Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 24
Prófessor Albus Dumbledore veit að hinn voldugi og myrki galdra- maður Gellert Grindelwald ætlar sér að ná yfirráðum yfir galdra- heimum. Hann treystir sér ekki til að stöðva hann einn og felur galdra- fræðingnum Newt Scamander að leiða teymi galdramanna, norna og einn hugrakkan mugg í hættu- lega för þar sem þau lenda í návígi við gamla og nýja óþokka og lendir saman við her Grindelwalds sem stækkar sífellt. En hvernig getur Dumbledore verið á hliðarlínunni þegar svona mikið er í húfi? Myndin gerist á fjórða áratug síðustu aldar, nokkrum árum eftir að The Crimes of Grindelwald á að gerast. The Secrets of Dumbledore er þriðja myndin í seríunni um Fan- tastic Beasts og ellefta myndin í allri galdraseríunni sem byrjaði með Harry Potter og viskustein- inum fyrir rúmlega 20 árum. Myndin gerist sem fyrr segir á 4. áratug 20. aldarinnar og seinni heimsstyrjöldin nálgast óðfluga og sagan skýrir hvernig galdraheimur- inn blandast inn í stríðið. Leikurinn berst víða, meðal ann- ars til galdrasamfélaganna í Bútan, Þýskalandi og Kína, auk þess sem gamalkunnir staðir í Bandaríkj- unum og Bretlandi koma við sögu. Allir helstu leikararnir úr fyrri tveimur myndunum um Fantastic Beasts ætluðu að taka þátt í þessari þriðju mynd seríunnar en í nóvem- ber tilkynnti Johnny Depp, sem hafði leikið Grindelwald, að hann myndi ekki taka þátt í verkefninu vegna þess að Warner Bros. höfðu beðið hann um að draga sig út úr því vegna neikvæðrar umfjöllunar um meiðyrðamál Depps gegn News Group-dagblaðakeðjunni. Tökur voru hafnar og Depp hafði þegar leikið í einu atriði sem tekið var upp í London. Sagan segir að samningur Depps hafi hljóðað upp á 1-2 milljarða króna, hvort sem myndin kláraðist eða ekki. Það var svo danski leikarinn Mads Mikkelsen sem hljóp í skarðið fyrir Depp og árangurinn má sjá í þessari mynd. n Sambíóin, Smárabíó, Laugarásbíó og Bíóhúsið Selfossi Hve lengi getur Dumbledore haldið sér til hlés? Fróðleikur n Upphaflegur handritshöfundur Harry Potter-myndanna snýr aftur og skrifar handritið að þessari mynd ásamt J.K. Rowling. n Upphaflega átti að frumsýna myndina 12. nóvember 2021 en myndatökur töfðust vegna brotthvarfs Johnny Depp í nóvember 2020 svo heimsfrumsýningin er 8. apríl næstkomandi. n J.K. Rowling greindi frá því árið 2007 að Dumbledore væri sam- kynhneigður og hún hefur einnig greint frá því að hann og Grin- delwald hafi átt í eldheitu „ástarsambandi“. Frumsýnd 8. apríl 2022 Aðalhlutverk: Mads Mikkelsen, Ezra Miller, Katherine Waterston, Jude Law, Eddie Redmayne, Alison Sudol og Dan Fogler Handritshöfundar: J.K. Rowling og Steve Kloves Leikstjóri: David Yates Operation Mincemeat byggir á sannri sögu úr seinni heims- styrjöldinni. Árið 1943 fannst lík í sjónum úti fyrir strönd Huelva á suðurhluta Spánar. Líkið virtist hafa verið nokkurn tíma í sjónum og við úlnlið þess var hlekkjuð skjalataska. Þjóðverjar fréttu af líkinu og skjalatöskunni og lögðu allt kapp á að komast yfir hana, ekki síst þegar þeir fréttu að Bretar væru að reyna að endurheimta hana. Þjóðverjum tókst að ná töskunni á undan Bretum og í henni fundu þeir trúnaðarbréf frá yfirvöldum í London til háttsetts bresks foringja í Túnis sem gaf í skyn að herir banda- manna hygðust ráðast frá Norður -Afríku yfir Miðjarðarhafið á Sardin- íu og Grikkland. Þetta reyndist vel heppnaður blekkingarleikur Breta til að villa Þjóðverjum sýn. Banda- menn réðust inn á Sikiley. Líkið í sjónum var af umrenningi frá Wales sem leyniþjónustan hafði fengið í líkhúsi í London. Oft er sannleikur- inn ótrúlegri en skáldskapur. n Sambíóin Ótrúlegur blekkingarleikur Frumsýnd 22. apríl 2022 Aðalhlutverk: Rufus Wright, Atthew Mac- fayden, Ruby Bentall, Char- lotte Hamblin og Colin Firth Handritshófundar: Michelle Ashford (handrit) og Ben Macintyre (bók) Leikstjóri: John Madden Sónik er búinn að koma sér fyrir í Green Hills og tilbúinn í meira frelsi. Tom og Maddie samþykkja að leyfa honum að vera einum heima á meðan þau fara í frí. Ekki eru þau fyrr farin af stað en Doktor Róbotnikk snýr aftur. Í þetta sinn er hann með nýjan félaga með sér, Hnefil, og þeir eru að leita að smaragði sem býr yfir af li til að bæði byggja nýja heima siðmenningar og eyða þeim. Sónik heldur af stað í ferða- lag með Hölum félaga sínum og saman ætla þeir að finna smaragðinn áður en hann fellur í rangar hendur. Einvalalið íslenskra leikara og söngvara fer með hlutverk í íslensku útgáfunni, en myndin verður sýnd með bæði íslensku og ensku tali. Í ensku útgáfunni fara Jim Carrey, James Marsden og Ben Schwartz með helstu raddir. Myndin er sýnd bæði með íslensku og ensku tali. n Sambíóin, Smárabíó, Laugarásbíó og Bíóhúsið Selfossi Kapphlaupið um smaragðinn Komin í bíó Aðalhlutverk: íslensk talsetning Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Björgvin Franz Gíslason, Davíð Guðbrandsson, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir Handritshöfundar: Pat Casey, Josh Miller og John Whittington Leikstjóri: Jeff Fowler 6 kynningarblað 1. apríl 2022 FÖSTUDAGURKVIKMYNDIR MÁNAÐARINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.