Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 46
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is Jóhönnu Vigdísar Guðmundsdóttur n Bakþankar Um daginn skrifaði dóttir mín ritgerð um túr og fátækt. Nánar tiltekið um aðstæður stúlkna og kvenna um allan heim sem ekki hafa aðgang að tíðavörum. Þar kemur fram að 500 milljónir kvenna og stúlkna búa við tíðafá- tækt, sem er skilgreind þannig að þær hafa hvorki aðgang að túrtöppum né dömubindum. Stór hluti vandamálsins felst einnig í litlu öryggi salernisaðstöðunnar, ef þær hafa aðgang að henni, og þær eru því berskjaldaðar fyrir ofbeldi. Nú þykist ég vita að einhverjum lesendum finnist sérkennilegt að lesa orðin blæðingar, túr, túrtappar og dömubindi á baksíðu Frétta- blaðsins. Í því kjarnast einmitt vandinn. Þrátt fyrir að næstum helmingur mannkyns hafi blæðingar, að meðaltali í fjörtíu ár, virðast þær enn vera feimnismál og víða í heiminum fylgir þeim mikil skömm. Bein áhrif vanþekkingar og skammar vegna blæðinga eru meðal annars að um helmingur stúlkna í Indónesíu og Úganda mæta ekki í skólann þegar þær eru á túr og missa þannig af heilum mánuði af kennslu á ári. Í Nepal, Eþíópíu og á Indlandi er skömmin svo mikil að konur eru víða sendar í blæðingakofa þar sem þær eru geymdar á meðan þær eru á túr - eða að jafna sig eftir barns- fæðingar. Tíðafátækt er líka að finna í löndunum nær okkur. Rúm- lega 60% bandarískra stúlkna og kvenna eiga iðulega í vandræðum með að fjármagna kaup túrtappa og dömubinda. Hvernig er staðan á Íslandi? Það er kominn tími til að bjóða ókeypis tíðavörur á öllum salernum í almannarýmum – og þá sérstak- lega í skólum landsins – við hliðina á klósettpappírnum. n Á túr Mjúk Stíf FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 11–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is QUICKREFRESH ™ ÁKL ÆÐI Rennilás gerir það afar einfalt að taka QuickRefresh áklæðið af tempur dýnunni og þvo. ALLT ÞAÐ NÝJASTA FRÁ TEMPUR MEÐ 20% AFSLÆTTI TEMPUR-DAGAR VEFVERSLUN www.betrabak.is A F S L ÁT T U R A F T E M P U R R Ú M U M 20% TEMPUR® Cloud línan Hönnuð fyrir meiri mýkt TEMPUR® Original línan Hönnuð fyrir meiri stuðning TEMPUR® Hybrid Línan Hönnuð fyrir sneggra viðbagð TEMPUR® Firm línan Hönnuð fyir enn meiri stuðning Mjúk Stíf Mjúk Stíf Mjúk Stíf Nýjar gerðir og fjölbreytt úrval heilsukodda NÝBYGGINGAR Í HAFNARFIRÐI FJÖLDI EIGNA AÐ KOMA Í SÖLU Í SKARÐSHLÍÐ OG HAMRANESI BÆJARHRAUN 10 – HAFNARFIRÐI SÍMI: 520-7500 - FASTEIGNASALA SÍÐAN 1983

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.