Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 34
Áður töldu menn að ísöldin hefði verið sam- felldur fimbulvetur í um þrjár milljónir ára, en Helgi sýndi fram á að landið hefði orðið nánast íslaust öðru hvoru á því tímabili. Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . 150 ár eru liðin frá fæðingu jarð- vísindamannsins Helga Pjeturss. arnartomas@frettabladid.is Sýningin Fræknustu sporin var opnuð í Þjóðarbókhlöðunni í gær í tilefni þess að liðin voru 150 ár frá fæðingardegi Helga Pjeturss. Á sýningunni er hægt að kynnast ævi og störfum raunvísinda- mannsins sem var um margt á undan sinni samtíð. „Það er líklega farið að fenna yfir nafn hans eins og eflaust margra sem fæddir eru á nítjándu öldinni,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson jöklafræðingur sem er höfundur sýningarinnar. „Nú eru 150 ár liðin frá fæðingu hans og er því eðlilegt að minnast hans á þessum tímamótum. Helgi var einn af brautryðjendum raun- vísinda á Íslandi.“ Helgi fæddist 1872 og gekk í Lærða skólann og nam síðar jarðfræði og skyld fræði við Kaupmannahafnarháskóla. Hann sneri heim til Íslands 1898 og tók til við rannsóknir hér á landi. Í fyrstu byggði hann á eldri rannsóknum Þor- valds Thoroddsen en opnaði fljótt með rannsóknum sínum nýjan skilning á jarðsögu landsins. „Það má segja að Helgi hafi skilað mjög merkilegu starfi sem jarðfræðingur á tiltölulega stuttri starfsævi,“ segir Þor- steinn en jarðfræðirannsóknir Helga stóðu yfir um tæplega fimmtán ára skeið. „Margar af aðalniðurstöðum hans standa enn í meginatriðum og hlutu alþjóðlega viðurkenningu á sínum tíma.“ Helgi var einn af fyrstu jarðfræðingum almennt til að benda á jarðmyndanir sem greinilega sýna að hlýskeið hafi orðið á ísöldinni. „Áður töldu menn að ísöldin hefði verið samfelldur fimbul- vetur í um þrjár milljónir ára, en Helgi sýndi fram á að landið hefði orðið nán- ast íslaust öðru hvoru á því tímabili,“ útskýrir Þorsteinn. Forn-Grikkir og líf á öðrum hnöttum Eftir 1910 sneri Helgi sér að öðrum efnum, meðal annars heimspeki og rannsóknum á eðli svefns og drauma. „Frá því að hann var ungur maður hafði hann mikinn áhuga á því að skilja hinn mikla heim sem jörðin er hluti af,“ segir Þorsteinn. „Hann hafði áhuga á sögu lífs- ins á jörðinni, upptökum mannkynsins og líka hinu stóra samhengi varðandi tilveru mannkynsins á þessum hnetti sem er á braut um ósköp venjulega sól- stjörnu, hvort það sé undarleg tilviljun eða hvort meira geti búið þar að baki. Helgi settist við og las mikið, þar á meðal rit forn-grískra heimspekinga og heimspekinga og vísindamanna síðari tíma. „Hann er mjög vel að sér um alla almenna þekkingu á heiminum, jörð- inni og slíku, enda lagði hann fram merkilegan skerf þar sjálfur,“ segir Þor- steinn. „Hann setti svo fram eigin kenn- ingar sem varða uppruna og eðli lífsins, ekki aðeins á jörðinni heldur í öllum alheimi.“ Um 1920 var Helgi farinn að rita um vitsmunaverur í öðrum sólkerfum og að það væri mikilvægt fyrir okkur jarðar- búa að komast í samband við þær verur. Mikilvægur þáttur í hugsun Helga er kenning hans um að draumar séu komnir til við fjarskynjun, það er að hinn sofandi maður tengist heila og hugsun vakandi manns og sjái með hans augum. Af slíku sambandi sé draumlífið sprottið og sambandið geti jafnvel náð sólkerfa á milli. Þorsteinn bendir á að á þeim tíma hafi venjulega verið talað um líf á öðrum hnöttum sem mannlíf, sem hefði þróast með svipuðum hætti og hér á jörð. Margt er merkilegt í ritum Helga um þessi efni, til dæmis má benda á að hann notar hugtakið „stjörnulíf- fræði“ (e. astro biology) í ritum sínum löngu áður en það orð komst í almenna notkun í vísindasamfélaginu. Í dag er NASA með heila stofnun tengda þeim fræðum. Ýmislegt í kenningum Helga stendur nærri vísindum nútímans; til dæmis gerir hann ráð fyrir því að það sé regla fremur en undantekning að hnettir fylgi sólstjörnum. Nýjustu niðurstöður stjörnufræðinga staðfesta að svo sé.“ Sýningin stendur yfir til 22. ágúst. n Fjölhæfur brautryðjandi á sviði alþjóðlegra raunvísinda Helgi hafði brennandi áhuga á jörðinni sem og öðrum hnöttum. Helgi nam jarðvísindi við Kaupmanna- hafnarháskóla. Jökulurð í móbergi í Hellisholtsási í Hrunamannahreppi. Urðin liggur ofan á grágrýtislagi og á efra borði þess fann Helgi jökul- rispur. Þarna voru því fundin ótvíræð ummerki jökuls ofan á lagi, sem myndað var á hlýskeiði. MYND/AÐSEND 1855 Íslendingum er leyfð frjáls verslun við þegna allra þjóða. 1873 Hilmar Finsen er skipaður fyrsti landshöfðingi Ís- lands. 1896 Ullarvinnsla hefst hjá Álafossi. 1936 Alþýðutryggingalög taka gildi. 1955 Aprílgabb birtist í Tímanum um væntanlegan fund æðstu ráðamanna heims í Reykjavík. 1970 Richard Nixon bannar sígarettuauglýsingar í sjón- varpi. 1976 Tölvufyrirtækið Apple er stofnað. 1981 Íslenska hljómsveitin Grýlurnar er stofnuð. 1998 Vefmiðillinn Vísir verður til. 2003 Íslenska kvikmyndin Fyrsti apríll er frumsýnd. Merkisatburðir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Þ. Hjaltalín Árnason Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést mánudaginn 28. mars. Útför hans mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Eini- og Grenihlíð fyrir hlýja og góða umönnun. Ásgerður Ingibjörg Jónsdóttir Kjartan Hauksson Jóhanna Rósa Jónsdóttir Ríkarður Guðjónsson Þórlaug Einarsdóttir Jón Stefán Hjaltalín Einarsson Lorena N. Hjaltalín Zamfir afa- og langafabörn. Elskuleg amma og frænka okkar, Oddný Sigríður Guðnadóttir Odda frá Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, andaðist á Skjóli þann 28. mars síðastliðinn. Útförin fer fram í Fíladelfíukirkjunni í Reykjavík, miðvikudaginn 6. apríl kl. 11. Fyrir hönd nánustu aðstandenda, Ágúst Sigurður Björgvinsson Ástkær móðir mín, amma og systir okkar, Gerður Berndsen sem lést laugardaginn 26. mars, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 4. apríl kl. 15.00. Ragnheiður M. Kristjónsdóttir Andri Pétur Magnússon Þrúður Pálsdóttir Margrét Berndsen Sólveig Berndsen Jóhanna Sigríður Berndsen Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru Charlottu Vilborgar Halldórsdóttur Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Ási fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Hilmar Halldórsson Helga Baldursdóttir TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 1. apríl 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.