Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 40
Ást og upplýsingar er flæðandi upplifun, atriðin renna áfram og leysast síðan upp til að búa til pláss fyrir það næsta. Mér finnst það for- vitnileg áskorun að framkalla fegurð þar sem við leitum kannski síst að henni. LEIKHÚS Ást og upplýsingar eftir Caryl Churchill Þjóðleikhúsið Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir Leikarar: Almar Blær Sigurjónsson, Baldur Trausti Hreinsson, Björn Thors, Ebba Katrín Finnsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Nína Dögg Filippusdóttir og Ragnheiður K. Steindórsdóttir Leikmynd: Daniel Angermayr Búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Hljóðhönnun: Kristinn Gauti Einarsson Tónlist: Markéta Irglová og Sturla Mio Þórisson Þýðing: Auður Ava Ólafsdóttir Sigríður Jónsdóttir Eftir langa bið duttu íslenskir áhorfendur í leikhúslukkupottinn. Tvisvar. Á tæpum tveimur mán- uðum hafa tvö leikrit eftir breska leikskáldið Caryl Churchill ratað á íslensk leiksvið. Eitt af nýlegri verk- um þessa merkilega höfundar heitir Ást og upplýsingar og var frumsýnt í Royal Court-leikhúsinu í London árið 2012 og tæpum áratug seinna í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík í leik- stjórn Unu Þorleifsdóttur. Ást og upplýsingar er heimspeki- leg og skörp rannsókn á samtíman- um og samskiptum á tímum upplýs- ingaofgnóttar. Persónum eru ekki gefin nöfn, engar leiklýsingar eru í boði og staðsetning hverju sinni er óljós. Leikritið inniheldur sjö þætti með mismörgum atriðum. Hvert atriði snýr að hugmyndum okkar um heiminn, hvernig við staðsetj- um okkur í samfélagi óþrjótandi upplýsinga og birtingarmyndum ástarinnar. Rithöfundurinn Auður Ava Ólafsdóttir hefur haft nóg að gera upp á síðkastið en hún þýddi líka Ég hleyp fyrir Borgarleikhúsið. Henni tekst vel til að mestu en samt ber á nokkrum hnökrum þegar orð- færið var of formlegt eða stirt, sem er á skjön við annars lipra sýningu. Krefjandi texti Í upphaf legu sýningunni voru leikararnir sextán en hér eru þeir einungis átta sem skipta á milli sín fjölmörgum persónum. Skemmtileg aldursbreidd er í hópnum en yngsti meðlimur leikhópsins útskrifaðist úr leiklistarskóla 2021 og sá elsti árið 1975. Á heildina litið tekst hópnum afskaplega vel upp en texti Churchill er krefjandi, persónur grípa oftar en ekki fram í fyrir hver annarri og setningar fjara út. Ekki þarf að segja neinum að Björn Thors sé hæfileikaríkur leik- ari. Nálgun hans í Ást og upplýs- ingum er afslöppuð og oft á tíðum bráðfyndin en stundum styðst hann við gamla takta í stað þess að prófa eitthvað nýtt. Ebba Katrín Finnsdóttir hefur verið á fínu flugi síðastliðin misseri og finnur margs konar fleti á sínum karakterum, þó að raddbeitingu hennar sé stund- um ábótavant. Katrín Halldóra Sigurðardóttir færði sig um set frá Borgarleikhúsinu til Þjóðleikhúss- ins nýlega og verður forvitnilegt að sjá hana á gömlum slóðum. Hún sýnir hér hversu góða breidd hún hefur sem leikkona, grínið kemur aðeins auðveldlegar til hennar en atriðið þar sem hún berst við að fara með gamlan Bítlaslagara var áhrifamikið. Ragnheiður K. Steindórsdóttir sýnir að hún hefur engu gleymt, ber mýktina með sér en fær sömu- leiðis tækifæri til að tækla kómík og dramatík sem hún nýtir sér afskap- lega vel. Baldur Trausti Hreinsson gerir slíkt hið sama en hans eftir- minnilegasti karakter er Guðmund- ur, eina persónan sem ber nafn, og í atriðunum þegar þögnin segir allt sem segja þarf. Hilmar Guðjóns- son nær líka góðum tökum á þessu leikandi flæði, öruggur í gríninu og er sterkur í hlutverki hins aulalega meðaljóns. Nýliðinn Almar Blær Sigurjóns- son og stórleikkonan Nína Dögg Filippusdóttir bera þó af í þessum sterka leikhóp. Almar Blær stígur á svið með sjálfsöryggið að vopni, uppfullur af ferskri orku og með sterka nærveru. Hér er á ferðinni leikari sem vert er að fylgjast með. Nína Dögg finnur ný blæbrigði nánast fyrir hverja einustu persónu sem hún leikur. Við sjáum alltaf einhverja nýja hlið á henni í hverju atriði. Hvort sem er sem persónu- gerving þunglyndis, eina persónan sem kemur oftar en einu sinni fyrir, eða gelgjulega samstarfskonan. Flæðandi upplifun Ást og upplýsingar er flæðandi upp- lifun, atriðin renna áfram og leysast síðan upp til að búa til pláss fyrir það næsta. Una finnur fjölbreyttar og frumlegar leiðir til að kveikja neista undir textunum. Eina reglan sem Churchill setur er að þættirnir verða að vera í réttri röð en leikstjór- anum er frjálst