Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 28
Þegar fyrsta verkefnið erlendis klúðrast er þessi þrautþjálf- aði her- maður kominn á flótta, flæktur í hættulegt samsæri og þarf að berjast fyrir lífi sínu til að komast heim. Cage stendur nú frammi fyrir stærstu áskorun lífs síns og erfiðasta hlutverki sínu – Nick Cage. Hafið er ævintýri sem mun setja allt konungs- ríkið á hvolf og kenna Pílu að göfug- lyndi býr innra með okkur öllum. Í þessum æsispennandi spennu- trylli er Chris Pine í hlutverki þraut- þjálfaðs liðþjálfa í sérsveitunum sem er rekinn og missir eftirlaun sín. Skuldugur og kominn upp að vegg er hann staðráðinn í að tryggja hag fjölskyldu sinnar. Harper gerir samning við leynilegan einka- rekinn her. Þegar fyrsta verkefnið erlendis klúðrast er þessi þrautþjálfaði hermaður kominn á flótta, flæktur í hættulegt samsæri og þarf að berjast fyrir lífi sínu til að komast heim og fletta ofan af raunveru- legum ásetningi þeirra sem sviku hann. Þessi mynd þykir að mörgu leyti minna á Bourne-myndirnar. Chris Pine sagði í viðtali grunnþemað í henni vera sögu manns sem berst við flóðbylgjur lífsins og reynir að fóta sig. „Þetta er forn saga og ný, mjög lýsandi saga af 21. aldar hernaði. Þetta er ekki eins og seinni heimsstyrjöldin þar sem bar- áttan var milli góðs og ills. Þetta er dásamlega einfaldur og vel spunn- inn þráður, en samt svo miklu meira en það. Þetta er miklu dýpra. Þetta snýst ekki bara um að drepa vonda karlinn. Þetta snýst um það hver þú ert sem manneskja, sem maður.“ n Nútímahernaður á yfirsnúningi og miklu meira býr undir Fróðleikur n The Contractor er þriðja myndin sem Chris Pine og Ben Foster gera saman. Áður gerðu þeir The Finest Hour (2016) og Hell or Highwater (2016). Frumsýnd í apríl 2022 Aðalhlutverk: Chris Pine, Gillian Jacobs, Kiefer Sutherland, Ben Foster, Sander Thomas, Toby Dixon og Dean Ashton Handritshöfundur: J.P. Davis Leikstjóri: Tarik Saleh Nicolas Cage leikur … ja, Nick Cage í spennugamanmyndinni The Unbearable Weight of Mass Talent. Skáldskaparkarakterinn Nick Cage er blankur og á engan kost annan en að þiggja boð um eina milljón dollara fyrir að koma fram á afmælisskemmtun fyrir stór- hættulegan milljarðamæring sem er mikill aðdáandi hans. Hlutirnir þróast í óvænta átt þegar bandarísk leyniþjónustu- kona fær Cage til að gerast útsend- ari CIA þar sem aðdáandinn ríki er í raun eiturlyfjabarón. Cage stendur nú frammi fyrir stærstu áskorun lífs síns og erfið- asta hlutverki sínu – Nick Cage. Hann verður að slá í gegn og leika öll sín helstu kvikmynda- hlutverk til að bjarga sjálfum sér og þeim sem hann elskar. Myndin fær 100 prósent hjá Rotten Tomatoes og frábæra dóma. Gagnrýnendur halda vart vatni yfir þessari nýstárlegu nálgun leikstjórans á kvikmyndaformið og segja þetta einhverja skemmti- legustu mynd seinni tíma, ef ekki þá skemmtilegustu. n Laugarásbíó, Sam-Álfabakka, Borgarbíó Akureyri, Selfossbíó og Sam-Keflavík Hrósað í hástert og hundrað prósent hjá Rotten Tomatoes Fróðleikur n Þegar tökum lauk fékk allt teymið púða með andlitsmynd af Nicolas Cage og eiginhandaráritun hans sjálfs. n Nicolas Cage vildi fyrst ekki leika sjálfan sig en snerist hugur þegar hann fékk bréf frá Tom Gormican með handritinu. n Í upphaflega handritinu var atriði þar sem Nick Cage elti Quentin Tarantino til að reyna að fá hlutverk í næstu mynd hans. n Dan Stevens átti upphaflega að leika hlutverkið sem Pedro Pascal gerir ógleymanlega. n Myndin átti upphaflega að gerast í New York og Mexíkó en vegna faraldursins var hún flutt til Ungverjalands. Frumsýnd 22. apríl 2022 Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Pedro Pascal, Jacob Scipio, Demi Moore, Ike Barinholtz, Sharon Hoirgan og Neil Patrick Harris Handritshöfundar: Kevin Etten og Tom Gormican Leikstjóri: Tom Gormican Píla er lítill munaðarleysingi sem býr á götunni í borginni Roc-en- Brume. Ásamt tömdu hreysikött- unum sínum þremur kemst hún af með því að stela mat úr kastala illgjarna ríkisstjórans Tristains sem hafði hrifsað völdin. Dag einn dulbýr Píla sig sem prinsessa til að komast undan vörðunum sem eru á hælum hennar. Fyrr en varir er hún lögð, þrátt fyrir að þora varla, í hættuför til að bjarga Roland, réttmætum rík- isarfa, sem hefur verið hnepptur í álög og breytt í … kattakjúkling (hálfan kött og hálfan kjúkling). Hafið er ævintýri sem mun setja allt konungsríkið á hvolf og kenna Pílu að göfuglyndi býr innra með okkur öllum. Gagnrýnendur segja Julien Fournet hafa tekist að segja hjart- næma sögu með fallegum boð- skap fyrir börnin um leið og henni tekst að heilla fullorðna áhorf- endur með fyndni og skemmtileg- heitum, sem helst minna á gamlar Andrésar andar-teiknimyndir og bestu myndirnar með Steina og Olla. Það skiptir nefnilega máli að öll fjölskyldan geti skemmt sér saman í bíó. Myndin er með íslensku tali og íslensku leikararnir leysa sitt hlut- verk af stakri prýði. n Laugarásbíó, Smárabíó, Háskóla- bíó, Borgarbíó Akureyri og Sel- fossbíó Sýnir okkur að göfuglyndi býr innra með okkur öllum Frumsýnd 22. apríl 2022 Aðalhlutverk: Íslensk talsetning Andrea Ösp Karlsdóttir, Stefán Benedikt Vilhelmsson og Árni Beinteinn Árnason Handritshöfundur: Julien Fournet Leikstjóri: Julien Fournet 10 kynningarblað 1. apríl 2022 FÖSTUDAGURKVIKMYNDIR MÁNAÐARINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.