sem
varða andlát og þeim meðal ann
ars tryggður réttur til réttargæslu
manns. ■
Brotaþolar fái aðild að máli
og sitji í lokuðu þinghaldi
Kolbrún Bene-
diktsdóttir
varahéraðssak-
sóknari segir
breytingarnar
mikilvægar
en gæta verði
þess að þær
leiði í reynd til
framfara og
snúist ekki upp í
andhverfu sína.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
arib@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Góð reynsla hefur
hlotist af tilraunaverkefni Velferð
artæknismiðju Reykjavíkurborgar
með lyfjaskömmtunarvélmenni.
Eru þau nú þegar á heimilum nokk
urra skjólstæðinga í Breiðholti.
„Við fórum af stað í nóvember í
tíu mánaða verkefni með finnska
fyrirtækinu Evondos, þeir eru þjón
ust aðir af Icepharma hér á Íslandi,
og fengum 25 lyfjaskammtara til
prófunar. Af þeim eru 22 komnir í
gagnið. Við erum enn að vinna í að
koma þeim öllum út. Í þessari viku
erum við að byrja á nýju verkefni
með 15 skömmturum frá norsku
fyrirtæki og ætlum að prófa þá á
öðrum stað í borginni,“ segir Kristín
Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur
og verkefnastjóri Velferðartækni
smiðju Reykjavíkurborgar.
Margir starfsmenn heimahjúkr
unar sinna þessu hlutverki, þeim
verður ekki fækkað en með tilkomu
vélmenna geta hjúkrunarfræðingar
einbeitt sér frekar að félagslegum
innlitum.
„Eldra fólk er oft óöruggt í
kringum nýja tækni en þetta er svo
ofboðslega einfalt og notendavænt
að það verða allir mjög ánægðir eftir
fyrstu prófun,“ segir Kristín.
Ef fjöldi tækja í Finnlandi er
reiknaður yfir á Ísland má gera ráð
fyrir að um 700 tæki verði í notkun
hér á landi.
Kristín segir auðvelt að vinna
með tækið.
„Inn í svona vélmenni eru settar
lyfjarúllur. Margir af okkar skjól
stæðingum eru með fyrir fram
skömmtuð lyf sem á að taka á mis
munandi tímum dagsins. Pokarnir
eru allir merktir með tímasetningu,
það sem vélmennið gerir er að lesa á
pokana og skammta lyfin á réttum
tíma. Þannig að klukkan níu byrjar
vélmennið að láta vita, við erum svo
með miðlægt kerfi þar sem við fáum
skilaboð ef viðkomandi tekur ekki
lyfin, þá getum við brugðist við.“ ■
Góð reynsla af vélmennum í Breiðholti
Vélmennið talar
íslensku.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARI
Kristín Sigurðar-
dóttir, hjúkr-
unarfræðingur
adalheidur@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra hyggst una dómi
Héraðsdóms Reykjavíkur í bóta
máli tveggja barna Sævars Marin
ós Ciesielski sem kveðinn var upp
í síðasta mánuði og bjóða þremur
börnum Sævars sömu hækkun bóta
og systkinum þeirra tveimur voru
dæmdar með dóminum. Dánarbúi
Tryggva Rúnars verður einnig
boðin sátt á sama grundvelli að
sögn forsætisráðherra sem leggur
fram minnisblað um málið í ríkis
stjórn í dag.
Með dómi Héraðsdóms Reykja
víkur voru bætur til Sævars taldar
hæfilegar 385 milljónir, en áður
höfðu verið boðnar alls 239 millj
ónir til aðstandenda hans. Fjár
hæðin skiptist milli fimm barna
hans.
„Þetta er það sem ég mun ræða
í ríkisstjórn og vona auðvitað,
eins og við féllumst á niðurstöðu í
málum Guðjóns Skarphéðinssonar
og dánarbús Kristjáns Viðars Júlí
ussonar, að komnar séu lyktir hvað
varðar bætur vegna sýknudómsins
sem féll í september 2018,“ segir
hún en tekur fram að þessi fram
vinda málsins miðist við að sjálf
uni börn Sævars hinum nýja dómi
og áfrýi honum ekki sjálf.
„Þegar lögin um bótagreiðslur
vegna málsins voru samþykkt, var
lögð áhersla á að aðilar gætu tekið
við þeim greiðslum sem þá voru
boðnar og um leið skotið málum
sínum til dómstóla. Nú er komin
lína bæði hvað varðar fjárhæðir
sem og rétt eftirlifenda. Við ætlum
að fylgja þeirri línu og vonum að
þessum kafla uppgjörs málsins sé
að ljúka,“ segir Katrín.
Ríkið var sýknað af bótakröfu
dánarbús Tryggva Rúnars í Lands
rétti skömmu fyrir jól en Hæsti
réttur hefur fallist á að taka það
til meðferðar. Náist sættir á þeim
grundvelli sem forsætisráðherra
leggur til verður málið væntanlega
fellt niður. ■
Katrín vill sættast í málum afkomenda Sævars og Tryggva
Þetta snýst auðvitað
alltaf um að upplýsa
mál og leita sannleik-
ans. Þessar breytingar
styðja við það mark-
mið.
4 Fréttir 1. apríl 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