að færa atriðin innan þeirra. Að auki er að finna nokkur ótengd atriði sem má setja hvar sem er inn í framvinduna. Þetta gefur leikstjórum mikið frelsi til að finna sinn eigin vinkil á framvindunni og hæfileikar Unu blómstra í slíku umhverfi. Eva Signý Berger er einn áhugaverðasti búningahönnuður landsins. Hún kemur með litagleð- ina inn í annars skjannahvíta leik- myndina þó að stundum virtust búningarnir ekki passa leikurunum nægilega vel. Fyllt í eyðurnar Daniel Angermayr kemur með nýjar listrænar áherslur en Ást og upplýsingar er hans fyrsta verk- efni á Íslandi. Grunnliturinn er hvítur eins og áður segir en áferðin á leikmyndinni mismunandi. Leik- myndin þjónar sýningunni og leik- urunum frábærlega sem er merki um góðan leikmyndahönnuð. Lýsingarhönnun Jóhanns Bjarna Pálmasonar hefur sjaldan verið betri og það undir frekar erfiðum kringumstæðum. Hann hannar fókuspunktana af nákvæmni en notar ýmis uppbrot samhliða. Mar- kéta Irglová og Sturla Mio Þórisson semja tónlistina og samvinna þeirra með hljóðhönnuðinum Kristni Gauta Einarssyni styður sömu- leiðis lipurlega við framvinduna á lágstemmdan máta. Ást og upplýsingar sannar endan- lega að Caryl Churchill á heima á íslensku leiksviði. Hér er á ferðinni heimspekilegt og smellið hug- myndaleikhús sem er ekki matað ofan í áhorfendur heldur fá þeir tækifæri til að fylla inn í eyðurnar, ekki bara þessa einu kvöldstund heldur lengi á eftir. Una setur hér fram eina af sínum bestu leiksýn- ingum með góðri aðstoð leikhóps- ins og listræna teymisins. n NIÐURSTAÐA: Eftirminnileg sýning sem gefur áhorfendum of- gnótt af upplýsingum til að melta og njóta. Öldur upplýsinga Á heildina litið tekst hópnum afskaplega vel upp, segir gagnrýnandinn. MYND/AÐSEND kolbrunb@frettabladid.is Á tónleikum í Heimssviðs-tónleika- raðar Hörpu miðvikudaginn 6. apríl stígur sópransöngkonan Álfheiður Erla á Eldborgarsviðið ásamt píanó- leikaranum Kunal Lahiry, dansar- anum Mörtu Hlín Þorsteinsdóttur og strengjakvartett. Gestir og lista- fólk deila saman Eldborgarsviðinu á þessum einstaka Heimssviðsvið- burði en þetta mun vera í fyrsta sinn sem það er gert. Álfheiður Erla Guðmundsdóttir hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngkona ársins í f lokknum sígild og samtímatónlist árið 2021 og starfar nú sem einsöngvari við Theater Basel í Sviss. Á viðburðinum þar sem saman f léttast tón-, dans- og sjónlistir, hljómar ljóðaf lokkurinn Appa- rition eftir bandaríska tónskáldið George Crumb, sönglög eftir finnska tónskáldið Jean Sibelius, frum- flutningur á verki eftir bandaríska tónskáldið Nico Muhly auk nýrra útsetninga Viktors Orra Árnasonar á íslenskum þjóðlögum fyrir píanó- kvintett og söng. n Gestir og listafólk á Eldborgarsviðinu Álfheiður Erla og Kunal Lahiry. kolbrunb@frettabladid.is Sýning Lilju Birgisdóttur stendur yfir í Þulu gallerí og lýkur 24. apríl. Ljósmyndir Lilju eru handmálaðar með olíulitum á silver gelatin prent og eru eins konar portrettmyndir. „Mér finnst það forvitnileg áskor- un að framkalla fegurð þar sem við leitum kannski síst að henni. Fegurðin gerir þá kröfu til okkar að við nálgumst efnislega hluti og lif- andi verur með ákveðinni viðhorfs- legri mildi, aðeins þannig sjáum við hana,“ segir Lilja. Lilja lauk námi í ljósmyndun við Konunglega listaháskólann í Hol- landi árið 2007 og BA-námi við Listaháskóla Íslands árið 2010. Frá námslokum hefur hún verið einn aðstandenda listamannarekna gallerísins Kling og Bang í Reykjavík og 2011 stofnaði hún listtímaritið Endemi ásamt öðrum listakonum. Lilja hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi sem og erlendis. n Lilja sýnir í Þulu Verk á sýningunni í Þulu. MYND/AÐSEND kolbrunb@frettabladid.is Forward, eini dansflokkurinn fyrir unga dansara á Íslandi, sýnir tvö verk á laugardaginn, 2. apríl, í Tjarn- arbíói, eitt klassískt, Paquita, og eitt nútímaverk, Avatar. Sýningarnar eru klukkan 18.00 og 20.00. Verkið Paquita er eftir Joseph Mazilier frá árinu 1846. Avatar er afrakstur samvinnu með danshöfundinum Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Í verkinu er hugarheimurinn skoðaður og þá sérstaklega hugarheimur dansara. Verkið er unnið út frá ljóðum eftir Siggu Soffíu sem eru á köflum flutt í verkinu og á köf lum unnið úr í skissum af danssenum. n Forward í Tjarnarbíói Úr sýningunni Paquita. MYND/AÐSEND 22 Menning 1. apríl 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 1. apríl 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.