Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 29
Maður veit aldrei hvernig áhrifin verða og það hefur snert mann að hún skuli vera að hafa þessi tilætluðu áhrif. Aníta Briem Aníta Briem, sem leikur aðal- hlutverkið í kvikmyndinni Skjálfta, sem frumsýnd var í vikunni, og stórt hlutverk í Berdreymi, sem frumsýnd verður 22. apríl, hefur haft í nógu að snúast í íslenskum verkefnum síðustu tvö árin. olafur@frettabladid.is Blaðamaður settist niður með Anítu Briem í Betri stofunni, sem svo er kölluð, í húsakynnum Torgs við Hafnartorg. Svo skemmtilega vill til að Betri stofan var einmitt notuð sem skrifstofa Steinunnar, sem Aníta lék í þáttaseríunni Ráð­ herranum, fyrir tveimur árum. Aníta hefur leikið mikið hér heima að undanförnu en hún hefur líka leikið mikið í bæði Bretlandi og Bandaríkjunum. Eru þetta ólíkir heimar, hér heima og erlendis? „Mér finnst vera gríðarlega mikill munur á þessum heimum, hérna og erlendis, og þá kannski sérstaklega í Bandaríkjunum. Það er svo mikill munur á því hvernig sögur eru sagðar. Þetta eru svo ólíkir menningarheimar. Ég held að mismunandi menn­ ingarheimar þurfi sögurnar sínar í mismunandi formum og umbúðum. Í Bretlandi er frá­ sagnarstíll miklu nær okkur en í Bandaríkjunum. Ég eyddi miklum tíma í Bandaríkjunum og fannst forvitnilegt að vera þar og upplifa nýja hluti, en kannski tengdist ég þessum menningarheimi samt aldrei neitt djúpum böndum.“ Önnum kafin á Íslandi Aníta hefur lítinn frítíma átt að undanförnu. „Ég var í Svar við bréfi Helgu, kvikmyndinni sem Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstýrir af stakri snilld. Hún verður frumsýnd seinna á árinu. Svo er ég í Villibráð eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur sem líka kemur út seinna á árinu. Ég er að fara að gera mína eigin seríu, sem ég skrifaði, og það lítur jafnvel út fyrir að hún sé að fara í tökur núna í sumar. Þetta er ástarsaga, en ekki svona dæmigerð sem endar á því að ástfangið par leiðist inn í sólsetrið. Aðeins meira raunsæi á ferð,“ segir Aníta. „Þetta var búið að gerjast í mér í fimm ár núna og í fyrra fór ég að setja þetta í sjónvarpsseríuform. Það hefur tekið mig dálítinn tíma að færa mig inn á þetta svæði. Ég hef verið feimin við að kalla mig handritshöfund, var bara að dvelja í ferlinu held ég, en þegar tilkynning kom í Variety sem titlaði mig sem slíkan varð það allt í einu raunveru­ legt. Og auðvitað mikill heiður að það skyldi vera tilkynnt, ekki síst fyrir sjálfri mér, á þann hátt.“ Aníta segist hafa haft frábært fólk í kringum sig í þessu verkefni. „Glass River er að framleiða og nú erum við að setja saman teymið í kringum þetta. Katrín Björgvins­ dóttir ætlar að leikstýra. Hún er tiltölulega nýlega útskrifuð úr konunglega danska skólanum og mjög klár í sínu fagi. Ég verð í hlut­ verki skapara, creator, og svo leik ég aðalhlutverkið.“ Þessa dagana er verið að ráða leikara í seríuna. Hlutverkin eru ekki mörg og Aníta skrifaði þetta með ákveðna leikara í huga. Þætt­ irnir verða sex og eru 45 mínútur hver, í dramaformi. Að sögn Anítu tekur undir­ búningur fyrir svona seríu mörg ár. „Ég fór að vinna formlega með Glass River síðasta sumar og ef allt gengur eftir og tökur verða í sumar er hægt að segja að hlutirnir gangi mjög hratt fyrir sig, óvenjulega hratt.“ Munur á Evrópu og Ameríku Hvaða áhrif hefur Covid haft á kvikmyndaframleiðslu? „Það er raunar mjög mismun­ andi milli landa. Ég heimsótti til dæmis Bandaríkin núna á dögunum í fyrsta sinn í tvö ár. Í Warner Bros. kvikmyndaverinu var enginn. Þar hefur enginn verið í tvö ár. Þetta var ótrúlegt, alveg eins og að labba inn í draugabæ. Hér á Íslandi er ég búin að vera í verkefni eftir verkefni og þarna áttaði ég mig á því hvað við erum heppin hérna. Kvikmynda­ iðnaðurinn hérna hefur getað haldið áfram á fullri ferð. Frá því að faraldurinn hófst hef ég verið í fjórum verkefnum. Auðvitað hefur þetta verið skrít­ ið og maður hefur haft áhyggjur af því að framleiðslu gæti verið hætt á hverri stundu, aðalleikarinn eða leikstjórinn farið í sóttkví og svo framvegis, en þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel.