Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 16
14 Íþróttir 1. apríl 2022 FÖSTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 1. apríl 2022 FÖSTUDAGUR valur Patrick Pedersen Aldur: 30 ára Leikir í efstu deild: 121 Mörk: 79 Flest mörk á tímabili: 17 íbv Andri Rúnar Bjarnason Aldur: 31 árs Leikir í efstu deild: 40 Mörk: 21 Flest mörk á tímabili: 19 fh Steven Lennon Aldur: 34 ára Leikir í efstu deild: 182 Mörk: 97 Flest mörk á tímabili: 17 kr Kjartan Henry Finnbogason Aldur: 35 ára Leikir í efstu deild: 115 Mörk: 45 Flest mörk á tímabili: 12 keflavík Patrik Johannesen Aldur: 26 ára Leikir í efstu deild: 0 Mörk: 0 Flest mörk á tímabili: 0 Mennirnir sem eiga að bæta metið Boltinn byrjar að rúlla í Bestu deild karla eftir 17 daga. Leikjum fjölgar í ár og því eru auknar líkur á að markametið í efstu deild í knatt- spyrnu verði slegið. Fjórir aðilar deila metinu í dag en öllum tókst að skora 19 mörk í efstu deild, þrír af þeim gerðu það í 18 leikja móti en Andri Rúnar Bjarnason skoraði mörkin 19 í 22 leikja móti. Leikirnir í ár verða 27 og því er það sjálfsögð krafa á markaskorara þessa lands að bæta metið. Tryggvi Guðmundsson Mörk: 19 Ár: 1997 Markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar jafnaði metið sum- arið 1997 þegar Eyjapeyjar höfðu á að skipa einu besta liði landsins. Tryggvi var markahrókur af guðs náð og var ansi nálægt því að slá metið á þessum tíma. Pétur Pétursson Mörk: 19 Ár: 1978 Pétur Pétursson skoraði 19 mörk í 17 leikjum með Skagamönnum árið 1978 og bætti þar með fimm ára gamalt met Hermanns Gunn- arssonar. Pétur hefur svo haldið því fram að mörkin hafi í raun verið tuttugu. Guðmundur Torfason Mörk: 19 Ár: 1986 Mörkin 19 sem Guðmundur skoraði komu átta árum eftir að Pétur Pétursson hafði sett metið. Guðmundur var lunkinn framherji með Fram á þessum árum. Mörkin 19 skiluðu því að Guðmundur fékk tækifæri í atvinnumennsku. Þórður Guðjónsson Mörk: 19 Ár: 1993 Skagamenn voru duglegir að raða inn mörkum á þessum tíma. Ungur og efnilegur Þórður Guðjónsson raðaði inn mörkum seinni hluta sumars árið 1993 og jafnaði metið sem Pétur Pétursson og Guðmund- ur Torfason áttu á þeim tíma. Andri Rúnar Bjarnason Mörk: 19 Ár: 2017 Andri Rúnar raðaði inn mörkum fyrir Grindavík sumarið 2017, hann var nálægt því að bæta metið en undir restina hægðist aðeins á kappanum. Hann er sá eini sem á metið í dag sem hefur tök á því að bæta það. Mennirnir sem eiga metið í dag Hörður Snævar Jónsson hordur @frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.