Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 26
Stórkostleg gaman-
mynd um áskoranir
lífsins.
Hér er á ferðinni stórkostleg
vegakvikmynd sem fjallar um
tvær sálir sem deila saman lestar-
klefa á leið sinni til norðurslóða
og mun ferðin breyta lífsviðhorfi
beggja til frambúðar … Myndin
hefur hlotið einróma lof erlendra
gagnrýnenda og hefur leikstjór-
anum verið hrósað fyrir einstakt
lag á því að segja sögu fólks þar
sem tilfinningar þeirra eru nær
áþreifanlegar.
Lára er finnskur námsmaður í
Moskvu 1996. Ráðvillt og döpur
yfirgefur hún borgina og tekur
lest til Múrmansk til að skoða 10
þúsund ára steinmálverk. Hún
þráir eitthvað varanlegt lífi sínu,
eitthvað sem hún hefur ekki
fundið í Moskvu.
Í lestinni verður hún að deila
klefa með Vadim, rússneskum
námamanni. Návistin við hinn
grófa Vadim og ömurð rússneskra
bæja verður til þess að róman-
tískur ljómi sem Laura hafði séð
ferðalag sitt í byrjar að dofna.
Ferðalagið er táknmynd um
lífið sjálft en í rýni Ásgeirs Ingólfs-
sonar fyrir RÚV segir: „… Klefi
nr. 6 er hinn skítugi og kaotíski
raunveruleiki sem við eigum
raunverulega eftir að rekast á
í lestum heimsins þar sem við
finnum kannski ekki sálufélaga
en rekumst á aðrar sálir, blönd-
umst þeim, eignumst hlutdeild í
þeim. Hlutdeild í hinum framandi
heimum og hjörtum sem við
hefðum annars aldrei skilið.“
Myndinni hefur verið lýst sem
finnsku útgáfunni af Before Sun
rise en hún hlaut dómnefndar-
verðlaunin á kvikmyndahátíðinni
í Cannes 2021.
Leikstjórinn Juho Kuosmanen
var viðstaddur frumsýningu í
Bíó Paradís á fyrstu kvikmynd
sinni í fullri lengd, The Happiest
Day in the Life of Ollie Mäki, sem
vann Un Certain Regard f lokkinn
á Cannes-kvikmyndahátíðinni.
Hún er nú aðgengileg á streymis-
veitu bíósins, heima.bioparadis. is.
Klefi nr. 6 er önnur kvikmynd
Kuosmanen í fullri lengd.
Myndin er byggð á samnefndri
skáldsögu eftir Rosu Liksom og var
framlag Finnlands til Óskarsverð-
launanna þar sem hún komst á
stuttlista tilnefndra kvikmynda. n
Bíó Paradís
Tvær hjartnæmar sálir mætast í klefa nr. 6
Fróðleikur
n Klefi nr. 6 er að mestu tekin um borð í rússneskum járnbrautar
lestum.
n Upphaflega átti að taka hluta myndarinnar í Moskvu en vegna
Covid þurfti að flytja tökur til St. Pétursborgar.
n Bókin sem myndin er gerð eftir gerist í Sovétríkjunum á níunda
áratug síðustu aldar og í bókinni er lestarferðalagið með Síberíu
lestinni.
Frumsýnd
13. apríl 2022
Aðalhlutverk:
Yuriy Borisov, Seidi Haarla og
Yuliya Aug
Handritshöfundar:
Andris Feldmanis, Juho Kuos
manen og Rosa Liksom
Leikstjóri:
Juho Kuosmanen
Tungumál:
Rússneska og finnska
með íslenskum texta
Rakel er ung og uppátækjasöm
en einn daginn kemst hún að því
að hún sé ólétt – eða réttara sagt
komin sex mánuði á leið – og eftir
einnar nætur gaman í þokkabót.
Hún ætlar sko ekki að setja það
á dagskrá lífsins að verða móðir
og hefur aldrei ætlað sér að fjölga
mannkyninu. Hún á fullt í fangi
með sjálfa sig. En hún getur ekki
hunsað þá staðreynd að hún er
ólétt!
Hún áttar sig á því að hún á engan
kost annan en að ganga með og
fæða barnið og ringluð bregst hún
við af vonleysi og reiði. Henni finnst
barnið hafa komið aftan að sér.
„Þetta er ansans lúmskt Ninjababy
sem heldur að það geti bara falið sig
þarna inni, skemmt sér og laumast
út eftir níu mánuði.“
Upp úr teikniblokk Rakelar fer
Ninjababy að taka á sig mynd,
dæma hana og berjast fyrir framtíð
sinni. Rakel þarf að feta einstigið
milli þess sem er henni fyrir bestu
og þess sem er barninu fyrir bestu.
Getur það verið eitt og hið sama?
Ninjababy er einlæg og skemmti-
leg þroskasaga um þversögnina
sem felst í því hve hægt er að vera
óundirbúin einhverju jafn eðlilegu
og náttúrulegu og óléttu á sínum
frjósamasta aldri.
Stórkostleg gamanmynd um
áskoranir lífsins – þar sem teikni-
myndir hjálpa auðvitað til! Myndin
er byggð á teiknimyndasögunni
Fallteknik eftir Ingu Sætre, sem
skapaði líka allan teiknimynda-
heim Ninjababy.
Gagnrýnendur eru á einu máli,
hér er um að ræða stórskemmti-
lega gamanmynd þar sem fóstrið
umrædda fær sitt eigið líf í mynda-
söguheimi verðandi móður þar sem
stutt er á milli hláturs og gráts.
Leikstýran Yngvild Sve Flikke
segir í viðtölum að hún hafi viljað
gera kvikmynd sem er jafn klikkuð
og lífið sjálft og hafði strax auga-
stað á teiknaranum Ingu Sætre.
Saman tefla þær fram kvikmynd
sem vakið hefur athygli víðs vegar
um heim. n
Bíó Paradís
Evrópska gamanmynd ársins – Ninjababy
Fróðleikur
n NInjababy hlaut áhorfendaverðlaun South by Southwest kvik
myndahátíðarinnar og Kristalbjörninn á Berlinalekvikmynda
hátíðinni. Valin besta evrópska gamanmyndin á Evrópsku kvik
myndaverðlaununum 2021.
n Kristine Kujath Thorp er metsöluhöfundur. 2020 gaf hún út barna
bókina Hjelp småkryperne (Hjálpum litlu skordýrunum) sem hefur
verið á metsölulistum yfir barnabækur í Noregi síðan.
n Vitnað er til Mamma Mia! þar sem skyndikynni Rakelar eru sögð
svipuð þeim sem leiddu til aðstæðna Pierce Brosnan.
Frumsýnd
28. apríl 2022
Aðalhlutverk:
Kristine Kujath Thorp, Arthur
Berning og Nader Khademi
Handritshöfundar:
Johan Fasting, Yngvild Sve
Flikke og Inga Sætre
Leikstjóri:
Yngvild Sve Flikke
Tungumál:
Norska með
íslenskum texta
8 kynningarblað 1. apríl 2022 FÖSTUDAGURKVIKMYNDIR MÁNAÐARINS