“ Í Bandaríkjunum hefur þessu verið þveröfugt háttað. Þar stopp­ aði allt í langan tíma og fyrirtæki eins og streymisveitur reyna hvað þau geta að ná sér í efni. Í Evrópu hefur þetta verið öðruvísi. Þar hafa áhrifin verið meiri á kvikmynda­ hátíðir. „Þessar myndir sem ég hef verið í eru listrænar myndir og þegar þær eru tilbúnar eru þær frumsýndar á kvikmyndahátíðum, fara síðan á fleiri hátíðir og í almenna sýningu í framhaldinu. Þannig eignast þær áhorfendur og líf. Það sem gerðist í Evrópu var að kvikmyndahátíðirnar voru annað hvort algerlega á vefnum eða féllu niður. Því er mikill flöskuháls, upp­ söfnuð framleiðsla, sem ekki hefur komist almennilega í sýningu. Þetta er alveg öfugt í Ameríku. Þar er skortur á myndum.“ Ólíkar myndir Í Berdreymi leikur Aníta Briem nokkurs konar fimmta hlutverk, en í aðalhlutverkum eru fjórir ungir strákar og skila sínu frábærlega vel, að sögn Anítu sem leikur Guðrúnu, móður Adda, í myndinni. „Guðmundur Arnar er stórkost­ legur listamaður og tökumaðurinn er Sturla Brandth Grøvlen, sem var líka tökumaður á Druk. Hann er einn færasti kvikmyndatöku­ maðurinn í heiminum í dag og það voru þvílík forréttindi að fá að vinna með þessum tveimur. Góðir tökumenn eru svo næmir á frammistöðu leikara að þeir verða nánast eins og persóna í sen­ unni. Eins og þeir séu áhorfandinn sem maður getur átt einhvers konar dans með í augnablikinu.“ Aníta lék líka í frumraun Tinnu Hrafnsdóttur sem leikstjóra myndar í fullri lengd, Skjálfta. „Þessar myndir eru mjög ólíkar. Þær eru báðar eftir ótrúlega flotta íslenska kvikmyndagerðarmenn. Tinna er að gera sína fyrstu mynd í fullri lengd. Myndin er byggð á bók Auðar Jónsdóttur, Stóra skjálfta, og Tinna tekur þetta alveg snilldarlega. Kvikmyndin er allt annað miðlunarform en bókin og frásögnin er allt önnur.“ Skjálfti hefur verið sýnd á nokkrum kvikmyndahátíðum og fengið alveg feikilega góða dóma. Lofuð í hástert og fjórar stjörnur. „Það sem manni finnst samt vænst um er að í dómunum sjálfum talar fólk svo persónulega um hana, talar um tilfinningalega ferðalagið sem hver og einn upplifði, sem er auðvitað alltaf misjafnt, því að engar tvær mannssálir eru eins.“ Skjálfti var tekin upp fyrir tveimur árum. Í kvikmyndunum líður langur tími frá því að myndir eru framleiddar þar til þær koma fyrir augu áhorfenda. „Maður veit aldrei hvernig áhrifin verða og það hefur snert mig djúpt að hún skuli hafa þessi tilætluðu áhrif. Hún fjallar um að það er ekki bara hægt að sópa hlutum undir teppið. Ef fólk tekst ekki á við hlutina stækka þeir og verða eins og eitur í líkamanum sem ekki fer fyrr en við þorum að horfast í augu við það. Stundum verða atburðir í okkar lífi, eins og í þessu tilfelli að Saga fær flogakast og missir minnið. Þessir atburðir geta stundum virst erfiðir eða óyfirstíganlegir, en geta verið hin mesta gjöf. Orðið til þess að við öðlumst hugrekki og skýrleika til þess að horfast í augu við og takast á við eitthvað sem við höfum veigrað okkur við. Fortíðin breytist ekki eða hverf­ ur þótt við tölum ekki um hana. Hún er hluti af okkur. Hluti af fjöl­ skyldum okkar og getur þroskað okkur og sameinað ef nálgast er af kærleika og heiðarleika.“ Aníta er ánægð á Íslandi. „Mér líður vel hérna. En auðvitað er ég til í að skoða tækifæri til að vinna að metnaðarfullum verkefnum með góðu listafólki bæði hér og í útlöndum. Sögur með boðskap Ég hef verið svo heppin að fá mörg tækifæri hérna heima og hef haft nóg að gera í verkefnum með stór­ brotnu kvikmyndagerðarfólki. En ég fann líka að ég varð aðeins að kúpla mig út úr þessu í Ameríku. Mér fannst ég verða að ná jarð­ tengingu aftur og fékk tækifæri til þess hérna. Úti í Ameríku eru svo ótrúlega miklir peningar í húfi. Myndir kosta kannski 50­100 milljónir dollara í framleiðslu og ábyrgðin er gríðarleg. Þá eru menn ekkert að taka neina óþarfa áhættu. En mér finnst áhrifaríkustu myndirnar oft vera myndir eftir leikstjóra sem eru að taka áhættu. Þegar áhættan gengur upp getur útkoman verið stórkostleg. Þegar verið er að setja tugi millj­ óna dollara í mynd vill stúdíóið ekki taka neina áhættu. Það vill leikara sem draga að áhorfendur og handritið má ekki fæla neinn í burtu eða móðga of mikið. List getur hins vegar oft verið óþægileg og krefjandi. Það er ekk­ ert að því að búa til afþreyingu en ég vil að sögurnar hafi merkingu og boðskap,“ segir Aníta Briem. n Áhrifaríkustu myndirnar þegar áhætta er tekin Aníta Briem hefur gert garðinn frægan hér heima og beggja vegna Atlantshafs. MYNDIR/SAGA SIG Aníta kann betur við sagna- hefð í Evrópu en í Ameríku. kynningarblað 11FÖSTUDAGUR 1. apríl 2022 KVIKMYNDIR MÁNAÐARINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.